Völundarhús O. Lilja Birgisdóttir skrifar 6. desember 2014 07:00 Völundarhús geta verið skemmtileg ef góður tími og næði er til staðar til að fara í gegnum það. Pirringur, óþolinmæði og jafnvel streita getur hlaðist upp ef þessa þætti skortir. Eftir 20 smelli á músinni opnast loksins glugginn sem opnar rétta rýmið. Eitt skref áfram og tvö aftur á bak. Mögulega eru einhverjar aðferðir til að stytta leiðina en þær eru mismunandi eftir staðsetningu. Fjölbreytt kerfi í tæknivæddu vinnuumhverfi eru ekki alltaf að vinna með okkur. Flest vinnum við við einhverskonar kerfi við vinnu okkar og má þar nefna ýmiss konar tímaskráningarkerfi, launakerfi, innkaupakerfi, viðskiptavinakerfi, dropbox, trello, share point, lotus notes o.s.frv. Yfirleitt er markmið þessara kerfa að einfalda og auðvelda okkur vinnuna og þar með gera vinnuumhverfi okkar betra. Þó er það staðreynd að þessi kerfi flækja vinnu okkar oft óþarflega mikið og eru jafnvel vinnuhamlandi. Má nefna dæmi úr heilbrigðisgeiranum með 60-80 mismunandi klínísk kerfi sem tengjast illa við önnur kerfi og það getur tekið heilan dag að komast í gegnum lyfjaskráninguna! Ofan á allt hefur hlutverk starfsins fjarlægst kjarnann, meiri samskipti við kerfin og minni við viðskiptavininn. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að kerfin virka ekki nægilega vel. Kannski hentar það kerfi sem valið var verkefninu ekki nægilega vel, kerfið er illa hannað eða illa innleitt. Notendaviðmótið er ekki staðlað, mismunandi letur, mismunandi litir, mismunandi tákn.Þveröfug áhrif Kerfi eru hönnuð til að einfalda og auðvelda og bæta þannig vinnuumhverfið. Kerfi sem ekki virka geta hins vegar haft áhrif á líðan og valdið streitu. Minni stjórn á aðstæðum og tilfinning um vanhæfni. Þetta getur leitt til minni framleiðni og jafnvel veikindafjarveru. Kerfin eru því farin að hafa þveröfug áhrif miðað við upphaflegt markmið. Hver kannast ekki við að standa í röð í matvöruversluninni og allt er stopp. Eina skýringin sem starfsmaðurinn getur gefið er að kerfið sé eitthvað að stríða (the computer says NO). Illa hönnuð, illa innleidd eða rangt valin kerfi geta því valdið streitu. Notendaviðmót skiptir máli, alls staðar. Tökum sem dæmi venjulega sjónvarpsfjarstýringu. Hvað er verið að nota marga takka á henni? Af hverju ekki að hafa hlutina einfalda ef það virkar? Vinnuumhverfið hefur breyst töluvert síðustu ár. Meiri fjölbreytileiki, meðvitund um stillanleika búnaðar, loftgæði og vel hannaða lýsingu. Streitan er mikil og því nauðsynlegt að skoða hvað veldur hverju sinni. Mörg og flókin kerfi geta verið einn þátturinn, höfum það í huga þegar verið er að meta áhrif umhverfis á líðan. Höfum notendur með frá fyrsta degi, bæði við hönnun og val búnaðar og gefum tíma fyrir góða innleiðingu og þjálfun. Verum meðvituð um eigið vinnuumhverfi og hvaða þættir hafa áhrif á líðan, látum kerfið vinna fyrir okkur. Völundarhús geta verið skemmtileg, bara ekki í vinnunni. (Skrifað undir áhrifum af bókinni Jävla skitsystem! eftir Jonas Söderström.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Völundarhús geta verið skemmtileg ef góður tími og næði er til staðar til að fara í gegnum það. Pirringur, óþolinmæði og jafnvel streita getur hlaðist upp ef þessa þætti skortir. Eftir 20 smelli á músinni opnast loksins glugginn sem opnar rétta rýmið. Eitt skref áfram og tvö aftur á bak. Mögulega eru einhverjar aðferðir til að stytta leiðina en þær eru mismunandi eftir staðsetningu. Fjölbreytt kerfi í tæknivæddu vinnuumhverfi eru ekki alltaf að vinna með okkur. Flest vinnum við við einhverskonar kerfi við vinnu okkar og má þar nefna ýmiss konar tímaskráningarkerfi, launakerfi, innkaupakerfi, viðskiptavinakerfi, dropbox, trello, share point, lotus notes o.s.frv. Yfirleitt er markmið þessara kerfa að einfalda og auðvelda okkur vinnuna og þar með gera vinnuumhverfi okkar betra. Þó er það staðreynd að þessi kerfi flækja vinnu okkar oft óþarflega mikið og eru jafnvel vinnuhamlandi. Má nefna dæmi úr heilbrigðisgeiranum með 60-80 mismunandi klínísk kerfi sem tengjast illa við önnur kerfi og það getur tekið heilan dag að komast í gegnum lyfjaskráninguna! Ofan á allt hefur hlutverk starfsins fjarlægst kjarnann, meiri samskipti við kerfin og minni við viðskiptavininn. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að kerfin virka ekki nægilega vel. Kannski hentar það kerfi sem valið var verkefninu ekki nægilega vel, kerfið er illa hannað eða illa innleitt. Notendaviðmótið er ekki staðlað, mismunandi letur, mismunandi litir, mismunandi tákn.Þveröfug áhrif Kerfi eru hönnuð til að einfalda og auðvelda og bæta þannig vinnuumhverfið. Kerfi sem ekki virka geta hins vegar haft áhrif á líðan og valdið streitu. Minni stjórn á aðstæðum og tilfinning um vanhæfni. Þetta getur leitt til minni framleiðni og jafnvel veikindafjarveru. Kerfin eru því farin að hafa þveröfug áhrif miðað við upphaflegt markmið. Hver kannast ekki við að standa í röð í matvöruversluninni og allt er stopp. Eina skýringin sem starfsmaðurinn getur gefið er að kerfið sé eitthvað að stríða (the computer says NO). Illa hönnuð, illa innleidd eða rangt valin kerfi geta því valdið streitu. Notendaviðmót skiptir máli, alls staðar. Tökum sem dæmi venjulega sjónvarpsfjarstýringu. Hvað er verið að nota marga takka á henni? Af hverju ekki að hafa hlutina einfalda ef það virkar? Vinnuumhverfið hefur breyst töluvert síðustu ár. Meiri fjölbreytileiki, meðvitund um stillanleika búnaðar, loftgæði og vel hannaða lýsingu. Streitan er mikil og því nauðsynlegt að skoða hvað veldur hverju sinni. Mörg og flókin kerfi geta verið einn þátturinn, höfum það í huga þegar verið er að meta áhrif umhverfis á líðan. Höfum notendur með frá fyrsta degi, bæði við hönnun og val búnaðar og gefum tíma fyrir góða innleiðingu og þjálfun. Verum meðvituð um eigið vinnuumhverfi og hvaða þættir hafa áhrif á líðan, látum kerfið vinna fyrir okkur. Völundarhús geta verið skemmtileg, bara ekki í vinnunni. (Skrifað undir áhrifum af bókinni Jävla skitsystem! eftir Jonas Söderström.)
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar