Utan vallar: Aron vinnur leikinn ekki einn Guðjón Guðmundsson skrifar 14. júní 2014 08:00 Guðjón Guðmundsson. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í handbolta leikur einn sinn mikilvægasta leik frá því í júní 2008 þegar liðið mætir Bosníumönnum á sunnudaginn í Laugardalshöll. Í húfi er farseðillinn á HM í Katar á næsta ári en það væri hreinlega óásættanlegt fyrir Ísland að tryggja sér ekki sæti í lokakeppninni. Ísland tapaði með eins marks mun í fyrri leiknum í Bosníu þar sem strákarnir okkar köstuðu frá sér sigrinum á lokakafla leiksins. Í stöðunni 27-23 gerðu íslensku strákarnir sig seka um mýgrút mistaka þar sem liðið tapaði boltanum trekk í trekk. Bosníumenn refsuðu grimmt og unnu lokakaflann, 10-5. Sömu mistök verða ekki leyfð í Höllinni. Hvað gerðist á þessum „slæma kafla“? Jú, Bosnía breytti um varnarleik og spilaði með framliggjandi „indíána“ eða það sem flestir þekkja sem 5+1-varnarleik. Við það datt allur botn úr sóknarleik Íslands og Bosníumenn keyrðu í bakið á okkar mönnum og refsuðu sem fyrr segir. Liðið verður að undirbúa sig betur fyrir seinni leikinn og geta svarað þeim óvæntu stöðum sem koma upp. Í heildina var leikur Íslands í fyrri leiknum ágætur. Sóknarleikurinn var lengst af góður en varnarleikurinn kaflaskiptur. Vörnin hélt lengi vel en ekki var laust við að þreyta hefði sagt til sín síðasta korterið. Stóra vandamálið var þó markvarslan sem var undir meðallagi. Í leikjum í undankeppnum og á stórmótum er allt undir 35 prósent markvarsla hjá liði sem telur sig vera í heimsklassa óboðleg. Beiti Bosníumenn sömu leikaðferð í Höllinni er ljóst að Ísland þarf að spila agaðan leik með innleysingum. Lykilatriðið er að boltanum verði ekki troðið inn á línu í vonlausri stöðu þar sem hann tapast og við fáum mörk á okkur í bakið. Sú var raunin í Sarajevo. Miklar vonir eru bundnar við að Aron Pálmarsson geti tekið einhvern þátt í seinni leiknum. Það yrði svo sannarlega kostur. Hafa ber þó í huga að Aron Pálmarsson er hluti af liðinu. Hann styrkir liðið og það styrkir hann. Handbolti er leikur liðsheildar – ekki einstaklinga. Eini einstaklingurinn sem getur hjálpað strákunum okkar á sunnudaginn ert þú, áhorfandi góður. Ísland þarf að vinna með tveimur mörkum til að komast á HM 2015 og þú getur leikið lykilhlutverk í því ævintýri. Er það eitthvað sem þú ætlar virkilega að missa af? Handbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta leikur einn sinn mikilvægasta leik frá því í júní 2008 þegar liðið mætir Bosníumönnum á sunnudaginn í Laugardalshöll. Í húfi er farseðillinn á HM í Katar á næsta ári en það væri hreinlega óásættanlegt fyrir Ísland að tryggja sér ekki sæti í lokakeppninni. Ísland tapaði með eins marks mun í fyrri leiknum í Bosníu þar sem strákarnir okkar köstuðu frá sér sigrinum á lokakafla leiksins. Í stöðunni 27-23 gerðu íslensku strákarnir sig seka um mýgrút mistaka þar sem liðið tapaði boltanum trekk í trekk. Bosníumenn refsuðu grimmt og unnu lokakaflann, 10-5. Sömu mistök verða ekki leyfð í Höllinni. Hvað gerðist á þessum „slæma kafla“? Jú, Bosnía breytti um varnarleik og spilaði með framliggjandi „indíána“ eða það sem flestir þekkja sem 5+1-varnarleik. Við það datt allur botn úr sóknarleik Íslands og Bosníumenn keyrðu í bakið á okkar mönnum og refsuðu sem fyrr segir. Liðið verður að undirbúa sig betur fyrir seinni leikinn og geta svarað þeim óvæntu stöðum sem koma upp. Í heildina var leikur Íslands í fyrri leiknum ágætur. Sóknarleikurinn var lengst af góður en varnarleikurinn kaflaskiptur. Vörnin hélt lengi vel en ekki var laust við að þreyta hefði sagt til sín síðasta korterið. Stóra vandamálið var þó markvarslan sem var undir meðallagi. Í leikjum í undankeppnum og á stórmótum er allt undir 35 prósent markvarsla hjá liði sem telur sig vera í heimsklassa óboðleg. Beiti Bosníumenn sömu leikaðferð í Höllinni er ljóst að Ísland þarf að spila agaðan leik með innleysingum. Lykilatriðið er að boltanum verði ekki troðið inn á línu í vonlausri stöðu þar sem hann tapast og við fáum mörk á okkur í bakið. Sú var raunin í Sarajevo. Miklar vonir eru bundnar við að Aron Pálmarsson geti tekið einhvern þátt í seinni leiknum. Það yrði svo sannarlega kostur. Hafa ber þó í huga að Aron Pálmarsson er hluti af liðinu. Hann styrkir liðið og það styrkir hann. Handbolti er leikur liðsheildar – ekki einstaklinga. Eini einstaklingurinn sem getur hjálpað strákunum okkar á sunnudaginn ert þú, áhorfandi góður. Ísland þarf að vinna með tveimur mörkum til að komast á HM 2015 og þú getur leikið lykilhlutverk í því ævintýri. Er það eitthvað sem þú ætlar virkilega að missa af?
Handbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira