Honda Civic Type R í París Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 15:02 Honda Civic Type R er reffilegur að sjá. Honda hefur ekki framleitt kraftaköggulinn Civic Type R frá því árið 2010, en hann er aftur að koma á markað í byrjun næsta árs eftir 5 ára framleiðsluhlé. Honda ætlar að sýna almenningi bílinn á bílasýningunni í París í þessari viku. Nýr Honda Civic Type R verður að sögn Honda manna „meira“ en 276 hestöfl sem fást úr fjögurra strokka og 2,0 lítra vél með forþjöppu. Það markar viss tímamót hjá Honda að notast við forþjöppu í þessum bíl, en það hefur Honda hingað til ekki gert. Honda ætlar að nota þessa fjögurra strokka vél í fleiri gerðir bíla sinna og skipta til dæmis út 6 strokka vélum í Ameríkugerðum Honda Accord og CR-V fyrir þessa nýju tveggja lítra vél með forþjöppu. Er það gert til að minnkað eyðslu bílanna. Honda ætlar að taka nýjan Type R bíl á Nürburgring kappakstursbrautina og reyna að slá besta brautartíma framdrifinna fjöldaframleiðslubíla. Bíllinn sem Honda ætlar að sýna í París verður að öllum líkindum hin endanlega útgáfa Type R, en sala á bílnum mun hefjast fljótlega á næsta ári. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Honda hefur ekki framleitt kraftaköggulinn Civic Type R frá því árið 2010, en hann er aftur að koma á markað í byrjun næsta árs eftir 5 ára framleiðsluhlé. Honda ætlar að sýna almenningi bílinn á bílasýningunni í París í þessari viku. Nýr Honda Civic Type R verður að sögn Honda manna „meira“ en 276 hestöfl sem fást úr fjögurra strokka og 2,0 lítra vél með forþjöppu. Það markar viss tímamót hjá Honda að notast við forþjöppu í þessum bíl, en það hefur Honda hingað til ekki gert. Honda ætlar að nota þessa fjögurra strokka vél í fleiri gerðir bíla sinna og skipta til dæmis út 6 strokka vélum í Ameríkugerðum Honda Accord og CR-V fyrir þessa nýju tveggja lítra vél með forþjöppu. Er það gert til að minnkað eyðslu bílanna. Honda ætlar að taka nýjan Type R bíl á Nürburgring kappakstursbrautina og reyna að slá besta brautartíma framdrifinna fjöldaframleiðslubíla. Bíllinn sem Honda ætlar að sýna í París verður að öllum líkindum hin endanlega útgáfa Type R, en sala á bílnum mun hefjast fljótlega á næsta ári.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent