Blokkin og járntjaldið Þórarinn Hjartarson skrifar 1. maí 2014 07:00 Járntjaldið er komið upp aftur – á nýjum stað. Það var tekið niður skamma stund meðan Rússland lá í djúpri kreppu með Jeltzín við völd, enda var hann handgenginn vestrænu auðmagni. NATO-blokkin náði þá stöðu sem nálgaðist heimsyfirráð og neytti nú yfirburða sinna. Blokk sú er fulltrúi auðhringja Bandaríkjanna og ESB fremur en fulltrúi þjóðanna. Ég kalla hana bara Blokkina. Hún notaði lægð Rússlands til að þenja NATO í austur. Hvert af öðru fengu fyrrverandi Varsjárbandalagsríki „samstarfsaðild“ að NATO til aðlögunar, svo fulla aðild. Síðar gerðist það sem hlaut að gerast – Rússland reis upp og leitaði hefðbundinnar stöðu sem stórveldi. Þá var járntjaldið sett upp aftur: Blokkin var nú langt komin með að girða Rússland vestrænum herstöðvum: í nýju Kákasusríkjunum, í Mið-Asíulýðveldunum, í Búlgaríu, Rúmeníu, Póllandi og Eystrasaltsríkjum (og Finnland í norðri með „samstarfsaðild“ og náið hernaðarsamstarf við NATO). Blokkin hefur þróað langdrægt skotflaugakerfi á landi og sjó allt frá Eystrasalti til Miðjarðarhafs og Svartahafs. Rússar hafa fengið járntjaldið aftur, utan við stofugluggann.Froða um lýðræði Varnarsamstarf var snar þáttur í margfrægum samstarfssamningi Úkraínu við ESB. Hann átti að stuðla að „aðlögun“ og „dýpri þátttöku Úkraínu í evrópska öryggiskerfinu“. Sem þýðir á mannamáli? Aðild að NATO. Að stærsti granni Rússa í vestri gengi formlega yfir til andstæðinganna. Þá loks barði Pútín í borðið og fór að gera neyðarráðstafanir. Þá kom næsta skref: Í pressu sinni málar Blokkin upp skrímslið Pútín. Eins og hún málar alla andstæðinga sína; Milosévits, Saddam, Gaddafí, Assad… áður en hún greiðir höggið. Svo kemur viðskiptabann, diplómatísk einangrun, efldar NATO-„varnir“. „Varnir“ segja menn og gefa sér að Blokkin vinni að friði. En framanskráð heruppbygging lýsir engri friðsemd. Blokkin er jú árásaraðilinn í öllum helstu styrjöldum frá falli Múrsins. Með froðuna um lýðræði og mannréttindi vellandi úr báðum munnvikum beitir Blokkin fasistum og pólitískum terroristum til skítverka sinna í Kænugarði. Svipað og í Líbíu og Sýrlandi. Hið nýja er hins vegar það að gengið er yfir „rauða strikið“, þolmörk Rússlands. Man einhver viðbrögð Kennedys þegar Sovétmenn ætluðu með skotpalla yfir „rauða strikið“ í Kúbudeilunni? Ef Blokkin heldur áfram sturluðum heimsyfirráðamarsi sínum í sömu átt endar hún í stórstríði við Rússa sem yrðu váleg tíðindi fyrir Evrópu. Að vanda fylgir Ísland Blokkinni sjálfkrafa og vélrænt – nema skynugt fólk fari að tjá sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Járntjaldið er komið upp aftur – á nýjum stað. Það var tekið niður skamma stund meðan Rússland lá í djúpri kreppu með Jeltzín við völd, enda var hann handgenginn vestrænu auðmagni. NATO-blokkin náði þá stöðu sem nálgaðist heimsyfirráð og neytti nú yfirburða sinna. Blokk sú er fulltrúi auðhringja Bandaríkjanna og ESB fremur en fulltrúi þjóðanna. Ég kalla hana bara Blokkina. Hún notaði lægð Rússlands til að þenja NATO í austur. Hvert af öðru fengu fyrrverandi Varsjárbandalagsríki „samstarfsaðild“ að NATO til aðlögunar, svo fulla aðild. Síðar gerðist það sem hlaut að gerast – Rússland reis upp og leitaði hefðbundinnar stöðu sem stórveldi. Þá var járntjaldið sett upp aftur: Blokkin var nú langt komin með að girða Rússland vestrænum herstöðvum: í nýju Kákasusríkjunum, í Mið-Asíulýðveldunum, í Búlgaríu, Rúmeníu, Póllandi og Eystrasaltsríkjum (og Finnland í norðri með „samstarfsaðild“ og náið hernaðarsamstarf við NATO). Blokkin hefur þróað langdrægt skotflaugakerfi á landi og sjó allt frá Eystrasalti til Miðjarðarhafs og Svartahafs. Rússar hafa fengið járntjaldið aftur, utan við stofugluggann.Froða um lýðræði Varnarsamstarf var snar þáttur í margfrægum samstarfssamningi Úkraínu við ESB. Hann átti að stuðla að „aðlögun“ og „dýpri þátttöku Úkraínu í evrópska öryggiskerfinu“. Sem þýðir á mannamáli? Aðild að NATO. Að stærsti granni Rússa í vestri gengi formlega yfir til andstæðinganna. Þá loks barði Pútín í borðið og fór að gera neyðarráðstafanir. Þá kom næsta skref: Í pressu sinni málar Blokkin upp skrímslið Pútín. Eins og hún málar alla andstæðinga sína; Milosévits, Saddam, Gaddafí, Assad… áður en hún greiðir höggið. Svo kemur viðskiptabann, diplómatísk einangrun, efldar NATO-„varnir“. „Varnir“ segja menn og gefa sér að Blokkin vinni að friði. En framanskráð heruppbygging lýsir engri friðsemd. Blokkin er jú árásaraðilinn í öllum helstu styrjöldum frá falli Múrsins. Með froðuna um lýðræði og mannréttindi vellandi úr báðum munnvikum beitir Blokkin fasistum og pólitískum terroristum til skítverka sinna í Kænugarði. Svipað og í Líbíu og Sýrlandi. Hið nýja er hins vegar það að gengið er yfir „rauða strikið“, þolmörk Rússlands. Man einhver viðbrögð Kennedys þegar Sovétmenn ætluðu með skotpalla yfir „rauða strikið“ í Kúbudeilunni? Ef Blokkin heldur áfram sturluðum heimsyfirráðamarsi sínum í sömu átt endar hún í stórstríði við Rússa sem yrðu váleg tíðindi fyrir Evrópu. Að vanda fylgir Ísland Blokkinni sjálfkrafa og vélrænt – nema skynugt fólk fari að tjá sig.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun