Theodór Ingi Pálmason, línumaður sem lék með ÍH í 1. deildinni í handbolta á síðustu leiktíð, er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við FH.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FH-ingum, en vonir eru bundnar við að Theódór komi til með að styrkja liðið mikið.
„Eftir að hafa misst ástríðuna fyrir íþróttinni fyrir nokkrum árum, fann ég hana aftur með ÍH og á ég þeim mikið að þakka,“ segir Theodór.
„Mig langaði að prófa að spila í Olísdeildinni og þrátt fyrir áhuga nokkurra liða var það algjör "no brainer" ákvörðun þegar uppeldisklúbburinn sýndi áhuga,“ segir Theodór Ingi Pálmason.
Teddi fann ástríðuna aftur og samdi við FH
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn




Blóðgaði dómara
Körfubolti

Var ekki nógu ánægður með Trent
Enski boltinn