Að þessu sinni gerist leikurinn ári á eftir atburðum Arkham City og hefur Fuglahræðan sameinað alla helstu óvini Batman.
Auk þess að leikurinn gerist á mun stærra svæði en áður hafa Rocksteady Studios bætt við leðurblökubílnum. Nánar má sjá um hann í myndböndunum hér að neðan.

„Hann á svo mörg góð atriði úr fyrsta leiknum, að hafa hann aftur sem óvin er mjög flott. Hann í raun spegilmynd Batman, þar sem þeir nota bæði ótta sem helsta vopn sitt.“
Batman: Arkham Knight kemur út á PS4, Xbox One og PC 2. júní á næsta ári.

