Að svíkja loforð Guðmundur Andri Hjálmarsson skrifar 5. mars 2014 15:39 Sannleikurinn er ofboðslega einfalt fyrirbæri. Allt og sumt sem sannleikurinn krefst er sérstök vensl milli orða okkar og heimsins. Nánar til tekið, sannleikurinn er eiginleiki sem setning hefur ef og aðeins ef heimurinn er eins og setningin segir að hann sé. Til að mynda er því setningin „snjór er hvítur“ sönn aðeins ef snjór sé hvítur. Og þetta er allt og sumt! Að segja satt er þess vegna sömuleiðis afar einfalt: Að segja satt er að segja um það sem er að það sé og að segja um það sem er ekki að það sé ekki. Að segja ósatt er þess vegna einfalt af sömu ástæðu. Að segja ósatt er að segja um það sem er að það sé ekki og að segja um það sem er ekki að það sé. Og þar sem við erum oft og iðulega ekki fullkomlega beintengd við raunveruleikann, í einum eða öðrum skilningi, þá segjum við stundum ósatt þrátt fyrir góðan ásetning. Að ljúga er öllu erfiðara. Að ljúga og að segja ósatt er tvennt ólíkt. Til að mynda er ómögulegt að ljúga óvart, þrátt fyrir að við segjum öðru hverju ósatt óviljandi. Munurinn milli lyga og ósanninda felst í ásetningi þess sem lýgur: Til þess að ljúga verður ætlun lygarans að vera sú að blekkja viðmælanda sinn. Sá sem segir ósatt, aftur á móti, þarf engan misjafnan ásetning. Af þessari ástæðu gerum við siðfræðilegan greinarmun á ósannindum og lygum. Öllu að jöfnu eru lygar slæmar, á meðan ósannandi eru auðfyrirgefanlegri: Lygi er yfirveguð tilraun til svika, ósannindi eru oft aðeins afleiðingar, til dæmis, þekkingarfræðilegrar yfirsjónar, merkingarfræðilegrar ónákvæmni eða rökfræðilegra mistaka. Aftur á móti eru lygar ekki skilyrðislaust rangar, því frammi fyrir siðferðilegum afarkostum er lygi oft illskárri kosturinn. En aðeins í slíkum samhengjum erum við tilbúin að segja að lygin hafi verið réttari af tveimur kostum og því réttmæt, en þó ekki rétt. Að svíkja loforð er enn flóknara. Sá sem gefur loforð er ekki einungis að ýja að því að orð sín séu eða verði sönn, viðkomandi gefur einnig fyrirheit um að gera sitt ýtrasta og besta til þess að hagræða heiminum þannig að orðin verði sönn. Með öðrum orðum, sá sem gefur loforð skuldbindur sig til þess að tryggja að viðeigandi vensl séu eða verði milli orða sinna og heimsins. Sá sem svíkur loforð stígur þess vegna enn lengra en lygarinn: Á meðan lygarinn gefur einungis í skyn að orð sín séu sönn gegn betri vitund, hleypur sá sem svíkur loforð enn fremur frá skuldbindingum sínum. Frá siðfræðilegu sjónarhorni eru svik loforða því enn lágkúrulegri en lygar. Sá sem svíkur loforð sitt hefur ekki aðeins logið að okkur. Sá sem svíkur loforð sitt hefur enn fremur ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart okkur. En líkt lygum, þá kalla aðstæðurnar stundum á það að við svíkjum loforð okkar: Stundum gerir heimurinn okkur ófyrirsjáanlega erfitt um vik, stundum stöndum við frammi fyrir afarkostum þar sem illskárri kosturinn felst í því að svíkja loforð okkar, og stundum eru loforð okkar, þvert á vilja okkar, í þversögn við sig sjálf. Öllu að jöfnu erum við tilbúin að viðurkenna að slík óhjákvæmileg svik séu réttmæt. Aftur á móti erum við ekki—og réttilega ættum við aldrei að vera—tilbúin að sætta okkur við svik loforða sem hafa ekkert sér til málsvarnar, annað en klaufalega rökvillu um illskiljanlegan ómöguleika sem ekki er. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Sannleikurinn er ofboðslega einfalt fyrirbæri. Allt og sumt sem sannleikurinn krefst er sérstök vensl milli orða okkar og heimsins. Nánar til tekið, sannleikurinn er eiginleiki sem setning hefur ef og aðeins ef heimurinn er eins og setningin segir að hann sé. Til að mynda er því setningin „snjór er hvítur“ sönn aðeins ef snjór sé hvítur. Og þetta er allt og sumt! Að segja satt er þess vegna sömuleiðis afar einfalt: Að segja satt er að segja um það sem er að það sé og að segja um það sem er ekki að það sé ekki. Að segja ósatt er þess vegna einfalt af sömu ástæðu. Að segja ósatt er að segja um það sem er að það sé ekki og að segja um það sem er ekki að það sé. Og þar sem við erum oft og iðulega ekki fullkomlega beintengd við raunveruleikann, í einum eða öðrum skilningi, þá segjum við stundum ósatt þrátt fyrir góðan ásetning. Að ljúga er öllu erfiðara. Að ljúga og að segja ósatt er tvennt ólíkt. Til að mynda er ómögulegt að ljúga óvart, þrátt fyrir að við segjum öðru hverju ósatt óviljandi. Munurinn milli lyga og ósanninda felst í ásetningi þess sem lýgur: Til þess að ljúga verður ætlun lygarans að vera sú að blekkja viðmælanda sinn. Sá sem segir ósatt, aftur á móti, þarf engan misjafnan ásetning. Af þessari ástæðu gerum við siðfræðilegan greinarmun á ósannindum og lygum. Öllu að jöfnu eru lygar slæmar, á meðan ósannandi eru auðfyrirgefanlegri: Lygi er yfirveguð tilraun til svika, ósannindi eru oft aðeins afleiðingar, til dæmis, þekkingarfræðilegrar yfirsjónar, merkingarfræðilegrar ónákvæmni eða rökfræðilegra mistaka. Aftur á móti eru lygar ekki skilyrðislaust rangar, því frammi fyrir siðferðilegum afarkostum er lygi oft illskárri kosturinn. En aðeins í slíkum samhengjum erum við tilbúin að segja að lygin hafi verið réttari af tveimur kostum og því réttmæt, en þó ekki rétt. Að svíkja loforð er enn flóknara. Sá sem gefur loforð er ekki einungis að ýja að því að orð sín séu eða verði sönn, viðkomandi gefur einnig fyrirheit um að gera sitt ýtrasta og besta til þess að hagræða heiminum þannig að orðin verði sönn. Með öðrum orðum, sá sem gefur loforð skuldbindur sig til þess að tryggja að viðeigandi vensl séu eða verði milli orða sinna og heimsins. Sá sem svíkur loforð stígur þess vegna enn lengra en lygarinn: Á meðan lygarinn gefur einungis í skyn að orð sín séu sönn gegn betri vitund, hleypur sá sem svíkur loforð enn fremur frá skuldbindingum sínum. Frá siðfræðilegu sjónarhorni eru svik loforða því enn lágkúrulegri en lygar. Sá sem svíkur loforð sitt hefur ekki aðeins logið að okkur. Sá sem svíkur loforð sitt hefur enn fremur ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart okkur. En líkt lygum, þá kalla aðstæðurnar stundum á það að við svíkjum loforð okkar: Stundum gerir heimurinn okkur ófyrirsjáanlega erfitt um vik, stundum stöndum við frammi fyrir afarkostum þar sem illskárri kosturinn felst í því að svíkja loforð okkar, og stundum eru loforð okkar, þvert á vilja okkar, í þversögn við sig sjálf. Öllu að jöfnu erum við tilbúin að viðurkenna að slík óhjákvæmileg svik séu réttmæt. Aftur á móti erum við ekki—og réttilega ættum við aldrei að vera—tilbúin að sætta okkur við svik loforða sem hafa ekkert sér til málsvarnar, annað en klaufalega rökvillu um illskiljanlegan ómöguleika sem ekki er. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun