Umferð án umhyggju Stefán Hjálmarsson skrifar 23. desember 2014 07:00 Ég heiti Stefán og ég gef stefnuljós. Það er ekki alltaf auðvelt að tilheyra þessu 1% þjóðarinnar sem gefur stefnuljós, í mínu tilviki byrjaði þetta strax um 17 ára aldurinn, hugsanlega var það félagsskapurinn sem leiddi mig út á þessa braut, hann Guðmundur ökukennari sem ég umgekkst mikið á tímabili kom mér upp á þessa hegðun, einnig man ég að faðir minn heitinn gaf alltaf stefnuljós þannig að hugsanlega er þetta genatengt og þess vegna lítið sem ég get gert til að breyta mér, eða hvað. En trúið mér, ég hef reynt að hætta þessu til að líkjast meir fjöldanum, það er nefnilega oft erfitt að synda á móti hefðbundnum siðum og venjum, vera öðruvísi en allir hinir, en mér mistókst. Hugsanlega fékk ég ekki nægan stuðning frá mínum nánustu, hugsanlega ber ég of mikla virðingu fyrir samborgurum mínum, þykir jafnvel ofurlítið vænt um þá marga hverja, en já tvívegis reyndi ég að hætta, en ég féll og í síðara skiptið svo illa að ég gafst endanlega upp, ég er eins og ég er, ég er stefnuljósari og er farinn að sætta mig við það. Ég fæ ekkert út úr því að sjá umferðina tefjast og hiksta áfram í óvissu um hvað næsti ökumaður ætli að gera, sé ekkert spaugilegt við að sjá bíla bíða við hringtorg og þora ekki af stað vegna þess að ómögulegt er að sjá hvort ökumenn ætla að beygja eða halda áfram, fæ engan fiðring við að sjá meðborgarana hætta lífi sínu af því þeir lásu rangt út úr hegðun næsta ökumanns. Það er bara of auðvelt að nota þessa litlu stöng vinstra megin við stýrið, og ekki er kostnaðurinn að stöðva mig, þessar stefnuljósaperur endast svo árum skiptir og kosta bara nokkrar krónur og fást víða, já eiginlega bara um land allt. Nei, ég mun halda áfram að sýna ykkur ökumönnum þá virðingu og umhyggju að gefa stefnuljós, þótt ég sé að synda á móti straumnum, sama hvað ykkur finnst um mig, get bara vonað að þið umberið þessa sérvisku okkar sem fylgjum umferðarlögum þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Stefán og ég gef stefnuljós. Það er ekki alltaf auðvelt að tilheyra þessu 1% þjóðarinnar sem gefur stefnuljós, í mínu tilviki byrjaði þetta strax um 17 ára aldurinn, hugsanlega var það félagsskapurinn sem leiddi mig út á þessa braut, hann Guðmundur ökukennari sem ég umgekkst mikið á tímabili kom mér upp á þessa hegðun, einnig man ég að faðir minn heitinn gaf alltaf stefnuljós þannig að hugsanlega er þetta genatengt og þess vegna lítið sem ég get gert til að breyta mér, eða hvað. En trúið mér, ég hef reynt að hætta þessu til að líkjast meir fjöldanum, það er nefnilega oft erfitt að synda á móti hefðbundnum siðum og venjum, vera öðruvísi en allir hinir, en mér mistókst. Hugsanlega fékk ég ekki nægan stuðning frá mínum nánustu, hugsanlega ber ég of mikla virðingu fyrir samborgurum mínum, þykir jafnvel ofurlítið vænt um þá marga hverja, en já tvívegis reyndi ég að hætta, en ég féll og í síðara skiptið svo illa að ég gafst endanlega upp, ég er eins og ég er, ég er stefnuljósari og er farinn að sætta mig við það. Ég fæ ekkert út úr því að sjá umferðina tefjast og hiksta áfram í óvissu um hvað næsti ökumaður ætli að gera, sé ekkert spaugilegt við að sjá bíla bíða við hringtorg og þora ekki af stað vegna þess að ómögulegt er að sjá hvort ökumenn ætla að beygja eða halda áfram, fæ engan fiðring við að sjá meðborgarana hætta lífi sínu af því þeir lásu rangt út úr hegðun næsta ökumanns. Það er bara of auðvelt að nota þessa litlu stöng vinstra megin við stýrið, og ekki er kostnaðurinn að stöðva mig, þessar stefnuljósaperur endast svo árum skiptir og kosta bara nokkrar krónur og fást víða, já eiginlega bara um land allt. Nei, ég mun halda áfram að sýna ykkur ökumönnum þá virðingu og umhyggju að gefa stefnuljós, þótt ég sé að synda á móti straumnum, sama hvað ykkur finnst um mig, get bara vonað að þið umberið þessa sérvisku okkar sem fylgjum umferðarlögum þessa lands.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun