Ó María, mig langar heim… Kristófer Sigurðsson skrifar 20. september 2014 07:00 Ég er íslenskur læknir sem býr og starfar í Svíþjóð. Um daginn dreymdi mig dálítið furðulegan draum. Hann byrjaði ansi vel. Ég var nefnilega að flytja, ásamt eiginkonu minni og dóttur, til baka til Íslands. Ég var sem von er mjög spenntur fyrir því að missa ekki lengur af stúdentsveislum, stórafmælum og öðrum gæðastundum í fjölskyldunni og fyrir því að taka þátt í endurreisn íslensku heilsugæslunnar. Þegar heim var komið bretti ég upp ermarnar. Já, já, vissulega sveið dálítið að fólk væri annaðhvort orðið heilbrigt eða dáið þegar það loksins komst að hjá mér, en hey, ég var kominn heim! Svo komu mánaðamót og fyrsta íslenska launaumslagið kom. Þá uppgötvaði ég að launin mín höfðu lækkað um helming frá Svíþjóð1 – og þrátt fyrir það lendi ég í samsvarandi skattþrepi, borga sömu skattaprósentuna.2 Æ, hugsaði ég, þetta er allt í lagi, nóg hefur sá sér nægja lætur. Að minnsta kosti virtust barnabæturnar jafnháar. Svo fattaði ég að íslensku barnabæturnar eru greiddar á þriggja mánaða fresti, en ekki mánaðarlega.3 Nú jæja, svo fórum við hjónin að leita að húsnæði. Fundum fallegt hús sem kostaði það sama og húsið okkar í Svíþjóð. Nema við uppgötvuðum að afborgunin af íslensku húsnæðisláni fyrir sömu upphæð og til jafnlangs tíma er 238 þús. í stað 120 þús. á mánuði.4 Næst fórum við að huga að leikskóla fyrir heimasætuna. Í Svíþjóð komast börn að á leikskóla 12 mánaða og ef sótt er um með fjögurra mánaða fyrirvara er sveitarfélagið skyldugt til að útvega pláss. Okkur var vissulega útvegað pláss – á biðlista… Þegar hér var komið sögu var draumurinn farinn að breytast í martröð. Það kom sífellt betur í ljós að kerfið sem ég var orðinn hluti af gat ekki veitt ásættanlega heilbrigðisþjónustu. Vinnuálagið var mun meira en góðu hófi gegndi. Tæki og tól voru gömul og ónýt. Auk þess hafði fjárhagur heimilisins hrunið. Svo vaknaði ég og hef ekki fundið fyrir heimþrá síðan. Íslenskir læknar hafa haft lausa samninga síðan í febrúar. Ríkið bauð 2,8% hækkun launa, sem læknar höfnuðu umsvifalaust. Deilan er nú komin til Ríkissáttasemjara. Ef ekki kemur til verulegra launahækkana í komandi kjarasamningum mun það að starfa sem læknir á Íslandi halda áfram að vera draumur, en ekkert meira en það.1 Ég sem sérnámslæknir í Svíþjóð fæ 671.200 kr. á mán., sérfræðingur 1.090.700 kr. Á Íslandi fengi ég 423.532 kr. í núverandi stöðu sem sérnámslæknir á þriðja ári eftir útskrift úr læknadeild, en 686.069 kr. eftir að sérnámi lýkur (allar íslensku tölurnar innihalda umsamda fasta yfirvinnutíma og í tilfelli sérfræðilæknis umsamda launauppbót vegna helgunar við einn vinnustað).2 Skv. reiknivél á rsk.is fær unglæknir á Íslandi 302.586 af 423.532 (71,4%) útborgað, en í Svíþjóð eru samsvarandi tölur 469.706 af 671.200 (70%).3 Skv. reiknivél á rsk.is fengjum við u.þ.b. sömu upphæð á þriggja mánaða fresti á Íslandi og við fáum mánaðarlega hér.4 Skv. reiknivél á arionbanki.is og sömu forsendur og upphæðir notaðar og í sænska húsnæðisláninu okkar, jafnafborganalán til 30 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er íslenskur læknir sem býr og starfar í Svíþjóð. Um daginn dreymdi mig dálítið furðulegan draum. Hann byrjaði ansi vel. Ég var nefnilega að flytja, ásamt eiginkonu minni og dóttur, til baka til Íslands. Ég var sem von er mjög spenntur fyrir því að missa ekki lengur af stúdentsveislum, stórafmælum og öðrum gæðastundum í fjölskyldunni og fyrir því að taka þátt í endurreisn íslensku heilsugæslunnar. Þegar heim var komið bretti ég upp ermarnar. Já, já, vissulega sveið dálítið að fólk væri annaðhvort orðið heilbrigt eða dáið þegar það loksins komst að hjá mér, en hey, ég var kominn heim! Svo komu mánaðamót og fyrsta íslenska launaumslagið kom. Þá uppgötvaði ég að launin mín höfðu lækkað um helming frá Svíþjóð1 – og þrátt fyrir það lendi ég í samsvarandi skattþrepi, borga sömu skattaprósentuna.2 Æ, hugsaði ég, þetta er allt í lagi, nóg hefur sá sér nægja lætur. Að minnsta kosti virtust barnabæturnar jafnháar. Svo fattaði ég að íslensku barnabæturnar eru greiddar á þriggja mánaða fresti, en ekki mánaðarlega.3 Nú jæja, svo fórum við hjónin að leita að húsnæði. Fundum fallegt hús sem kostaði það sama og húsið okkar í Svíþjóð. Nema við uppgötvuðum að afborgunin af íslensku húsnæðisláni fyrir sömu upphæð og til jafnlangs tíma er 238 þús. í stað 120 þús. á mánuði.4 Næst fórum við að huga að leikskóla fyrir heimasætuna. Í Svíþjóð komast börn að á leikskóla 12 mánaða og ef sótt er um með fjögurra mánaða fyrirvara er sveitarfélagið skyldugt til að útvega pláss. Okkur var vissulega útvegað pláss – á biðlista… Þegar hér var komið sögu var draumurinn farinn að breytast í martröð. Það kom sífellt betur í ljós að kerfið sem ég var orðinn hluti af gat ekki veitt ásættanlega heilbrigðisþjónustu. Vinnuálagið var mun meira en góðu hófi gegndi. Tæki og tól voru gömul og ónýt. Auk þess hafði fjárhagur heimilisins hrunið. Svo vaknaði ég og hef ekki fundið fyrir heimþrá síðan. Íslenskir læknar hafa haft lausa samninga síðan í febrúar. Ríkið bauð 2,8% hækkun launa, sem læknar höfnuðu umsvifalaust. Deilan er nú komin til Ríkissáttasemjara. Ef ekki kemur til verulegra launahækkana í komandi kjarasamningum mun það að starfa sem læknir á Íslandi halda áfram að vera draumur, en ekkert meira en það.1 Ég sem sérnámslæknir í Svíþjóð fæ 671.200 kr. á mán., sérfræðingur 1.090.700 kr. Á Íslandi fengi ég 423.532 kr. í núverandi stöðu sem sérnámslæknir á þriðja ári eftir útskrift úr læknadeild, en 686.069 kr. eftir að sérnámi lýkur (allar íslensku tölurnar innihalda umsamda fasta yfirvinnutíma og í tilfelli sérfræðilæknis umsamda launauppbót vegna helgunar við einn vinnustað).2 Skv. reiknivél á rsk.is fær unglæknir á Íslandi 302.586 af 423.532 (71,4%) útborgað, en í Svíþjóð eru samsvarandi tölur 469.706 af 671.200 (70%).3 Skv. reiknivél á rsk.is fengjum við u.þ.b. sömu upphæð á þriggja mánaða fresti á Íslandi og við fáum mánaðarlega hér.4 Skv. reiknivél á arionbanki.is og sömu forsendur og upphæðir notaðar og í sænska húsnæðisláninu okkar, jafnafborganalán til 30 ára.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun