Ekki þú líka – Sigurjón! Svavar Gestsson skrifar 27. október 2014 07:00 Það er alls staðar sótt að Ríkisútvarpinu þessa dagana. Í fjárlagafrumvarpinu, í 365-miðlunum, í Morgunblaðinu. Allt þetta þrennt er skýranlegt þó að ég sé að vísu ósammála því: Ríkissjóð vantar peninga af því að verkefnin eru mörg og af því að það er búið að lækka skattana um nokkra tugi miljarða. Það er skýranlegt með 365 miðlana af því að þá vantar pláss; þar eru fjárhagslegar blikur á lofti. Og í þriðja lagi er það rökrétt að Morgunblaðið sé á móti Ríkisútvarpinu; fyrir því eru markaðsástæður og pólitískar ástæður. Og nú er Sigurjón ritstjóri þessa blaðs farinn að tala um að Ríkisútvarpið fái beingreiðslur. Æi! Ekki þú líka – Sigurjón. Skattarnir standa undir greiðslum til samfélagsins, sjúkrahúsanna, skólanna, veganna. Skattarnir eru gjaldið sem við viljum greiða fyrir að búa í siðuðu menningarsamfélagi. Beingreiðslur. Má ég í allri vinsemd minna á að Ríkisútvarpið er menningarstofnun. Það þrífst ekki nema sem hluti af samfélaginu. Íslenskt samfélag þrífst ekki án Ríkisútvarpsins. Þættirnir um Vesturfarana hefðu ekki orðið til nema vegna þess að hér er Ríkisútvarp, hvorki þættir Egils né Andra. Má ég spyrja um fleiri atriði eins og táknmálsfréttir, sinfóníutónleika, útvarpssögurnar, stöðugar veðurfréttir? Ríkisútvarpið sem menningarstofnun er mikilvægt eins og Sinfónían, Þjóðleikhúsið, Landsbókasafnið, Þjóðskjalasafnið. Allir skilja að þessar stofnanir eru hluti af þeim veruleika sem við viljum búa við, að þær eru menningarstofnanir. Ríkisútvarpið er hluti af þjóðmenningunni; það er atlaga að þjóðmenningunni að ráðast að Ríkisútvarpinu. Var ekki einhver að taka um þjóðmenningu? Má ég enn fremur minna á að menntamálaráðherrar Framsóknarflokksins, þeir Ingvar Gíslason og Vilhjálmur Hjálmarsson, stóðu alltaf með Ríkisútvarpinu. Það sem má gera núna er þetta: Látið þið Ríkisútvarpið fá útvarpsgjaldið að fullu og losið stofnunina við gamla lífeyrisbyrði. Sýnum sanngirni. Það var nefnilega fín fyrirsögnin á leiðaranum í vikunni: Heilbrigðiskerfið skapar verðmæti. Eins er það með Ríkisútvarpið; menningin er líka verðmæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Það er alls staðar sótt að Ríkisútvarpinu þessa dagana. Í fjárlagafrumvarpinu, í 365-miðlunum, í Morgunblaðinu. Allt þetta þrennt er skýranlegt þó að ég sé að vísu ósammála því: Ríkissjóð vantar peninga af því að verkefnin eru mörg og af því að það er búið að lækka skattana um nokkra tugi miljarða. Það er skýranlegt með 365 miðlana af því að þá vantar pláss; þar eru fjárhagslegar blikur á lofti. Og í þriðja lagi er það rökrétt að Morgunblaðið sé á móti Ríkisútvarpinu; fyrir því eru markaðsástæður og pólitískar ástæður. Og nú er Sigurjón ritstjóri þessa blaðs farinn að tala um að Ríkisútvarpið fái beingreiðslur. Æi! Ekki þú líka – Sigurjón. Skattarnir standa undir greiðslum til samfélagsins, sjúkrahúsanna, skólanna, veganna. Skattarnir eru gjaldið sem við viljum greiða fyrir að búa í siðuðu menningarsamfélagi. Beingreiðslur. Má ég í allri vinsemd minna á að Ríkisútvarpið er menningarstofnun. Það þrífst ekki nema sem hluti af samfélaginu. Íslenskt samfélag þrífst ekki án Ríkisútvarpsins. Þættirnir um Vesturfarana hefðu ekki orðið til nema vegna þess að hér er Ríkisútvarp, hvorki þættir Egils né Andra. Má ég spyrja um fleiri atriði eins og táknmálsfréttir, sinfóníutónleika, útvarpssögurnar, stöðugar veðurfréttir? Ríkisútvarpið sem menningarstofnun er mikilvægt eins og Sinfónían, Þjóðleikhúsið, Landsbókasafnið, Þjóðskjalasafnið. Allir skilja að þessar stofnanir eru hluti af þeim veruleika sem við viljum búa við, að þær eru menningarstofnanir. Ríkisútvarpið er hluti af þjóðmenningunni; það er atlaga að þjóðmenningunni að ráðast að Ríkisútvarpinu. Var ekki einhver að taka um þjóðmenningu? Má ég enn fremur minna á að menntamálaráðherrar Framsóknarflokksins, þeir Ingvar Gíslason og Vilhjálmur Hjálmarsson, stóðu alltaf með Ríkisútvarpinu. Það sem má gera núna er þetta: Látið þið Ríkisútvarpið fá útvarpsgjaldið að fullu og losið stofnunina við gamla lífeyrisbyrði. Sýnum sanngirni. Það var nefnilega fín fyrirsögnin á leiðaranum í vikunni: Heilbrigðiskerfið skapar verðmæti. Eins er það með Ríkisútvarpið; menningin er líka verðmæti.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun