Barátta Illuga Gunnarssonar gegn ólæsi Jón Kalman Stefánsson skrifar 18. september 2014 07:00 Hvað er það sem framar öðru gerir okkur að þjóð, og sem bindur okkur saman? Ég held að svarið blasi við, að það sé tungumálið. Íslenskan. Ég er ekki að segja að íslenskan sé mikilvægari, merkilegri en önnur tungumál, en hún er okkar, og við erum þjóð meðan við höfum íslenskuna. Margar aðrar þjóðir gera sér grein fyrir mikilvægi tungumálsins og leggja mikið upp úr því að vernda það og styrkja með öllum ráðum. Meðal annars með því að leggja sem minnstar hömlur á bókaútgáfu, það er nefnilega í gegnum bækur sem tungumálið vex, dafnar og viðhelst. Hver þjóð hefur sinn háttinn á að sýna þann vilja í verki, Frakkar veita þeim sem ætla að opna nýja bókabúð sérlega hagstæð lán, og langflestar Evrópuþjóðir eru með undir 7% virðisaukaskatt á bókum – og Bretar, Írar, Úkraínumenn og Norðmenn með 0 prósent. Við höfum verið með 7%, frá 2007, en nú boðar ríkisstjórn hækkun upp í 12 prósent – og setur okkur þar með í hóp skussanna, þeirra fjögurra þjóða sem eru með jafn háan eða hærri skatt. Og hjá öllum þeim þjóðum á bókaútgáfan í miklum erfiðleikum.Aukinn kostnaður við nám Þegar aukinn skattur er lagður á atvinnugrein, er væntanlega hugað vandlega að því hvort það gangi nokkuð svo nærri henni að skaði hljótist af. Þessvegna ákvað núverandi ríkisstjórn til að mynda að lækka veiðigjöld á sjávarútveg, mat það svo að sú grein væri of viðkvæm, jafnvel þótt þrjú stærstu fyrirtækin séu að skila 10-22 milljarða hagnaði. Maður veltir fyrir sér hvort fjármálaráðherra okkar, Bjarni Benediktsson, hafi lagt jafnmikla alúð við að meta þau áhrif sem 5% hækkun á virðisauka gæti haft á bókaútgáfuna, sem er viðkvæm grein, veltan það lítil að smáar upphæðir til eða frá geta haft djúptækar afleiðingar; aukinn virðisaukaskattur gæti veitt smærri bókaútgáfum náðarhöggið. Fyrir utan þau áhrif sem hækkunin hefði á verð allra bóka, ekki bara sem heyra undir skáldskap, heldur líka skólabækur – með þessu væri ríkisstjórnin ekki einvörðungu að veita viðkvæmri, en mikilvægri atvinnugrein þungt högg, heldur í viðbót að auka kostnað allra heimila við nám barna sinna og þrengja ennfrekar að námsfólki við háskólana.Heróp Illuga? Bretar, Írar og Norðmenn leggja engan virðisaukaskatt á bækur – og hafa Írar þó farið í gegnum enn þyngri sjó af erfiðleikum en við síðustu árin. Hversvegna? Jú, þeir gera sér grein fyrir því að styrkur hverrar þjóðar liggur í menningunni, í tungumálinu. Norðmenn og Írar eru stoltir af bókmenntaarfi sínum, en þeir vita að í heimi hraða, tækni og áreitis er bóklestur og sjálft tungumálið í stöðugri hættu, og að helsta andsvarið við minnkandi lestri barna liggur í öflugri bókaútgáfu – og því að halda verði bóka niðri. Gera sér grein fyrir því að þegar kemur að menningu svigna rök hagfræðinnar, eða eins og frægur maður sagði: „Sá sem ætlar sér að leggja mælikvarða debets og kredits á menningu, veit einfaldlega ekki hvað menning er, skilur ekki fyrir hvað hún stendur.“ Vita forystumenn ríkisstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð, Illugi Gunnarsson, Eygló Harðardóttir, og öll hin, fyrir hvað menningin stendur? Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fer nú um sveitir landsins og lýsir yfir áhyggjum sínum af minnkandi lestri barna, og þeirri staðreynd að börnin okkar verði sífellt verr læs, skilningur þeirra á tungumálinu fari þar með þverrandi – styður hann fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskattinum? Telur hann að hækkað bókaverð og gjaldþrot smærri bókaútgáfa sé heppilegt vopn í baráttunni gegn ólæsi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er það sem framar öðru gerir okkur að þjóð, og sem bindur okkur saman? Ég held að svarið blasi við, að það sé tungumálið. Íslenskan. Ég er ekki að segja að íslenskan sé mikilvægari, merkilegri en önnur tungumál, en hún er okkar, og við erum þjóð meðan við höfum íslenskuna. Margar aðrar þjóðir gera sér grein fyrir mikilvægi tungumálsins og leggja mikið upp úr því að vernda það og styrkja með öllum ráðum. Meðal annars með því að leggja sem minnstar hömlur á bókaútgáfu, það er nefnilega í gegnum bækur sem tungumálið vex, dafnar og viðhelst. Hver þjóð hefur sinn háttinn á að sýna þann vilja í verki, Frakkar veita þeim sem ætla að opna nýja bókabúð sérlega hagstæð lán, og langflestar Evrópuþjóðir eru með undir 7% virðisaukaskatt á bókum – og Bretar, Írar, Úkraínumenn og Norðmenn með 0 prósent. Við höfum verið með 7%, frá 2007, en nú boðar ríkisstjórn hækkun upp í 12 prósent – og setur okkur þar með í hóp skussanna, þeirra fjögurra þjóða sem eru með jafn háan eða hærri skatt. Og hjá öllum þeim þjóðum á bókaútgáfan í miklum erfiðleikum.Aukinn kostnaður við nám Þegar aukinn skattur er lagður á atvinnugrein, er væntanlega hugað vandlega að því hvort það gangi nokkuð svo nærri henni að skaði hljótist af. Þessvegna ákvað núverandi ríkisstjórn til að mynda að lækka veiðigjöld á sjávarútveg, mat það svo að sú grein væri of viðkvæm, jafnvel þótt þrjú stærstu fyrirtækin séu að skila 10-22 milljarða hagnaði. Maður veltir fyrir sér hvort fjármálaráðherra okkar, Bjarni Benediktsson, hafi lagt jafnmikla alúð við að meta þau áhrif sem 5% hækkun á virðisauka gæti haft á bókaútgáfuna, sem er viðkvæm grein, veltan það lítil að smáar upphæðir til eða frá geta haft djúptækar afleiðingar; aukinn virðisaukaskattur gæti veitt smærri bókaútgáfum náðarhöggið. Fyrir utan þau áhrif sem hækkunin hefði á verð allra bóka, ekki bara sem heyra undir skáldskap, heldur líka skólabækur – með þessu væri ríkisstjórnin ekki einvörðungu að veita viðkvæmri, en mikilvægri atvinnugrein þungt högg, heldur í viðbót að auka kostnað allra heimila við nám barna sinna og þrengja ennfrekar að námsfólki við háskólana.Heróp Illuga? Bretar, Írar og Norðmenn leggja engan virðisaukaskatt á bækur – og hafa Írar þó farið í gegnum enn þyngri sjó af erfiðleikum en við síðustu árin. Hversvegna? Jú, þeir gera sér grein fyrir því að styrkur hverrar þjóðar liggur í menningunni, í tungumálinu. Norðmenn og Írar eru stoltir af bókmenntaarfi sínum, en þeir vita að í heimi hraða, tækni og áreitis er bóklestur og sjálft tungumálið í stöðugri hættu, og að helsta andsvarið við minnkandi lestri barna liggur í öflugri bókaútgáfu – og því að halda verði bóka niðri. Gera sér grein fyrir því að þegar kemur að menningu svigna rök hagfræðinnar, eða eins og frægur maður sagði: „Sá sem ætlar sér að leggja mælikvarða debets og kredits á menningu, veit einfaldlega ekki hvað menning er, skilur ekki fyrir hvað hún stendur.“ Vita forystumenn ríkisstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð, Illugi Gunnarsson, Eygló Harðardóttir, og öll hin, fyrir hvað menningin stendur? Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fer nú um sveitir landsins og lýsir yfir áhyggjum sínum af minnkandi lestri barna, og þeirri staðreynd að börnin okkar verði sífellt verr læs, skilningur þeirra á tungumálinu fari þar með þverrandi – styður hann fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskattinum? Telur hann að hækkað bókaverð og gjaldþrot smærri bókaútgáfa sé heppilegt vopn í baráttunni gegn ólæsi?
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun