Eini Ferrari pallbíllinn Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2014 16:12 Góður fyrir iðnaðarmenn. Ferrari hefur ekki enn smíðað pallbíla, en það fannst Ultimate Wheels, sem þekkt er fyrir undarlegar breytingar á bílum, alveg ómögulegt. Bíllinn er 1989 árgerðin af Ferrari 412 og eigandi hans er eigandinn af London Motor Museum. Ekkert var til sparað við að breyta honum í pallbíl og er til að mynda pallurinn með tekkklæðningu, líkt og á alvöru lúxussnekkju. Teknir voru 30 cm ofanaf afturhluta bílsins, en pallurinn er ekki nema tæpur einn metri á lengd. Ultimate Wheels breytti ýmsu fleiru í bílnum og er hann með nýtt útblásturskerfi þar sem velja má á milli hljóðsins sem frá honum kemur, öskrandi druna beint frá öflugri vélinni eða mun hæverskari og hljóðlátari hljóms. Komið er öflugt Bang og Olufsen hljóðkerfi í bílinn og einhverra hluta vegna er komið afar einkennilegt loftinntak („scoop“) á húddið á bílnum. Hver hefur sinn smekk, en erfitt væri að viðurkenna að þessar breytingar hafi jákvæð áhrif á annars þennan fallega bíl, þó vandað hafi verið til verks. Laglegasti pallur úr tekki. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent
Ferrari hefur ekki enn smíðað pallbíla, en það fannst Ultimate Wheels, sem þekkt er fyrir undarlegar breytingar á bílum, alveg ómögulegt. Bíllinn er 1989 árgerðin af Ferrari 412 og eigandi hans er eigandinn af London Motor Museum. Ekkert var til sparað við að breyta honum í pallbíl og er til að mynda pallurinn með tekkklæðningu, líkt og á alvöru lúxussnekkju. Teknir voru 30 cm ofanaf afturhluta bílsins, en pallurinn er ekki nema tæpur einn metri á lengd. Ultimate Wheels breytti ýmsu fleiru í bílnum og er hann með nýtt útblásturskerfi þar sem velja má á milli hljóðsins sem frá honum kemur, öskrandi druna beint frá öflugri vélinni eða mun hæverskari og hljóðlátari hljóms. Komið er öflugt Bang og Olufsen hljóðkerfi í bílinn og einhverra hluta vegna er komið afar einkennilegt loftinntak („scoop“) á húddið á bílnum. Hver hefur sinn smekk, en erfitt væri að viðurkenna að þessar breytingar hafi jákvæð áhrif á annars þennan fallega bíl, þó vandað hafi verið til verks. Laglegasti pallur úr tekki.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent