Flottustu strætóskýlin Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2014 15:05 Eitt strætóskýlanna frumlegu. Bær einn í Austurríki heitir Krumbach og þar búa 1.000 manns. Þar eru samt samankomin ein frumlegustu og flottustu strætóskýli heims. Tilvist þeirra má rekja til þess að bæjarstjórnin í Krumbach skipti við eina 7 arkitekta á vikulangri lúxusdvöl í bænum og hönnun á strætóskýlum. Arkitektarnir koma frá hinum ýmsu heimshornum eins og Chile og Japan, enda eru þau æði ólík. Ekki er víst að sum af þessum skýlum yrðu af miklu gagni á okkar vindasama landi, en það er víst oftar logn í Austurríki en á Íslandi. Ljóst mun einnig vera að útgangspunktur arkitektanna var ekki umfram allt notagildi og virðist að útlit þeirra og frumlegheit hafi verið rauði þráðurinn. Fyrir vikið eru þau einmitt svo flott. Fleiri mættu fara að dæmi bæjarstjórnarinnar í Krumbach. Sjá má öll þessu frumlegu skýli hér að neðan. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent
Bær einn í Austurríki heitir Krumbach og þar búa 1.000 manns. Þar eru samt samankomin ein frumlegustu og flottustu strætóskýli heims. Tilvist þeirra má rekja til þess að bæjarstjórnin í Krumbach skipti við eina 7 arkitekta á vikulangri lúxusdvöl í bænum og hönnun á strætóskýlum. Arkitektarnir koma frá hinum ýmsu heimshornum eins og Chile og Japan, enda eru þau æði ólík. Ekki er víst að sum af þessum skýlum yrðu af miklu gagni á okkar vindasama landi, en það er víst oftar logn í Austurríki en á Íslandi. Ljóst mun einnig vera að útgangspunktur arkitektanna var ekki umfram allt notagildi og virðist að útlit þeirra og frumlegheit hafi verið rauði þráðurinn. Fyrir vikið eru þau einmitt svo flott. Fleiri mættu fara að dæmi bæjarstjórnarinnar í Krumbach. Sjá má öll þessu frumlegu skýli hér að neðan.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent