Vinstri græn berjast fyrir friðlýsingu húsa Sóley Tómasdóttir skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Í grein Björns B. Björnssonar í Fréttablaðinu 31. janúar kemur fram réttmæt gagnrýni á meirihluta borgarstjórnar sem hefur lagst gegn friðlýsingu sjö húsa í hjarta Reykjavíkur. Björn og félagar hans í BIN-hópnum hafa beitt sér gegn stórkarlalegri uppbyggingu á svæðinu. Það hafa fleiri gert. Fulltrúar Vinstri grænna í dómnefnd samkeppninnar, í skipulagsráði og í borgarráði og borgarstjórn hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að skipulagið yrði samþykkt. Nú þegar húsafriðunarnefnd hefur lagt það til við forsætisráðuneytið að umrædd hús verði friðuð kallar ferlið á umsagnir úr ólíkum áttum. Eins og kemur fram í grein Björns, þá mótmælir meirihluti skipulagsráðs friðlýsingunni svo hægt sé að halda áformum deiliskipulagsins til streitu. Það sem hann tekur ekki fram er að umsögninni fylgdi svohljóðandi bókun Vinstri grænna í umhverfis- og skipulagsráði: „Fulltrúi Vinstri grænna fagnar áformum Minjastofnunar og furðar sig á mótbárum og andstöðu meirihluta skipulagsráðs vegna friðlýsingar á húsum við Austurvöll, Vallarstræti og Ingólfstorg. Fá ef nokkur dæmi eru um að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa, enda hefur metnaður fyrir húsvernd farið vaxandi undanfarin ár og áratugi. Athugasemdir meirihlutans varða ekki efnisatriði málsins, sem lúta að því að friðlýsa nokkur af elstu húsum borgarinnar sem standa í hjarta hennar og hafa ótvírætt varðveislugildi. Fulltrúinn mótmælir því jafnframt að ekki sé þörf á að friðlýsa húsin þar sem borgin hafi mótað sér stefnu sem geri eldri byggð hærra undir höfði en áður. Ljóst er að sú stefna, eins góð og mikilvæg og hún er, hefur ekki sama gildi og friðlýsing. Það er því full ástæða til að fagna áformum Minjastofnunar, enda krefjast þau varkárni í umgengni, skipulagi og uppbyggingu á svæðinu öllu.” Vinstri græn hafa, og munu áfram, standa með varðveislu þeirra menningarverðmæta sem felast í hús- og minjavernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í grein Björns B. Björnssonar í Fréttablaðinu 31. janúar kemur fram réttmæt gagnrýni á meirihluta borgarstjórnar sem hefur lagst gegn friðlýsingu sjö húsa í hjarta Reykjavíkur. Björn og félagar hans í BIN-hópnum hafa beitt sér gegn stórkarlalegri uppbyggingu á svæðinu. Það hafa fleiri gert. Fulltrúar Vinstri grænna í dómnefnd samkeppninnar, í skipulagsráði og í borgarráði og borgarstjórn hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að skipulagið yrði samþykkt. Nú þegar húsafriðunarnefnd hefur lagt það til við forsætisráðuneytið að umrædd hús verði friðuð kallar ferlið á umsagnir úr ólíkum áttum. Eins og kemur fram í grein Björns, þá mótmælir meirihluti skipulagsráðs friðlýsingunni svo hægt sé að halda áformum deiliskipulagsins til streitu. Það sem hann tekur ekki fram er að umsögninni fylgdi svohljóðandi bókun Vinstri grænna í umhverfis- og skipulagsráði: „Fulltrúi Vinstri grænna fagnar áformum Minjastofnunar og furðar sig á mótbárum og andstöðu meirihluta skipulagsráðs vegna friðlýsingar á húsum við Austurvöll, Vallarstræti og Ingólfstorg. Fá ef nokkur dæmi eru um að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa, enda hefur metnaður fyrir húsvernd farið vaxandi undanfarin ár og áratugi. Athugasemdir meirihlutans varða ekki efnisatriði málsins, sem lúta að því að friðlýsa nokkur af elstu húsum borgarinnar sem standa í hjarta hennar og hafa ótvírætt varðveislugildi. Fulltrúinn mótmælir því jafnframt að ekki sé þörf á að friðlýsa húsin þar sem borgin hafi mótað sér stefnu sem geri eldri byggð hærra undir höfði en áður. Ljóst er að sú stefna, eins góð og mikilvæg og hún er, hefur ekki sama gildi og friðlýsing. Það er því full ástæða til að fagna áformum Minjastofnunar, enda krefjast þau varkárni í umgengni, skipulagi og uppbyggingu á svæðinu öllu.” Vinstri græn hafa, og munu áfram, standa með varðveislu þeirra menningarverðmæta sem felast í hús- og minjavernd.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun