Við þurfum að opna á umræðuna Óli Örn Atlason skrifar 14. maí 2014 22:15 Á nýafstaðinni ráðstefnunni Youth on the net í Lúxemborg voru saman komin fulltrúar tölvu- og tæknigeirans, félagsmiðstöðva, æskulýðssamtaka, netvarnarráða og forvarnarfulltrúa ásamt fjölmargra fræðimanna. Erindin fjölluðu öll um unga fólkið og hvernig internetið og tæknin er orðinn órjúfandi hluti af lífi þeirra. Mikið var rætt um net- og tölvufíkn - færri ungmenni á Íslandi eru í áhættuhópi fyrir netfíkn heldur en annars staðar í Evrópu þó svo að ungmenni sem eru haldin netfíkn hérlendis sé svipaður fjöldi og í öðrum Evrópulöndum. Hatursorðræða á netinu er vaxandi vandamál úti um alla Evrópu og hafa sambærileg samtök á borð við SAFT hjá Heimili og skóla reynt að sporna við þeirri þróun. Vandamál ungs fólks tengdum samfélagsmiðlum voru einnig rædd og hvað sé til ráða fyrir starfsfólk í æskulýðsgeiranum, skólakerfinu og ekki síst fjölskyldurnar heima fyrir. Í pallborðsumræðunum í lokin var reynt að svara þeirri spurningu hversu mikil netnotkun væri hæfileg og eitt af svörunum var „u.þ.b. 1 kílógramm af interneti á dag er hæfilegt“. Það vísar til þess að við notum netið, snjallsímana og tæknina á mismunandi hátt og það er einstaklingsbundið hvað hver og einn þarf. En til þess að geta áætlað hæfilegt magn af neti og snjallsímanotkun þurfum við að gera okkur grein fyrir því hvernig við notum þessa tækni. Þess vegna er mikilvægt að opna á umræðu um hvað sé hæfilegt. Flestir unglingar fá snjallsíma eða fartölvur í kringum fermingaraldurinn og þau eru fljót að tileinka sér þessa tækni. Þau nota herminám og fylgja tískustraumum í notkun og notkunarmöguleikum og oft á tíðum gera foreldrar geri sér ekki grein fyrir því hversu fær þau verða á stuttum tíma. Foreldrar þurfa því að vera betur meðvituð um hvernig unglingarnir nota þessi tæki og þessa tækni og það gerist bara með því að opna á umræðuna. Við þurfum að opna á umræðuna heima, í skólunum, í félagsmiðstöðvunum og á öðrum æskulýðsvettvangi til að hlusta og heyra það sem unga fólkið er að ganga í gegnum. Við eigum að sinna forvörnum og við þurfum að vera tilbúin til þess að leiðbeina og aðstoða börnin og unglingana þegar þau misstíga sig eða missa tökin. Við megum ekki dæma og getum ekki bannað þar sem netið og tæknin eru komin til að vera. Til þess að geta leiðbeint verðum við að kynna okkur hvað unglingarnir eru að nota og gera á netinu og í símunum. Við ættum að skoða og kynna okkur forritin og öppin, sækja þau sjálf og prófa, taka meðvitaða og upplýsta umræðu heima fyrir, því að við viljið að til okkar sé leitað ef hlutirnir fara úr böndunum. Þannig er hægt að slá tvær flugur í einu höggi – verja tíma með börnunum og unglingunum til að styrkja tengslin og vera meðvitaðri um strauma og bólur í lífi unga fólksins auk þess að sinna forvörnum á upplýstum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Á nýafstaðinni ráðstefnunni Youth on the net í Lúxemborg voru saman komin fulltrúar tölvu- og tæknigeirans, félagsmiðstöðva, æskulýðssamtaka, netvarnarráða og forvarnarfulltrúa ásamt fjölmargra fræðimanna. Erindin fjölluðu öll um unga fólkið og hvernig internetið og tæknin er orðinn órjúfandi hluti af lífi þeirra. Mikið var rætt um net- og tölvufíkn - færri ungmenni á Íslandi eru í áhættuhópi fyrir netfíkn heldur en annars staðar í Evrópu þó svo að ungmenni sem eru haldin netfíkn hérlendis sé svipaður fjöldi og í öðrum Evrópulöndum. Hatursorðræða á netinu er vaxandi vandamál úti um alla Evrópu og hafa sambærileg samtök á borð við SAFT hjá Heimili og skóla reynt að sporna við þeirri þróun. Vandamál ungs fólks tengdum samfélagsmiðlum voru einnig rædd og hvað sé til ráða fyrir starfsfólk í æskulýðsgeiranum, skólakerfinu og ekki síst fjölskyldurnar heima fyrir. Í pallborðsumræðunum í lokin var reynt að svara þeirri spurningu hversu mikil netnotkun væri hæfileg og eitt af svörunum var „u.þ.b. 1 kílógramm af interneti á dag er hæfilegt“. Það vísar til þess að við notum netið, snjallsímana og tæknina á mismunandi hátt og það er einstaklingsbundið hvað hver og einn þarf. En til þess að geta áætlað hæfilegt magn af neti og snjallsímanotkun þurfum við að gera okkur grein fyrir því hvernig við notum þessa tækni. Þess vegna er mikilvægt að opna á umræðu um hvað sé hæfilegt. Flestir unglingar fá snjallsíma eða fartölvur í kringum fermingaraldurinn og þau eru fljót að tileinka sér þessa tækni. Þau nota herminám og fylgja tískustraumum í notkun og notkunarmöguleikum og oft á tíðum gera foreldrar geri sér ekki grein fyrir því hversu fær þau verða á stuttum tíma. Foreldrar þurfa því að vera betur meðvituð um hvernig unglingarnir nota þessi tæki og þessa tækni og það gerist bara með því að opna á umræðuna. Við þurfum að opna á umræðuna heima, í skólunum, í félagsmiðstöðvunum og á öðrum æskulýðsvettvangi til að hlusta og heyra það sem unga fólkið er að ganga í gegnum. Við eigum að sinna forvörnum og við þurfum að vera tilbúin til þess að leiðbeina og aðstoða börnin og unglingana þegar þau misstíga sig eða missa tökin. Við megum ekki dæma og getum ekki bannað þar sem netið og tæknin eru komin til að vera. Til þess að geta leiðbeint verðum við að kynna okkur hvað unglingarnir eru að nota og gera á netinu og í símunum. Við ættum að skoða og kynna okkur forritin og öppin, sækja þau sjálf og prófa, taka meðvitaða og upplýsta umræðu heima fyrir, því að við viljið að til okkar sé leitað ef hlutirnir fara úr böndunum. Þannig er hægt að slá tvær flugur í einu höggi – verja tíma með börnunum og unglingunum til að styrkja tengslin og vera meðvitaðri um strauma og bólur í lífi unga fólksins auk þess að sinna forvörnum á upplýstum forsendum.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun