Tesla hyggst framleiða í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2014 14:30 Tesla Model S rafmagnsbíllinn. Áform eru uppi hjá bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla að opna samsetningarverksmiðju í Evrópu. Ekki er tiltekið í hvaða landi það verður gert. Elon Musk forstjóri Tesla telur að þegar sala Tesla bíla verði komin í 160.000 bíla á ári sé einmitt kominn tími á að opna verksmiðju í Evrópu og þegar hún fer að nálgast 500.000 bíla sé ástæða til að opna einnig verksmiðju í Kína. Tesla ætlar einnig að setja upp rannsóknar- og þróunarstöð í Bretlandi, annaðhvort á næsta ári eða árið 2016. Í Tilburg í Hollandi eru nú rafhlöður settar í þá Tesla bíla sem seldir eru í Evrópu og þar ætlar Tesla að stækka verulega við sig á næstunni. Tesla ætlar að auka sölu Tesla bíla um 56% á þessu ári. Fyrstu 4 mánuði ársins hefur Tesla selt 3.467 bíla í Evrópu, en á sama tíma seldust 2.050 Tesla bílar í Bandaríkjunum. Elon Musk telur að með tímanum muni álíka mikið seljast af bílum í Evrópu, Bandaríkjunum og í Kína og önnur svæði í heiminum bæti að auki umtalsvert við söluna. Tesla mun kynna jepplinginn Model X á öðrum árfjórðungi næsta árs og sá bíll muni auka sölu fyrirtækisins til muna. Eftir um 3 ár mun Tesla síðan hefja sölu á minni og ódýrari fólksbíl en núverandi Model S og verður kaupverð hans um 4,8 milljónir króna í Bandaríkjunum. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Áform eru uppi hjá bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla að opna samsetningarverksmiðju í Evrópu. Ekki er tiltekið í hvaða landi það verður gert. Elon Musk forstjóri Tesla telur að þegar sala Tesla bíla verði komin í 160.000 bíla á ári sé einmitt kominn tími á að opna verksmiðju í Evrópu og þegar hún fer að nálgast 500.000 bíla sé ástæða til að opna einnig verksmiðju í Kína. Tesla ætlar einnig að setja upp rannsóknar- og þróunarstöð í Bretlandi, annaðhvort á næsta ári eða árið 2016. Í Tilburg í Hollandi eru nú rafhlöður settar í þá Tesla bíla sem seldir eru í Evrópu og þar ætlar Tesla að stækka verulega við sig á næstunni. Tesla ætlar að auka sölu Tesla bíla um 56% á þessu ári. Fyrstu 4 mánuði ársins hefur Tesla selt 3.467 bíla í Evrópu, en á sama tíma seldust 2.050 Tesla bílar í Bandaríkjunum. Elon Musk telur að með tímanum muni álíka mikið seljast af bílum í Evrópu, Bandaríkjunum og í Kína og önnur svæði í heiminum bæti að auki umtalsvert við söluna. Tesla mun kynna jepplinginn Model X á öðrum árfjórðungi næsta árs og sá bíll muni auka sölu fyrirtækisins til muna. Eftir um 3 ár mun Tesla síðan hefja sölu á minni og ódýrari fólksbíl en núverandi Model S og verður kaupverð hans um 4,8 milljónir króna í Bandaríkjunum.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent