Er Ísland land fyrir alla? Guðbjörg Ludvigsdóttir skrifar 23. maí 2014 07:00 Á hverju ári koma fréttir af ungu fólki á öllum aldri sem hefur lent í slysum eða orðið alvarlega veikt. Einstaklingar sem sitja uppi með varanlega fötlun. Þessar fréttir taka á og fólk hefur mikla samúð með viðkomandi. Þrátt fyrir að við viljum styðja við bakið á þessu fólki þá er þjóðfélagið okkar langt frá því að vera tilbúið að taka á móti þeim. Aðgengismál t.d. eru til háborinnar skammar og hógværð hjólastólanotenda er stórmerkileg. Í nýlegri frétt í Fréttablaðinu stóð orðrétt „bensínstöðvar eru nauðsynlegar fötluðum“? og að fatlaðir einstaklingar þurfa að plana hvert þeir fara með tilliti til þess hvar salerni eru aðgengileg. Hvað þýða svona fullyrðingar? Jú, að það er ekki sjálfgefið að einstaklingur í hjólastól eigi að komast út um allt. Við státum okkur af því að vera umbyrðarlynd og viljum vera góð við allt og alla og auðvitað eru allir velkomnir eða hvað? Hvað með fatlaða? Eigum við að auglýsa erlendis: „Ísland tekur vel á móti öllum óháð þjóðerni, trú og kynferði svo lengi sem hreyfifærnin er í lagi. Hjólastólanotendur eru vinsamlegast beðnir um að fara annað.“ Er ekki betra að segja þetta hreint út í staðinn fyrir að fólk komist að þessu þegar það kemur til landsins. Það er til skammar hvað opinberar stofnanir hafa komist upp með. Sjúkratryggingar Íslands til að mynda eru sums staðar í lyftulausu húsnæði og komast upp með það. Mikið er búið að ræða um aðgengi að verslunarhúsnæði, kaffihúsum o.fl. í miðbæ Reykjavíkur, en ekkert gerist. Við höldum bara áfram að líta í hina áttina.Fjarlægjum farartálma Er ásættanlegt að einstaklingar sem hafa lent í miklum hremmingum missi rétt sinn til að vera fullgildir meðlimir í okkar þjóðfélagi? Lítið í eigin barm og veltið fyrir ykkur hvernig líf ykkar yrði ef þið væruð tilneydd til að sitja niðri og gætuð engan veginn staðið upp þó að það væri það sem þið óskið ykkur heitast. Sýnum þeim sem hafa lent í miklum hremmingum að okkur sé í alvöru ekki sama og að við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að þeim líði sem best. Ímyndið ykkur hvernig ykkur liði ef þið væruð í hjólastól og þið gætuð ekki gert hluti einfaldlega vegna þess að það eru nokkrar tröppur, þröskuldar eða eitthvað dót fyrir. Hvernig myndi ykkur líða? Í mínum augum eru öll þau sem búa við hvers konar færnisskerðingu hetjur og það á að koma fram við þau sem slíkar. Allt sem þau þurfa að gera og langar til að gera er miklu flóknara og erfiðara en hjá ófötluðum. Þau eiga alla mína aðdáun og það á að koma fram við þau með virðingu og lotningu sem þau svo sannarlega eiga skilið. Tökum á móti þeim með opnum örmum, fjarlægjum farartálma og reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta þeim lífið. Eitt af því er að hleypa þeim inn til okkar. Þið sem getið tekið á móti öllum verið stolt af sjálfum ykkur, þið hin getið skammast ykkur. Þið eigið þátt í að gera líf þessara einstaklinga óbærilegt. Þið eruð vond við fólkið sem þið finnið til með. Munið að enginn ætlar sér að verða veikur eða lenda í slysi og þið getið verið næst. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Gerum íslenskt samfélag samfélag fyrir alla og þá meina ég alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári koma fréttir af ungu fólki á öllum aldri sem hefur lent í slysum eða orðið alvarlega veikt. Einstaklingar sem sitja uppi með varanlega fötlun. Þessar fréttir taka á og fólk hefur mikla samúð með viðkomandi. Þrátt fyrir að við viljum styðja við bakið á þessu fólki þá er þjóðfélagið okkar langt frá því að vera tilbúið að taka á móti þeim. Aðgengismál t.d. eru til háborinnar skammar og hógværð hjólastólanotenda er stórmerkileg. Í nýlegri frétt í Fréttablaðinu stóð orðrétt „bensínstöðvar eru nauðsynlegar fötluðum“? og að fatlaðir einstaklingar þurfa að plana hvert þeir fara með tilliti til þess hvar salerni eru aðgengileg. Hvað þýða svona fullyrðingar? Jú, að það er ekki sjálfgefið að einstaklingur í hjólastól eigi að komast út um allt. Við státum okkur af því að vera umbyrðarlynd og viljum vera góð við allt og alla og auðvitað eru allir velkomnir eða hvað? Hvað með fatlaða? Eigum við að auglýsa erlendis: „Ísland tekur vel á móti öllum óháð þjóðerni, trú og kynferði svo lengi sem hreyfifærnin er í lagi. Hjólastólanotendur eru vinsamlegast beðnir um að fara annað.“ Er ekki betra að segja þetta hreint út í staðinn fyrir að fólk komist að þessu þegar það kemur til landsins. Það er til skammar hvað opinberar stofnanir hafa komist upp með. Sjúkratryggingar Íslands til að mynda eru sums staðar í lyftulausu húsnæði og komast upp með það. Mikið er búið að ræða um aðgengi að verslunarhúsnæði, kaffihúsum o.fl. í miðbæ Reykjavíkur, en ekkert gerist. Við höldum bara áfram að líta í hina áttina.Fjarlægjum farartálma Er ásættanlegt að einstaklingar sem hafa lent í miklum hremmingum missi rétt sinn til að vera fullgildir meðlimir í okkar þjóðfélagi? Lítið í eigin barm og veltið fyrir ykkur hvernig líf ykkar yrði ef þið væruð tilneydd til að sitja niðri og gætuð engan veginn staðið upp þó að það væri það sem þið óskið ykkur heitast. Sýnum þeim sem hafa lent í miklum hremmingum að okkur sé í alvöru ekki sama og að við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að þeim líði sem best. Ímyndið ykkur hvernig ykkur liði ef þið væruð í hjólastól og þið gætuð ekki gert hluti einfaldlega vegna þess að það eru nokkrar tröppur, þröskuldar eða eitthvað dót fyrir. Hvernig myndi ykkur líða? Í mínum augum eru öll þau sem búa við hvers konar færnisskerðingu hetjur og það á að koma fram við þau sem slíkar. Allt sem þau þurfa að gera og langar til að gera er miklu flóknara og erfiðara en hjá ófötluðum. Þau eiga alla mína aðdáun og það á að koma fram við þau með virðingu og lotningu sem þau svo sannarlega eiga skilið. Tökum á móti þeim með opnum örmum, fjarlægjum farartálma og reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta þeim lífið. Eitt af því er að hleypa þeim inn til okkar. Þið sem getið tekið á móti öllum verið stolt af sjálfum ykkur, þið hin getið skammast ykkur. Þið eigið þátt í að gera líf þessara einstaklinga óbærilegt. Þið eruð vond við fólkið sem þið finnið til með. Munið að enginn ætlar sér að verða veikur eða lenda í slysi og þið getið verið næst. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Gerum íslenskt samfélag samfélag fyrir alla og þá meina ég alla.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun