Markaðurinn hefur brugðist Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 1. maí 2014 07:00 Það dylst engum að ein helsta ástæðan fyrir núverandi vanda á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík er sú ofuráhersla sem lögð hefur verið á séreignarstefnuna. Afleiðing hennar er meðal annars að leigumarkaðurinn í borginni hefur verið mjög vanþróaður, sem birtist til dæmis í því að hér skortir hefð fyrir leigufélögum sem bjóða langtímaleigu á hagstæðum kjörum. Fyrir vikið einkennist leigumarkaðurinn af óöryggi, óstöðugleika og allt of hárri húsaleigu. Þetta er hvorki gott né heilbrigt og er ein helsta ástæða þess að 17,9% þeirra sem eru í leiguhúsnæði búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað, samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar.Reynslan er ekki góð Reynslan hefur sýnt að „markaðurinn“ virðist ekki geta leyst þetta vandamál, og því þurfum við að nálgast vandann úr nýjum áttum og á félagslegum forsendum. Hluti af lausninni er húsnæðissamvinnufélög, sem rekin eru í þágu almennings og bjóða öruggt leigu- og kaupleiguhúsnæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur á sanngjörnum kjörum. Þau gætu orðið mikilvæg viðbót við það sem nú býðst á íslenskum húsnæðismarkaði. Mikið hefur verið talað en minna hefur verið gert. Ljóst er að það þarf sameiginlegt átak ríkis, sveitarfélaga, leigufélaga, lífeyrissjóða og lánastofnana til að hugmyndir um stórfellda uppbyggingu leigumarkaðar geti orðið að veruleika.Engan pilsfaldakapítalisma Markaðurinn hefur ekki svör við öllum þeim vanda sem blasir við íslensku samfélagi. Í stað þess að borgin byði einkaaðilum lóðir til uppbyggingar leigufélaga á útsöluprís – og tryggði þannig hagnað verktaka og fasteignafélaga á kostnað almennings – ætti borgin að setja hagsmuni íbúanna í forgang. Reykjavíkurborg getur orðið hluthafi í nýjum leigufélögum gegn því að úthluta ákveðnu hlutfalli félagslegra íbúða inn í félögin. Þannig mætti vinna bug á biðlistum eftir félagslegu húsnæði og tryggja félagslega blöndun byggðar.Félagslegar lausnir En til þess að þessar hugmyndir geti orðið að veruleika þarf áframhaldandi aðkomu Vinstri grænna. Við höfum kjark og þor til að hugsa út fyrir rammann og tryggja það að uppbygging leigumarkaðar verði á félagslegum forsendum í formi húsnæðissamvinnufélaga og búseturéttaríbúða. Það er margsannað að ofuráhersla íslenskra stjórnvalda á séreignarkerfið er löngu úr sér gengin. Með sameiginlegu átaki getum við leyst þann húsnæðisvanda sem nú blasir við í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það dylst engum að ein helsta ástæðan fyrir núverandi vanda á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík er sú ofuráhersla sem lögð hefur verið á séreignarstefnuna. Afleiðing hennar er meðal annars að leigumarkaðurinn í borginni hefur verið mjög vanþróaður, sem birtist til dæmis í því að hér skortir hefð fyrir leigufélögum sem bjóða langtímaleigu á hagstæðum kjörum. Fyrir vikið einkennist leigumarkaðurinn af óöryggi, óstöðugleika og allt of hárri húsaleigu. Þetta er hvorki gott né heilbrigt og er ein helsta ástæða þess að 17,9% þeirra sem eru í leiguhúsnæði búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað, samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar.Reynslan er ekki góð Reynslan hefur sýnt að „markaðurinn“ virðist ekki geta leyst þetta vandamál, og því þurfum við að nálgast vandann úr nýjum áttum og á félagslegum forsendum. Hluti af lausninni er húsnæðissamvinnufélög, sem rekin eru í þágu almennings og bjóða öruggt leigu- og kaupleiguhúsnæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur á sanngjörnum kjörum. Þau gætu orðið mikilvæg viðbót við það sem nú býðst á íslenskum húsnæðismarkaði. Mikið hefur verið talað en minna hefur verið gert. Ljóst er að það þarf sameiginlegt átak ríkis, sveitarfélaga, leigufélaga, lífeyrissjóða og lánastofnana til að hugmyndir um stórfellda uppbyggingu leigumarkaðar geti orðið að veruleika.Engan pilsfaldakapítalisma Markaðurinn hefur ekki svör við öllum þeim vanda sem blasir við íslensku samfélagi. Í stað þess að borgin byði einkaaðilum lóðir til uppbyggingar leigufélaga á útsöluprís – og tryggði þannig hagnað verktaka og fasteignafélaga á kostnað almennings – ætti borgin að setja hagsmuni íbúanna í forgang. Reykjavíkurborg getur orðið hluthafi í nýjum leigufélögum gegn því að úthluta ákveðnu hlutfalli félagslegra íbúða inn í félögin. Þannig mætti vinna bug á biðlistum eftir félagslegu húsnæði og tryggja félagslega blöndun byggðar.Félagslegar lausnir En til þess að þessar hugmyndir geti orðið að veruleika þarf áframhaldandi aðkomu Vinstri grænna. Við höfum kjark og þor til að hugsa út fyrir rammann og tryggja það að uppbygging leigumarkaðar verði á félagslegum forsendum í formi húsnæðissamvinnufélaga og búseturéttaríbúða. Það er margsannað að ofuráhersla íslenskra stjórnvalda á séreignarkerfið er löngu úr sér gengin. Með sameiginlegu átaki getum við leyst þann húsnæðisvanda sem nú blasir við í borginni.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun