Fram yfir síðasta söludag? Auður Jóhannesdóttir skrifar 30. apríl 2014 13:28 Undanfarið hefur orðið vitundarvakning um matarsóun á Íslandi, þar sem strangar reglur um fyrningu matvæla hafa tekið við af hyggjuviti og trausti á lyktarskyni og sjón sem hafa um aldir hjálpað okkur að meta hvort óhætt er að leggja okkur eitthvað til munns. Nýlega átti ég með nokkurra daga millibili þátt í samræðum þar sem fullfrískt og frambærilegt fólk um miðjan aldur sagðist lenda á hverjum veggnum á fætur öðrum í atvinnuleit sinni vegna þess að það þætti of gamalt. Þá varð mér hugsað til umfjöllunar sem ég sá um matarsóun sem sýndi ruslagám við stórmarkað sem var barmafullur af girnilegu grænmeti og óskemmdri pakkavöru. Þetta fólk var sumsé lent í ruslagáminum. Margir atvinnurekendur virðast nefnilega kjósa að túlka kennitölur sem algilda best-fyrir dagsetningu frekar en að leyfa sér svo mikið sem að lykta af vörunni og velta því fyrir sér hvort hún væri ekki vel nýtileg í máltíð dagsins og gæti jafnvel gætt hana nýjum töfrum. Önnur hindrun sem þessir kunningjar mínir lentu á var að þeim hafði verið hafnað vegna of mikillar þekkingar og reynslu. Of mikillar? Er yfirmaður þá hræddur við að starfsmaðurinn skyggi á hann? Eða um að viðkomandi muni ekki staldra lengi við? Er ekki einmitt tilvalið að ráða einhvern „óverkvalifæd“ ef slíkur starfskraftur býðst, jafnvel í skamman tíma, og sjá hvaða galdur verður þegar nýtt krydd er sett í pottinn? Það er ef til vill ekki skrítið að margir ríghaldi í störfin sín, jafnvel þótt þeir séu ekki lengur á réttum stað. Ég sem hélt að það væri ekki lengur í tísku að lafa nógu lengi á sama staðnum til að fá gullúr að launum. Nú get ég að sjálfsögðu ekki alhæft um aðstæður eldri aldurshópanna á vinnumarkaði út frá nokkrum dæmum – skráð atvinnuleysi er vissulega minna í elstu hópunum en þeim yngstu, en þetta viðhorf, að fólk á miðjum aldri og eldra sé óaðlaðandi starfskraftur, virðist nokkuð útbreitt og því er viðhaldið í orðræðunni. Þurfum við ekki að breyta þessu og hætta að túlka fæðingardaga sem leiðbeiningu um fyrningardag? (Helst án tafar, minn „best-fyrir dagur“ nálgast nefnilega óðfluga) Mestu skiptir samt að það er óhagkvæmt að láta sóun viðgangast, hvaða auðlind sem um ræðir, mat eða mannauð, sérstaklega ef við stefnum öll á að verða hundrað ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur orðið vitundarvakning um matarsóun á Íslandi, þar sem strangar reglur um fyrningu matvæla hafa tekið við af hyggjuviti og trausti á lyktarskyni og sjón sem hafa um aldir hjálpað okkur að meta hvort óhætt er að leggja okkur eitthvað til munns. Nýlega átti ég með nokkurra daga millibili þátt í samræðum þar sem fullfrískt og frambærilegt fólk um miðjan aldur sagðist lenda á hverjum veggnum á fætur öðrum í atvinnuleit sinni vegna þess að það þætti of gamalt. Þá varð mér hugsað til umfjöllunar sem ég sá um matarsóun sem sýndi ruslagám við stórmarkað sem var barmafullur af girnilegu grænmeti og óskemmdri pakkavöru. Þetta fólk var sumsé lent í ruslagáminum. Margir atvinnurekendur virðast nefnilega kjósa að túlka kennitölur sem algilda best-fyrir dagsetningu frekar en að leyfa sér svo mikið sem að lykta af vörunni og velta því fyrir sér hvort hún væri ekki vel nýtileg í máltíð dagsins og gæti jafnvel gætt hana nýjum töfrum. Önnur hindrun sem þessir kunningjar mínir lentu á var að þeim hafði verið hafnað vegna of mikillar þekkingar og reynslu. Of mikillar? Er yfirmaður þá hræddur við að starfsmaðurinn skyggi á hann? Eða um að viðkomandi muni ekki staldra lengi við? Er ekki einmitt tilvalið að ráða einhvern „óverkvalifæd“ ef slíkur starfskraftur býðst, jafnvel í skamman tíma, og sjá hvaða galdur verður þegar nýtt krydd er sett í pottinn? Það er ef til vill ekki skrítið að margir ríghaldi í störfin sín, jafnvel þótt þeir séu ekki lengur á réttum stað. Ég sem hélt að það væri ekki lengur í tísku að lafa nógu lengi á sama staðnum til að fá gullúr að launum. Nú get ég að sjálfsögðu ekki alhæft um aðstæður eldri aldurshópanna á vinnumarkaði út frá nokkrum dæmum – skráð atvinnuleysi er vissulega minna í elstu hópunum en þeim yngstu, en þetta viðhorf, að fólk á miðjum aldri og eldra sé óaðlaðandi starfskraftur, virðist nokkuð útbreitt og því er viðhaldið í orðræðunni. Þurfum við ekki að breyta þessu og hætta að túlka fæðingardaga sem leiðbeiningu um fyrningardag? (Helst án tafar, minn „best-fyrir dagur“ nálgast nefnilega óðfluga) Mestu skiptir samt að það er óhagkvæmt að láta sóun viðgangast, hvaða auðlind sem um ræðir, mat eða mannauð, sérstaklega ef við stefnum öll á að verða hundrað ára.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun