Afar fagurt er um að litast í höfuðborginni sem nú skartar sínu fegursta. Borgarbúar hafa margir hverjir tendrað jólaljós í gluggum sínum sem falla einstaklega vel að nýföllnum snjónum. Sum heimili eru þó skreyttari en önnur og hafa þar af leiðandi vakið mikla, en verðskuldaða athygli.
Það er meðal annars þetta fagra hús í Þverási í Árbæ sem skreytt er jólasveinum og snjóköllum.
vísir/pjeturÞá er það heimili við Dragaveg 5 í Laugardal sem vakið hefur mikla athygli enda skipta ljósaperurnar þúsundum. Stöðug umferð er við húsið og eru rútur meðal annars farnar að stöðva fyrir framan það til að leyfa farþegum og skoða.
vísir/pjeturGulur, rauður, grænn og blár. Þessa liti og fleiri eru að finna við litla en einstaklega fína íbúð við Flétturima í Grafarvogi.
vísir/sksVíða eru fögur jólahús en húsið við Urðarmóa á Selfossi var í síðustu viku verðlaunað fyrir að vera fallegasta jólahúsið í jólaskreytingasamkeppni sveitarfélagsins.
vísir/mhhVeist þú um fleiri jólahús? Endilega sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is.