Vinsælustu sportbílar heims kljást Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 16:16 Bílatímaritið Motor Trend smalaði saman 10 af vinsælustu sportbílum heims þar sem þeir öttu kappi allir í einu á yfirgefinni flugbraut í Kaliforníu og vegalengdin var klassísk kvartmíla. Þetta kalla þeir hjá Motor Trend "Worlds Greatest Drag Race" og er þetta fjórða árið í röð sem þeir efna til slíkrar keppni með vinsælustu sportbílum hvers tíma í heiminum. Þeir bílar sem öttu kappi nú voru Nissan GT-R, Porsche 911 Turbo S, Jaguar F-Type Coupe R, BMW i8, BMW M4, Alfa Romeo 4C, Chevrolet Camaro Z/28, Subaru WRX STI, Volkswagen Golf GTI og Ford Fiesta ST. Víst er að talsverðu munar á þessum bílum og sem dæmi er Nissan GT-R 600 hestöfl en Ford Fiesta ST 197 hestöfl og því nokkuð ljóst að miklu myndi muna á þessum bílum. Þó kemur þarna margt á óvart. Á til dæmis Porsche 911 Turbo S með sín 560 hestöfl séns í Nissan GT-R. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent
Bílatímaritið Motor Trend smalaði saman 10 af vinsælustu sportbílum heims þar sem þeir öttu kappi allir í einu á yfirgefinni flugbraut í Kaliforníu og vegalengdin var klassísk kvartmíla. Þetta kalla þeir hjá Motor Trend "Worlds Greatest Drag Race" og er þetta fjórða árið í röð sem þeir efna til slíkrar keppni með vinsælustu sportbílum hvers tíma í heiminum. Þeir bílar sem öttu kappi nú voru Nissan GT-R, Porsche 911 Turbo S, Jaguar F-Type Coupe R, BMW i8, BMW M4, Alfa Romeo 4C, Chevrolet Camaro Z/28, Subaru WRX STI, Volkswagen Golf GTI og Ford Fiesta ST. Víst er að talsverðu munar á þessum bílum og sem dæmi er Nissan GT-R 600 hestöfl en Ford Fiesta ST 197 hestöfl og því nokkuð ljóst að miklu myndi muna á þessum bílum. Þó kemur þarna margt á óvart. Á til dæmis Porsche 911 Turbo S með sín 560 hestöfl séns í Nissan GT-R. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent