Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi.
Ólafía spilaði á 74 höggum í dag, eins og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni, sem er í öðru sæti. Þær spiluðu báðar á þremur höggum yfir pari.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er svo í þriðja sæti þremur höggum á eftir Ólafíu, en Guðrún Brá spilaði á fimm höggum yfir pari í dag eftir að hafa spilað mjög vel í gær.
Ragnhildur Kristinsdóttir missti aðeins flugið eftir góðan dag í gær, en hún er í fjórða sætinu þremur höggum á eftir Guðrúnu. Fjórar efstu spiluðu allar verr í dag en í gær.
Það er því ljóst að lokadagurinn hjá konunum á morgun verður æsispennandi.
Ólafía Þórunn leiðir fyrir lokahringinn
Anton Ingi Leifsson skrifar
