Tollfrjáls viðskipti við Kína – en ekki strax! Sara Pálsdóttir skrifar 15. júlí 2014 07:00 Þann 1. júlí síðastliðinn tók fríverslunarsamningur Íslands við Kína gildi. Meginatriði samningsins felur í sér niðurfellingu á tollum af vöruviðskiptum milli landanna tveggja. Ávinningur samningsins fyrir íslenska neytendur er því töluverður, þar sem niðurfelling tolla á innfluttar vörur frá Kína ætti að skila sér í verðlækkun til neytenda, en þó ekki strax. Fríverslunarsamningurinn við Kína hefur verið mörg ár í burðarliðnum. Í janúar á þessu ári fullgilti Alþingi samninginn. Þar með urðu íslensk stjórnvöld skuldbundin að þjóðarétti til að uppfylla ákvæði samningsins. Inn- og útflutningsaðilar á Íslandi hafa frá undirritun samningsins sjálfsagt beðið með eftirvæntingu eftir gildistöku hans. Skrifræði og formlegheit urðu til þess að gildistakan varð ekki fyrr en raun bar vitni, sem eðlilegt getur talist við gerð milliríkjasamninga. Gott og vel. Frá og með 1. júlí mega Íslendingar stunda tollfrjáls vöruviðskipti við Kína. En samt ekki strax. Gildistakan er ekki nákvæmlega útfærð í fríverslunarsamningnum, það er að segja hvaða tímamark ræður því hvaða vörur njóti tollfríðinda. Það kemur til að mynda ekki fram að allar vörur tollaðar eftir 1. júlí skuli njóta tollfrelsis. Einungis eru svokallaðar upprunareglur nánar útfærðar í samningnum sem fjalla um það hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að vörur njóti fríðindameðferðar.Geðþóttaákvörðun Hvaða reglur gilda þá um tímamarkið? Engar sérstakar reglur um það hafa verið gefnar út af stjórnvöldum. Á vef utanríkisráðuneytisins eru engar upplýsingar um það að finna. Tollembættið virðist hins vegar vera með svör við þessu á hreinu. Samkvæmt þeirra „ákvörðun“ gildir fríðindameðferðin einungis fyrir vörur sem leggja af stað frá Kína eftir gildistökuna, það er 1. júlí. Það er að segja, til að njóta tollfríðindanna samkvæmt fríverslunarsamningnum þarf varan að hafa lagt af stað frá Kína eftir 1. júlí. Það geta liðið margir mánuðir frá því að vara er pöntuð og þangað til að hún er komin til landsins frá Kína. Þar af leiðandi segir gildistakan einungis hálfa söguna, því miður. Í sjálfu sér kemur ákvörðun Tollembættisins ekki á óvart. Þetta gæti verið verra. Þeir hefðu til dæmis getað ákveðið að fríðindameðferðin gildi bara um þær vörur sem byrjað var að framleiða í Kína eftir 1. júlí. Það hljómar kannski langsótt, en er það mikið óeðlilegra en að miða við þann dag sem varan leggur af stað frá Kína? Hvað liggur þarna að baki, annað en að kreista síðustu tolltekjurnar í ríkiskassann? Er eðlilegt að þetta sé háð geðþóttaákvörðun Tollembættisins? Væri ekki nærtækara að miða við þann dag sem vörur frá Kína eru tollaðar? Það er jú dagurinn sem tollurinn er lagður á vöruna, en ekki þegar varan er að leggja af stað hinum megin á hnettinum. Eflaust má deila um það hvort ákvörðun Tollembættisins samrýmist markmiðum fríverslunarsamningsins, en höfundi þykir heldur langt seilst, til að girða fyrir áhrif samningsins sem lengst, en á meðan borgar neytandinn meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. júlí síðastliðinn tók fríverslunarsamningur Íslands við Kína gildi. Meginatriði samningsins felur í sér niðurfellingu á tollum af vöruviðskiptum milli landanna tveggja. Ávinningur samningsins fyrir íslenska neytendur er því töluverður, þar sem niðurfelling tolla á innfluttar vörur frá Kína ætti að skila sér í verðlækkun til neytenda, en þó ekki strax. Fríverslunarsamningurinn við Kína hefur verið mörg ár í burðarliðnum. Í janúar á þessu ári fullgilti Alþingi samninginn. Þar með urðu íslensk stjórnvöld skuldbundin að þjóðarétti til að uppfylla ákvæði samningsins. Inn- og útflutningsaðilar á Íslandi hafa frá undirritun samningsins sjálfsagt beðið með eftirvæntingu eftir gildistöku hans. Skrifræði og formlegheit urðu til þess að gildistakan varð ekki fyrr en raun bar vitni, sem eðlilegt getur talist við gerð milliríkjasamninga. Gott og vel. Frá og með 1. júlí mega Íslendingar stunda tollfrjáls vöruviðskipti við Kína. En samt ekki strax. Gildistakan er ekki nákvæmlega útfærð í fríverslunarsamningnum, það er að segja hvaða tímamark ræður því hvaða vörur njóti tollfríðinda. Það kemur til að mynda ekki fram að allar vörur tollaðar eftir 1. júlí skuli njóta tollfrelsis. Einungis eru svokallaðar upprunareglur nánar útfærðar í samningnum sem fjalla um það hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að vörur njóti fríðindameðferðar.Geðþóttaákvörðun Hvaða reglur gilda þá um tímamarkið? Engar sérstakar reglur um það hafa verið gefnar út af stjórnvöldum. Á vef utanríkisráðuneytisins eru engar upplýsingar um það að finna. Tollembættið virðist hins vegar vera með svör við þessu á hreinu. Samkvæmt þeirra „ákvörðun“ gildir fríðindameðferðin einungis fyrir vörur sem leggja af stað frá Kína eftir gildistökuna, það er 1. júlí. Það er að segja, til að njóta tollfríðindanna samkvæmt fríverslunarsamningnum þarf varan að hafa lagt af stað frá Kína eftir 1. júlí. Það geta liðið margir mánuðir frá því að vara er pöntuð og þangað til að hún er komin til landsins frá Kína. Þar af leiðandi segir gildistakan einungis hálfa söguna, því miður. Í sjálfu sér kemur ákvörðun Tollembættisins ekki á óvart. Þetta gæti verið verra. Þeir hefðu til dæmis getað ákveðið að fríðindameðferðin gildi bara um þær vörur sem byrjað var að framleiða í Kína eftir 1. júlí. Það hljómar kannski langsótt, en er það mikið óeðlilegra en að miða við þann dag sem varan leggur af stað frá Kína? Hvað liggur þarna að baki, annað en að kreista síðustu tolltekjurnar í ríkiskassann? Er eðlilegt að þetta sé háð geðþóttaákvörðun Tollembættisins? Væri ekki nærtækara að miða við þann dag sem vörur frá Kína eru tollaðar? Það er jú dagurinn sem tollurinn er lagður á vöruna, en ekki þegar varan er að leggja af stað hinum megin á hnettinum. Eflaust má deila um það hvort ákvörðun Tollembættisins samrýmist markmiðum fríverslunarsamningsins, en höfundi þykir heldur langt seilst, til að girða fyrir áhrif samningsins sem lengst, en á meðan borgar neytandinn meira.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun