Betri jafnréttisumræðu Þórarinn Hjartarson skrifar 12. mars 2014 07:00 Umræða um jafnrétti gæti verið betri á margan hátt. Mikið er um alhæfingar og oft fara samræður langt út fyrir efnið og snúast upp í algjöra steypu. Síðustu áratugi hafa jafnréttissinnar, femínistar og konur náð miklum árangri. Konur og karlar eru að formi til jöfn á flestum ef ekki öllum sviðum samfélagsins. Sjálfur tel ég mig ekki vera femínista heldur jafnréttissinna. Það er ekki út af því að ég sé ekki hlynntur femínisma sem jafnréttisstefnu heldur finnst mér birtingarmynd femínisma ekki alltaf standa undir orðinu jafnrétti. Ég ólst upp með eldri systur, móður og föður, og mér finnst fráleitt að við búum ekki öll við sömu kjör og aðstöðu. Það finnst mér ekki falla undir femínisma heldur jafnréttisstefnu. Femínistar berjast fyrst og fremst fyrir kjörum kvenna, án tillits til aðstæðna karla. Ég hef lesið margar góðar greinar eftir fólk sem berst undir merkjum femínisma. En í mörgum tilfellum eru málin sett fram þannig, að karlmenn, eins og þeir leggja sig, séu rót vandans. Þeir sem ganga lengst líta svo á að allir karlmenn séu hættulegir kvenhatararar, sem væru færir um, ef ekki líklegir, til að nauðga konu ef aðstæður byðu upp á það. Eftir því sem ég best veit er þetta ekki raunin. Keppni finnst mér vera orðið sem að einkennir um of jafnréttisbaráttu og jafnréttisumræðuna. Í stað þess að sýna vilja til að leysa tiltekið vandamál er gjarnan bent á eitthvað annað vandamál sem eins konar afsökun fyrir aðgerðarleysi. Líkt og kapphlaup þar sem aðeins einn getur unnið, eitt útilokar annað. Sem dæmi, þá las ég pistil um daginn, þar sem höfundi fannst óskiljanlegt að framhaldsskólakennarar væru að fara í verkfall vegna þess að við ættum frekar að einbeita okkur að því að jafna kjör karla og kvenna í samfélaginu. Með öðrum orðum, ýta því vandamáli að framhaldsskólakennarar séu með lág laun til hliðar vegna annars vandamáls. Annað dæmi. Þegar talað er um að skólaganga drengja gangi verr en stelpna, eða að ungir menn séu líklegri til að fremja sjálfsmorð en ungar konur, þá er iðulega farið að ræða um einhver önnur vandamál, tengd stúlkum, eins og til að gera lítið úr vandamáli drengja eða afsaka aðgerðarleysi. Svona eru tekin ótalmörg vandamál þar sem að annað kynið þarf að líða meira fyrir en hitt kynið. Liðinu er skipt upp: Karlar vs. konur. Í stað þess að vera: Karlar og konur vs. vandamál Mörg vandamál varða mismunandi stöðu kynjanna á ýmsum sviðum jafnréttis. Við ættum að taka á þeim öllum, óháð kyni, kynhneigð, uppruna eða öðru sem gerir okkur ólík hverju öðru. Viðhorf í samfélaginu til kynferðislegrar áreitni eru bundin mikilli einstefnu, þó svo að það hafi skánað á seinustu árum. Ef karlmaður verður fyrir kynferðislegu áreiti eru viðbrögðin við því oft: „Karlmenn vilja láta koma svona fram við sig“ eða „Konur upplifa miklu frekar kynferðislega áreitni heldur en karlar“. Dæmi um þetta er myndband sem náðist á öryggismyndavél og fór um veraldarvefinn fyrir ekki svo löngu. Þar sást til stelpu og stráks inni á salerni á skemmtistað vera að kyssast. Líða nokkrar sekúndur og stelpan reynir að fara inn á kynfæri stráksins. Hann sýnir henni augljósa neitun, en þá byrjar stúlkan að berja hann. Hún reynir ítrekað að káfa á kynfærum hans og heldur áfram að kyssa hann. Og lemur hann í hvert skipti sem hann reynir að varna því að hún káfi á honum. Þetta endar svo, að hún strunsar út eftir að hafa lamið hann og hann liggur í jörðinni. Þetta myndband var birt á mörgum veggjum á Facebook, og voru ummælin mörg í þessa áttina : „Haha, loksins fær karlmaðurinn það sem hann á skilið og stelpunni ekki nauðgað“ „You go girl“ „Vá, djöfuls aumingi að geta ekki varið sig gagnvart stelpu“ Ef dæmið hefði verið öfugt, það er strákur að áreita stúlku, þá held ég að ummælin hefðu verið á annan veg. Sem betur fer, reyndar. Karlmenn sem verða fyrir kynferðislegu áreiti verða oft aðhlátursefni. Af þeim sökum eru mjög líklega mun færri karlmenn sem þora að stíga fram og tilkynna slíkan verknað. Umræða um jafnrétti gæti verið gjöfulli og árangursríkari. Sem betur fer eru margir á þeirri skoðun. Sjá t.d. þennan pistil:https://m.visir.is/forsida/Frett?ArticleID=2014702059948 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Umræða um jafnrétti gæti verið betri á margan hátt. Mikið er um alhæfingar og oft fara samræður langt út fyrir efnið og snúast upp í algjöra steypu. Síðustu áratugi hafa jafnréttissinnar, femínistar og konur náð miklum árangri. Konur og karlar eru að formi til jöfn á flestum ef ekki öllum sviðum samfélagsins. Sjálfur tel ég mig ekki vera femínista heldur jafnréttissinna. Það er ekki út af því að ég sé ekki hlynntur femínisma sem jafnréttisstefnu heldur finnst mér birtingarmynd femínisma ekki alltaf standa undir orðinu jafnrétti. Ég ólst upp með eldri systur, móður og föður, og mér finnst fráleitt að við búum ekki öll við sömu kjör og aðstöðu. Það finnst mér ekki falla undir femínisma heldur jafnréttisstefnu. Femínistar berjast fyrst og fremst fyrir kjörum kvenna, án tillits til aðstæðna karla. Ég hef lesið margar góðar greinar eftir fólk sem berst undir merkjum femínisma. En í mörgum tilfellum eru málin sett fram þannig, að karlmenn, eins og þeir leggja sig, séu rót vandans. Þeir sem ganga lengst líta svo á að allir karlmenn séu hættulegir kvenhatararar, sem væru færir um, ef ekki líklegir, til að nauðga konu ef aðstæður byðu upp á það. Eftir því sem ég best veit er þetta ekki raunin. Keppni finnst mér vera orðið sem að einkennir um of jafnréttisbaráttu og jafnréttisumræðuna. Í stað þess að sýna vilja til að leysa tiltekið vandamál er gjarnan bent á eitthvað annað vandamál sem eins konar afsökun fyrir aðgerðarleysi. Líkt og kapphlaup þar sem aðeins einn getur unnið, eitt útilokar annað. Sem dæmi, þá las ég pistil um daginn, þar sem höfundi fannst óskiljanlegt að framhaldsskólakennarar væru að fara í verkfall vegna þess að við ættum frekar að einbeita okkur að því að jafna kjör karla og kvenna í samfélaginu. Með öðrum orðum, ýta því vandamáli að framhaldsskólakennarar séu með lág laun til hliðar vegna annars vandamáls. Annað dæmi. Þegar talað er um að skólaganga drengja gangi verr en stelpna, eða að ungir menn séu líklegri til að fremja sjálfsmorð en ungar konur, þá er iðulega farið að ræða um einhver önnur vandamál, tengd stúlkum, eins og til að gera lítið úr vandamáli drengja eða afsaka aðgerðarleysi. Svona eru tekin ótalmörg vandamál þar sem að annað kynið þarf að líða meira fyrir en hitt kynið. Liðinu er skipt upp: Karlar vs. konur. Í stað þess að vera: Karlar og konur vs. vandamál Mörg vandamál varða mismunandi stöðu kynjanna á ýmsum sviðum jafnréttis. Við ættum að taka á þeim öllum, óháð kyni, kynhneigð, uppruna eða öðru sem gerir okkur ólík hverju öðru. Viðhorf í samfélaginu til kynferðislegrar áreitni eru bundin mikilli einstefnu, þó svo að það hafi skánað á seinustu árum. Ef karlmaður verður fyrir kynferðislegu áreiti eru viðbrögðin við því oft: „Karlmenn vilja láta koma svona fram við sig“ eða „Konur upplifa miklu frekar kynferðislega áreitni heldur en karlar“. Dæmi um þetta er myndband sem náðist á öryggismyndavél og fór um veraldarvefinn fyrir ekki svo löngu. Þar sást til stelpu og stráks inni á salerni á skemmtistað vera að kyssast. Líða nokkrar sekúndur og stelpan reynir að fara inn á kynfæri stráksins. Hann sýnir henni augljósa neitun, en þá byrjar stúlkan að berja hann. Hún reynir ítrekað að káfa á kynfærum hans og heldur áfram að kyssa hann. Og lemur hann í hvert skipti sem hann reynir að varna því að hún káfi á honum. Þetta endar svo, að hún strunsar út eftir að hafa lamið hann og hann liggur í jörðinni. Þetta myndband var birt á mörgum veggjum á Facebook, og voru ummælin mörg í þessa áttina : „Haha, loksins fær karlmaðurinn það sem hann á skilið og stelpunni ekki nauðgað“ „You go girl“ „Vá, djöfuls aumingi að geta ekki varið sig gagnvart stelpu“ Ef dæmið hefði verið öfugt, það er strákur að áreita stúlku, þá held ég að ummælin hefðu verið á annan veg. Sem betur fer, reyndar. Karlmenn sem verða fyrir kynferðislegu áreiti verða oft aðhlátursefni. Af þeim sökum eru mjög líklega mun færri karlmenn sem þora að stíga fram og tilkynna slíkan verknað. Umræða um jafnrétti gæti verið gjöfulli og árangursríkari. Sem betur fer eru margir á þeirri skoðun. Sjá t.d. þennan pistil:https://m.visir.is/forsida/Frett?ArticleID=2014702059948
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun