Lærðu af mistökum þínum Anna G. Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2014 07:00 Geðorðin 10 Grein 4 Greinin er fjórða greinin af tíu í greinarröð jafn margra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10. Flest okkar gegna mörgum, ólíkum hlutverkum á sama tíma. Við erum börn, makar, foreldrar, starfsmenn og vinir og höfum skyldum að gegna á heimilinu, í vinnunni, í skólanum, félagslífinu og víðar úti í samfélaginu. Því er ekkert skrítið að lífið virðist stundum vera óendanlega flókið og verkefnin yfirþyrmandi. Við getum þó ekki kvartað yfir því að enginn sýni vanda okkar áhuga. Úr öllum áttum dynja skilaboð um hvernig við eigum að lifa lífinu til að ná „hámarks“ árangri og til hvaða lausna hægt sé að grípa til að leysa vandann strax. Skyndibitakeðjur bjóða skyndibita á kostakjörum til að seðja sárasta hungrið. Heilsugúrúar bjóða bætiefni og megrunarkúra til að bæta heilsuna fyrir jólin. Kunningjarnir bjóða í glas og jafnvel í nös til að létta lundina og gleyma „baslinu“ þó ekki sé nema um stundarsakir. Öll þessi tilboð eru skyndilausnir. Sumar valda meira að segja meiri skaða en ágóða. Vímuefni ylja um hjartarætur í augnablik áður en þau kalla á meiri neyslu og svipaða sögu eru að segja um hin tilboðin. Vítahringur verður til og getur snúist upp í örvilnan. Hvað er þá til ráða? Svarið er í rauninni ofur einfalt. Besta leiðin til að stuðla að jafnvægi og bættri líðan á sál og líkama er að leggja áherslu á þrennt í lífi sínu: hollt mataræði, hreyfingu og jákvætt hugarfar. Nú kann einhver að segja: Er ekki hollt mataræði bara klisja? „Já, kannski en verða ekki klisjur einmitt vegna þess að margir sjá ástæðu til að hamra á gildi þeirra?“ Reglulegt, fjölbreytt og hollt mataræði með áherslu á afurðir nærri rótunum í náttúru- og dýraríkinu stuðla sannarlega að betri líðan. Hreyfing hefur ótvírætt gildi fyrir líkamlega og andlega heilsu. Óþarfi er að kaupa aðgangskort í dýrar líkamsræktarstöðvar til að stunda hreyfingu. Hlaup, hjólreiðar og göngur úti í náttúrunni eða innan borgarmarkanna gera sama gagn og ekki er verra að hafa maka, góðan vin, kunningja eða fjölskylduhundinn sér við hlið.Dýrmætt innlegg Jákvætt hugarfar hefur rík áhrif á líðan okkar sjálfra og þar af leiðandi okkar nánustu. Einn af lyklunum að jákvæðu hugarfari er að horfa með uppbyggilegum hætti á eigin mistök. Fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir því að við gerum öll mistök. Ef við gerum ekki mistök – erum við einfaldlega ekki að gera neitt heldur sitjum með hendur í skauti. Næsta skrefið felst í því að við veltum því fyrir okkur hvort við getum lært af mistökum okkar. Ef við svörum spurningunni játandi, ættum við að líta til baka og draga lærdóm af mistökunum eins og segir í fjórða geðorðinu: „Lærðu af mistökum þínum“. Með því snúum við mistökunum upp í dýrmætt innlegg til aukins þroska og traustara taks á tilverunni. Ef við komumst að því að við getum ekki lært af mistökum okkar ættum við að huga að því hvort þau hafi valdið öðrum sárindum. Ef svo er ættum við að biðja viðkomandi afsökunar áður en lengra er haldið. Þegar því er lokið þurfum við að tryggja að mistökin verði okkur dragbítur. Þeim þarf einfaldlega að kasta útbyrðis. Ef mistökin hafa tilhneigingu til að skjóta upp kollinum aftur og aftur getur verið árangursríkt að nota svokallað vinar/vinkonu nálgun. Sú leið felst í því að hugsa með sér hvað maður myndi sjálfur segja við vin/vinkonu ef viðkomandi hefði gert sömu mistök og maður gerði sjálfur og snúa svarinu í framhaldi af því upp á mann sjálfan. Þannig snýr maður væntumþykju gagnvart vinum/vinkonum sínum upp í – „sjálfs-væntumþykju“. Hvað getur líka verið betri grundvöllur að lífshamingju en væntumþykja gagnvart manni sjálfum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Geðorðin 10 Grein 4 Greinin er fjórða greinin af tíu í greinarröð jafn margra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10. Flest okkar gegna mörgum, ólíkum hlutverkum á sama tíma. Við erum börn, makar, foreldrar, starfsmenn og vinir og höfum skyldum að gegna á heimilinu, í vinnunni, í skólanum, félagslífinu og víðar úti í samfélaginu. Því er ekkert skrítið að lífið virðist stundum vera óendanlega flókið og verkefnin yfirþyrmandi. Við getum þó ekki kvartað yfir því að enginn sýni vanda okkar áhuga. Úr öllum áttum dynja skilaboð um hvernig við eigum að lifa lífinu til að ná „hámarks“ árangri og til hvaða lausna hægt sé að grípa til að leysa vandann strax. Skyndibitakeðjur bjóða skyndibita á kostakjörum til að seðja sárasta hungrið. Heilsugúrúar bjóða bætiefni og megrunarkúra til að bæta heilsuna fyrir jólin. Kunningjarnir bjóða í glas og jafnvel í nös til að létta lundina og gleyma „baslinu“ þó ekki sé nema um stundarsakir. Öll þessi tilboð eru skyndilausnir. Sumar valda meira að segja meiri skaða en ágóða. Vímuefni ylja um hjartarætur í augnablik áður en þau kalla á meiri neyslu og svipaða sögu eru að segja um hin tilboðin. Vítahringur verður til og getur snúist upp í örvilnan. Hvað er þá til ráða? Svarið er í rauninni ofur einfalt. Besta leiðin til að stuðla að jafnvægi og bættri líðan á sál og líkama er að leggja áherslu á þrennt í lífi sínu: hollt mataræði, hreyfingu og jákvætt hugarfar. Nú kann einhver að segja: Er ekki hollt mataræði bara klisja? „Já, kannski en verða ekki klisjur einmitt vegna þess að margir sjá ástæðu til að hamra á gildi þeirra?“ Reglulegt, fjölbreytt og hollt mataræði með áherslu á afurðir nærri rótunum í náttúru- og dýraríkinu stuðla sannarlega að betri líðan. Hreyfing hefur ótvírætt gildi fyrir líkamlega og andlega heilsu. Óþarfi er að kaupa aðgangskort í dýrar líkamsræktarstöðvar til að stunda hreyfingu. Hlaup, hjólreiðar og göngur úti í náttúrunni eða innan borgarmarkanna gera sama gagn og ekki er verra að hafa maka, góðan vin, kunningja eða fjölskylduhundinn sér við hlið.Dýrmætt innlegg Jákvætt hugarfar hefur rík áhrif á líðan okkar sjálfra og þar af leiðandi okkar nánustu. Einn af lyklunum að jákvæðu hugarfari er að horfa með uppbyggilegum hætti á eigin mistök. Fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir því að við gerum öll mistök. Ef við gerum ekki mistök – erum við einfaldlega ekki að gera neitt heldur sitjum með hendur í skauti. Næsta skrefið felst í því að við veltum því fyrir okkur hvort við getum lært af mistökum okkar. Ef við svörum spurningunni játandi, ættum við að líta til baka og draga lærdóm af mistökunum eins og segir í fjórða geðorðinu: „Lærðu af mistökum þínum“. Með því snúum við mistökunum upp í dýrmætt innlegg til aukins þroska og traustara taks á tilverunni. Ef við komumst að því að við getum ekki lært af mistökum okkar ættum við að huga að því hvort þau hafi valdið öðrum sárindum. Ef svo er ættum við að biðja viðkomandi afsökunar áður en lengra er haldið. Þegar því er lokið þurfum við að tryggja að mistökin verði okkur dragbítur. Þeim þarf einfaldlega að kasta útbyrðis. Ef mistökin hafa tilhneigingu til að skjóta upp kollinum aftur og aftur getur verið árangursríkt að nota svokallað vinar/vinkonu nálgun. Sú leið felst í því að hugsa með sér hvað maður myndi sjálfur segja við vin/vinkonu ef viðkomandi hefði gert sömu mistök og maður gerði sjálfur og snúa svarinu í framhaldi af því upp á mann sjálfan. Þannig snýr maður væntumþykju gagnvart vinum/vinkonum sínum upp í – „sjálfs-væntumþykju“. Hvað getur líka verið betri grundvöllur að lífshamingju en væntumþykja gagnvart manni sjálfum?
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun