Skoðun

Úthýsingur

Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar
Ein af birtingarmyndunum á hinu svokallaða „eftir kreppu“-tímabili er að fyrirtæki leitast við að úthýsa afmörkuðum afleiddum verkefnum og spara þannig bæði tíma og peninga sem aftur gerir þeim betur kleift að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni.

Með því að nýta sér möguleikana sem felast í að úthýsa geta fyrirtæki fengið aðgang að sérfræðiþekkingu á við stóra deild, einfaldað rekstur sinn til muna, ásamt því að fara hægar í allar mannaráðningar og breytingar á strúktúr fyrirtækisins.

Tekið kippVerktakar sem slíkir eru ekkert nýir af nálinni en fagaðilar á fyrirtækjamarkaði sem gagngert vinna á þessum forsendum eru nýir af nálinni. Þessi tegund nýsköpunar fellur undir þjónustunýsköpun sem hvort sem er getur verið einstaklingur eða rannsókna- og þjónustudeild innan fyrirtækis. Þau fyrirtæki sem eru fær um að nota nýsköpun til að endurbæta verkferla eða sérhæfa vöru og þjónustu eru oft talin standa betur að vígi en keppinautarnir hvað varðar markaðshlutfall, arðsemi, vöxt og fjárfestingu. Það er því engin furða að þjónusta af þessu tagi hafi tekið kipp upp á síðkastið.

NýsköpunEins og nafnið bendir til er hvers kyns nýsköpun sköpun sem leiðir til nýnæmis hvort sem um er að ræða nýja vöru/þjónustu eða nýjan vinkil á sama. Nýsköpunarferlið sjálft túlkaði hagfræðingurinn Schumpeter, sem var uppi á síðustu öld, sem upphafsbreytu í hagsveiflu þjóðfélagsins. Hans kenning var að þegar nýsköpun kæmi fram á sjónarsviðið yrði ákveðin lækkun á kostnaði, þá aðlagaði markaðurinn sig að því sem áður var ófært og nýsköpun yrði staðreynd. Virðiskeðjan endurnýjaðist í kjölfarið, lestaráhrif kæmu til, fleiri notfærðu sér hina nýju þekkingu sem aftur leiddi af sér samdrátt og kreppu og þá væri þjóðfélagið fyrst tilbúið til að hefja nýsköpun á ný.

HönnunHönnuðir þekkja mætavel bæði til úthýsingar og nýsköpunar. Í upphafi starfsferilsins eru þeir oftar en ekki einyrkjar sem fyrirtæki úthýsa verkefnum til áður en þau átta sig á mikilvægi þeirra í nýsköpun, lausnum og útfærslum sem aftur getur sparað fyrirtækjum mikinn tíma og pening. Hönnun og viðskipti eru nefnilega flottasta parið á ballinu.

Samkvæmt kenningu Schumpeters erum við í upptakti nýrrar hagsveiflu þar sem nýsköpun blómstrar sem aldrei fyrr og flottasta parið býður upp í dans!




Skoðun

Sjá meira


×