Fram yfir síðasta söludag? Auður Jóhannesdóttir skrifar 30. apríl 2014 13:28 Undanfarið hefur orðið vitundarvakning um matarsóun á Íslandi, þar sem strangar reglur um fyrningu matvæla hafa tekið við af hyggjuviti og trausti á lyktarskyni og sjón sem hafa um aldir hjálpað okkur að meta hvort óhætt er að leggja okkur eitthvað til munns. Nýlega átti ég með nokkurra daga millibili þátt í samræðum þar sem fullfrískt og frambærilegt fólk um miðjan aldur sagðist lenda á hverjum veggnum á fætur öðrum í atvinnuleit sinni vegna þess að það þætti of gamalt. Þá varð mér hugsað til umfjöllunar sem ég sá um matarsóun sem sýndi ruslagám við stórmarkað sem var barmafullur af girnilegu grænmeti og óskemmdri pakkavöru. Þetta fólk var sumsé lent í ruslagáminum. Margir atvinnurekendur virðast nefnilega kjósa að túlka kennitölur sem algilda best-fyrir dagsetningu frekar en að leyfa sér svo mikið sem að lykta af vörunni og velta því fyrir sér hvort hún væri ekki vel nýtileg í máltíð dagsins og gæti jafnvel gætt hana nýjum töfrum. Önnur hindrun sem þessir kunningjar mínir lentu á var að þeim hafði verið hafnað vegna of mikillar þekkingar og reynslu. Of mikillar? Er yfirmaður þá hræddur við að starfsmaðurinn skyggi á hann? Eða um að viðkomandi muni ekki staldra lengi við? Er ekki einmitt tilvalið að ráða einhvern „óverkvalifæd“ ef slíkur starfskraftur býðst, jafnvel í skamman tíma, og sjá hvaða galdur verður þegar nýtt krydd er sett í pottinn? Það er ef til vill ekki skrítið að margir ríghaldi í störfin sín, jafnvel þótt þeir séu ekki lengur á réttum stað. Ég sem hélt að það væri ekki lengur í tísku að lafa nógu lengi á sama staðnum til að fá gullúr að launum. Nú get ég að sjálfsögðu ekki alhæft um aðstæður eldri aldurshópanna á vinnumarkaði út frá nokkrum dæmum – skráð atvinnuleysi er vissulega minna í elstu hópunum en þeim yngstu, en þetta viðhorf, að fólk á miðjum aldri og eldra sé óaðlaðandi starfskraftur, virðist nokkuð útbreitt og því er viðhaldið í orðræðunni. Þurfum við ekki að breyta þessu og hætta að túlka fæðingardaga sem leiðbeiningu um fyrningardag? (Helst án tafar, minn „best-fyrir dagur“ nálgast nefnilega óðfluga) Mestu skiptir samt að það er óhagkvæmt að láta sóun viðgangast, hvaða auðlind sem um ræðir, mat eða mannauð, sérstaklega ef við stefnum öll á að verða hundrað ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur orðið vitundarvakning um matarsóun á Íslandi, þar sem strangar reglur um fyrningu matvæla hafa tekið við af hyggjuviti og trausti á lyktarskyni og sjón sem hafa um aldir hjálpað okkur að meta hvort óhætt er að leggja okkur eitthvað til munns. Nýlega átti ég með nokkurra daga millibili þátt í samræðum þar sem fullfrískt og frambærilegt fólk um miðjan aldur sagðist lenda á hverjum veggnum á fætur öðrum í atvinnuleit sinni vegna þess að það þætti of gamalt. Þá varð mér hugsað til umfjöllunar sem ég sá um matarsóun sem sýndi ruslagám við stórmarkað sem var barmafullur af girnilegu grænmeti og óskemmdri pakkavöru. Þetta fólk var sumsé lent í ruslagáminum. Margir atvinnurekendur virðast nefnilega kjósa að túlka kennitölur sem algilda best-fyrir dagsetningu frekar en að leyfa sér svo mikið sem að lykta af vörunni og velta því fyrir sér hvort hún væri ekki vel nýtileg í máltíð dagsins og gæti jafnvel gætt hana nýjum töfrum. Önnur hindrun sem þessir kunningjar mínir lentu á var að þeim hafði verið hafnað vegna of mikillar þekkingar og reynslu. Of mikillar? Er yfirmaður þá hræddur við að starfsmaðurinn skyggi á hann? Eða um að viðkomandi muni ekki staldra lengi við? Er ekki einmitt tilvalið að ráða einhvern „óverkvalifæd“ ef slíkur starfskraftur býðst, jafnvel í skamman tíma, og sjá hvaða galdur verður þegar nýtt krydd er sett í pottinn? Það er ef til vill ekki skrítið að margir ríghaldi í störfin sín, jafnvel þótt þeir séu ekki lengur á réttum stað. Ég sem hélt að það væri ekki lengur í tísku að lafa nógu lengi á sama staðnum til að fá gullúr að launum. Nú get ég að sjálfsögðu ekki alhæft um aðstæður eldri aldurshópanna á vinnumarkaði út frá nokkrum dæmum – skráð atvinnuleysi er vissulega minna í elstu hópunum en þeim yngstu, en þetta viðhorf, að fólk á miðjum aldri og eldra sé óaðlaðandi starfskraftur, virðist nokkuð útbreitt og því er viðhaldið í orðræðunni. Þurfum við ekki að breyta þessu og hætta að túlka fæðingardaga sem leiðbeiningu um fyrningardag? (Helst án tafar, minn „best-fyrir dagur“ nálgast nefnilega óðfluga) Mestu skiptir samt að það er óhagkvæmt að láta sóun viðgangast, hvaða auðlind sem um ræðir, mat eða mannauð, sérstaklega ef við stefnum öll á að verða hundrað ára.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun