Arðsemin felst í réttri samsetningu ferðamanna Brynja Laxdal skrifar 18. september 2014 07:00 Ferðaþjónusta tengd ráðstefnum, fundum, hvataferðum og alþjóðlegum viðburðum er mjög mikilvæg til að tryggja arðsemi greinarinnar. Kostirnir við þessa hópa ferðamanna eru að þeir eyða að meðaltali umtalsvert meira fjármagni en hinn hefðbundni ferðamaður, þeir dreifast yfir allt árið þannig að innviðir nýtast betur og samkvæmt World Tourism Organization þá styður ráðstefnumarkaðurinn við fjárfestingar, nýsköpun, viðskipti og tækniþróun. Árið 2013 komu um 74.000 gestir sem tilheyra þessum markhópi sem er 9,2% af heildarmarkaði ferðamanna og tekjur af þeim til íslenska þjóðarbúsins eru áætlaðar 25 milljarðar árið 2013. Umræða um að auka þurfi hlutfall eyðslumeiri (verðmætra) ferðamanna til Íslands er háværari en áður enda ekki að ástæðulausu þar sem þróunin hefur verið sú að á 10 ára tímabili hafa skatttekjur á hvern ferðamann lækkað um 46% á meðan ferðamönnum hefur fjölgað um 142%. Ýmsar ástæður geta legið að baki, t.a.m. hefur virðisaukaskattur á gistingu lækkað úr 14% í 7%, matarkarfan er ódýrari fyrir erlenda ferðamenn, svört atvinnustarfsemi er talin hafa aukist og meira hefur verið um ódýra ferðatilboðspakka sér í lagi á veturna. Hér er þó betri greiningar þörf. Sé reiknað út vegið meðaltal ráðstefnu-, funda-, hvataferða- og viðburðagesta þá eyða þeir um 63.000 kr./dag á móti 34.500 kr./dag hjá hinum almenna ferðamanni. Í þessu samhengi er rétt að benda á að ef eyðsla á hvern ferðamann er reiknuð út frá heildargjaldeyristekjum frá Hagstofunni þarf að hafa í huga að þær tölur byggja einnig á tekjum af millilandafarþegum og öðrum erlendum farþegum íslenskra flugfélaga sem starfa erlendis og fljúga með farþega milli staða án viðkomu á Íslandi. Tölurnar sem hér eru settar fram taka tillit til þessarar skekkju.Heildstæð stefna aðkallandi Á Íslandi hefur ráðstefnu-, funda-, hvata-, og viðburðaferðamennska vaxið jafnt og þétt en mikil aukning hefur verið síðastliðin ár á þessum sviðum. Sé eingöngu horft til ráðstefnumarkaðarins þá hefur orðið umtalsverð breyting á landslagi alþjóðlegra ráðstefna hér á landi með tilkomu Hörpu. Ef teknar eru allar stórar ráðstefnur frá árinu 1977 sem eru með yfir eitt þúsund manns þá hefur árlegur fjöldi þeirra nífaldast frá því að Harpa var opnuð árið 2011. Það er hraustleg innspýting fyrir hagkerfi landsins. Í framtíðinni er ljóst að skoða þarf hver sé besta samsetningin af ferðamönnum til Íslands til að tryggja arðsemi, ekki bara vöxt. Það segir sig sjálft að það er aðkallandi að setja fram heildstæða stefnu innan ferðaþjónustunnar enda aflar hún meiri gjaldeyristekna en sjávarútvegurinn og álframleiðslan. Brýnt er að stórefla rannsóknir á ráðstefnu-, hvata- og viðburðamarkaðnum þar sem upplýsingarnar eru stór þáttur í nýsköpun innan ferðaþjónustunnar og um leið mikilvægt tæki til að meta samkeppnishæfni Íslands á þessum markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta tengd ráðstefnum, fundum, hvataferðum og alþjóðlegum viðburðum er mjög mikilvæg til að tryggja arðsemi greinarinnar. Kostirnir við þessa hópa ferðamanna eru að þeir eyða að meðaltali umtalsvert meira fjármagni en hinn hefðbundni ferðamaður, þeir dreifast yfir allt árið þannig að innviðir nýtast betur og samkvæmt World Tourism Organization þá styður ráðstefnumarkaðurinn við fjárfestingar, nýsköpun, viðskipti og tækniþróun. Árið 2013 komu um 74.000 gestir sem tilheyra þessum markhópi sem er 9,2% af heildarmarkaði ferðamanna og tekjur af þeim til íslenska þjóðarbúsins eru áætlaðar 25 milljarðar árið 2013. Umræða um að auka þurfi hlutfall eyðslumeiri (verðmætra) ferðamanna til Íslands er háværari en áður enda ekki að ástæðulausu þar sem þróunin hefur verið sú að á 10 ára tímabili hafa skatttekjur á hvern ferðamann lækkað um 46% á meðan ferðamönnum hefur fjölgað um 142%. Ýmsar ástæður geta legið að baki, t.a.m. hefur virðisaukaskattur á gistingu lækkað úr 14% í 7%, matarkarfan er ódýrari fyrir erlenda ferðamenn, svört atvinnustarfsemi er talin hafa aukist og meira hefur verið um ódýra ferðatilboðspakka sér í lagi á veturna. Hér er þó betri greiningar þörf. Sé reiknað út vegið meðaltal ráðstefnu-, funda-, hvataferða- og viðburðagesta þá eyða þeir um 63.000 kr./dag á móti 34.500 kr./dag hjá hinum almenna ferðamanni. Í þessu samhengi er rétt að benda á að ef eyðsla á hvern ferðamann er reiknuð út frá heildargjaldeyristekjum frá Hagstofunni þarf að hafa í huga að þær tölur byggja einnig á tekjum af millilandafarþegum og öðrum erlendum farþegum íslenskra flugfélaga sem starfa erlendis og fljúga með farþega milli staða án viðkomu á Íslandi. Tölurnar sem hér eru settar fram taka tillit til þessarar skekkju.Heildstæð stefna aðkallandi Á Íslandi hefur ráðstefnu-, funda-, hvata-, og viðburðaferðamennska vaxið jafnt og þétt en mikil aukning hefur verið síðastliðin ár á þessum sviðum. Sé eingöngu horft til ráðstefnumarkaðarins þá hefur orðið umtalsverð breyting á landslagi alþjóðlegra ráðstefna hér á landi með tilkomu Hörpu. Ef teknar eru allar stórar ráðstefnur frá árinu 1977 sem eru með yfir eitt þúsund manns þá hefur árlegur fjöldi þeirra nífaldast frá því að Harpa var opnuð árið 2011. Það er hraustleg innspýting fyrir hagkerfi landsins. Í framtíðinni er ljóst að skoða þarf hver sé besta samsetningin af ferðamönnum til Íslands til að tryggja arðsemi, ekki bara vöxt. Það segir sig sjálft að það er aðkallandi að setja fram heildstæða stefnu innan ferðaþjónustunnar enda aflar hún meiri gjaldeyristekna en sjávarútvegurinn og álframleiðslan. Brýnt er að stórefla rannsóknir á ráðstefnu-, hvata- og viðburðamarkaðnum þar sem upplýsingarnar eru stór þáttur í nýsköpun innan ferðaþjónustunnar og um leið mikilvægt tæki til að meta samkeppnishæfni Íslands á þessum markaði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar