Eru tilfinningar til trafala? Hildur Þórðardóttir skrifar 12. mars 2014 07:00 Í menningu okkar eiga allir að vera glaðir, jákvæðir, skemmtilegir og hressir. Það þykir skömm að því að gráta á almannafæri og hvað þá að taka reiðiköst. Fólk á ekki að vera reitt og ef fólk hefur tilhneigingu til að reiðast ætti það að skella sér á reiðistjórnunarnámskeið hið snarasta. Helst eiga tilfinningar ekki að koma daglegu lífi við. Þannig lærir heil þjóð að afneita tilfinningum sínum vegna þess að þær þykja ekki vænlegar til árangurs. Við lærum heilmargar leiðir til að bæla þær eins og áfengisdrykkju, eiturlyfjanotkun, reykingar, geðdeyfðarlyf og fata-, skó- eða græjukaup. Sjónvarpsgláp, tölvuleikir og kynlíf eru líka frábærar leiðir til að hunsa vanlíðan og vaxandi pirring. Tilfinningar eru ekki eitthvað sem við veljum að upplifa, heldur viðbrögð við áföllum, uppákomum og lífinu eins og það kemur. Ef einhver stígur á fótinn á þér bregstu við með því að kippa fætinum undan, æpa, ýta burtu þeim sem steig ofan á þig eða fyllist ótta. Öll viðbrögðin eru réttmæt og fara eftir hversu oft hefur verið stigið á fótinn á þér áður. Á sama hátt eru allar tilfinningar réttmætar. Hvort þú bregst við með skilningi, ótta, kvíða, depurð, höfnunartilfinningu, kærleika eða reiði fer eftir hversu margar óuppgerðar tilfinningar þú geymir. Hafir þú búið við ofbeldi þar sem þú varst sífellt hræddur eru líkur á að þú upplifir ótta í óvæntum aðstæðum. Hafir þú upplifað mikla höfnun er líklegt að þú lítir á allar uppákomur sem höfnun á þér. Við flokkum oft tilfinningar í neikvæðar eða jákvæðar. Þessar jákvæðu eru álitnar í lagi en þessar neikvæðu skulu grafnar djúpt og alls ekki viðurkenndar. En þær neikvæðu eru alveg jafn eðlilegar og hinar jákvæðu og einmitt með því að viðurkenna þær hleypum við þeim út. Ef manneskja upplifir reiði yfir því að einhver gerði á rétt hennar er miklu vænlegra að hún leyfi reiðinni að fá útrás með því að mótmæla. Hún þarf ekki að gera það með yfirgangi eða frekju. Reiði er í raun uppsafnaður pirringur og við könnumst flest við að leyfa pirrandi ástandi að viðgangast því við viljum ekki vera með vesen. Þess vegna gröfum við pirringinn þar til ekki er pláss fyrir meira og við springum. Þá eigum við miklu erfiðara með að stjórna orðum okkar og hættir til að særa. Það er miklu heilbrigðara að segja eitthvað strax. En þegar öll áherslan er á að vera skemmtilegur og glaður er erfitt að vera sá leiðinlegi sem segir hvað honum finnst. Með því að hleypa tilfinningunum út jafnóðum í stað þess að grafa þær inni í okkur náum við betri stjórn á þeim. Hreinsum líka út þær tilfinningar sem við höfum hlaðið hvað mest af til að hjálpa okkur að bregðast öðruvísi við. Að hafa taumhald á tilfinningunum þýðir ekki að afneita þeim og þykjast vera alltaf glöð, heldur einmitt að viðurkenna þær og hleypa þeim út strax svo þær verði viðráðanlegri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Sjá meira
Í menningu okkar eiga allir að vera glaðir, jákvæðir, skemmtilegir og hressir. Það þykir skömm að því að gráta á almannafæri og hvað þá að taka reiðiköst. Fólk á ekki að vera reitt og ef fólk hefur tilhneigingu til að reiðast ætti það að skella sér á reiðistjórnunarnámskeið hið snarasta. Helst eiga tilfinningar ekki að koma daglegu lífi við. Þannig lærir heil þjóð að afneita tilfinningum sínum vegna þess að þær þykja ekki vænlegar til árangurs. Við lærum heilmargar leiðir til að bæla þær eins og áfengisdrykkju, eiturlyfjanotkun, reykingar, geðdeyfðarlyf og fata-, skó- eða græjukaup. Sjónvarpsgláp, tölvuleikir og kynlíf eru líka frábærar leiðir til að hunsa vanlíðan og vaxandi pirring. Tilfinningar eru ekki eitthvað sem við veljum að upplifa, heldur viðbrögð við áföllum, uppákomum og lífinu eins og það kemur. Ef einhver stígur á fótinn á þér bregstu við með því að kippa fætinum undan, æpa, ýta burtu þeim sem steig ofan á þig eða fyllist ótta. Öll viðbrögðin eru réttmæt og fara eftir hversu oft hefur verið stigið á fótinn á þér áður. Á sama hátt eru allar tilfinningar réttmætar. Hvort þú bregst við með skilningi, ótta, kvíða, depurð, höfnunartilfinningu, kærleika eða reiði fer eftir hversu margar óuppgerðar tilfinningar þú geymir. Hafir þú búið við ofbeldi þar sem þú varst sífellt hræddur eru líkur á að þú upplifir ótta í óvæntum aðstæðum. Hafir þú upplifað mikla höfnun er líklegt að þú lítir á allar uppákomur sem höfnun á þér. Við flokkum oft tilfinningar í neikvæðar eða jákvæðar. Þessar jákvæðu eru álitnar í lagi en þessar neikvæðu skulu grafnar djúpt og alls ekki viðurkenndar. En þær neikvæðu eru alveg jafn eðlilegar og hinar jákvæðu og einmitt með því að viðurkenna þær hleypum við þeim út. Ef manneskja upplifir reiði yfir því að einhver gerði á rétt hennar er miklu vænlegra að hún leyfi reiðinni að fá útrás með því að mótmæla. Hún þarf ekki að gera það með yfirgangi eða frekju. Reiði er í raun uppsafnaður pirringur og við könnumst flest við að leyfa pirrandi ástandi að viðgangast því við viljum ekki vera með vesen. Þess vegna gröfum við pirringinn þar til ekki er pláss fyrir meira og við springum. Þá eigum við miklu erfiðara með að stjórna orðum okkar og hættir til að særa. Það er miklu heilbrigðara að segja eitthvað strax. En þegar öll áherslan er á að vera skemmtilegur og glaður er erfitt að vera sá leiðinlegi sem segir hvað honum finnst. Með því að hleypa tilfinningunum út jafnóðum í stað þess að grafa þær inni í okkur náum við betri stjórn á þeim. Hreinsum líka út þær tilfinningar sem við höfum hlaðið hvað mest af til að hjálpa okkur að bregðast öðruvísi við. Að hafa taumhald á tilfinningunum þýðir ekki að afneita þeim og þykjast vera alltaf glöð, heldur einmitt að viðurkenna þær og hleypa þeim út strax svo þær verði viðráðanlegri.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun