Bílum rigndi af himnum ofan Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2014 17:15 Fellibylirnir sem gengu yfir suður- og miðvesturríki Bandaríkjanna skildu eftir sig slóð eyðileggingar og nú er orðið ljóst að minnsta kosti 28 manns týndu lífi í þeim. Byljirnir eirðu fáu og hús og bílar tókust í loft upp og dreifðust yfir stórt svæði. Í þessu myndskeiði frá Louisville í Kentucky má sjá þar sem húshlutar í tætlum hreinlega snjóa af himnum ofan og sundurkramdir bílar liggja á víðavangi. Ljóst má vera af útliti þeirra að þeir hafa flogið hátt og endað margir hverjir sem hálfgerðar pönnukökur. Á litlu svæði sjást 11 bílar afar illa útleiknir og forvitnilegt væri að vita hvað þeir ferðuðustu langt áður en þeim rigndi þarna niður. Dæmi eru reyndar um að fellibyljir hafi þeytt 18 hjóla trukkum í loft upp, svo þessir bílar hafa verið eins og leikfangabílar í höndum þeirra. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent
Fellibylirnir sem gengu yfir suður- og miðvesturríki Bandaríkjanna skildu eftir sig slóð eyðileggingar og nú er orðið ljóst að minnsta kosti 28 manns týndu lífi í þeim. Byljirnir eirðu fáu og hús og bílar tókust í loft upp og dreifðust yfir stórt svæði. Í þessu myndskeiði frá Louisville í Kentucky má sjá þar sem húshlutar í tætlum hreinlega snjóa af himnum ofan og sundurkramdir bílar liggja á víðavangi. Ljóst má vera af útliti þeirra að þeir hafa flogið hátt og endað margir hverjir sem hálfgerðar pönnukökur. Á litlu svæði sjást 11 bílar afar illa útleiknir og forvitnilegt væri að vita hvað þeir ferðuðustu langt áður en þeim rigndi þarna niður. Dæmi eru reyndar um að fellibyljir hafi þeytt 18 hjóla trukkum í loft upp, svo þessir bílar hafa verið eins og leikfangabílar í höndum þeirra.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent