Banaslysum í evrópskri umferð fækkað um helming Finnur Thorlacius skrifar 30. apríl 2014 14:04 Bílaumferð í Frakklandi. Autoblog Banaslysum hefur fækkað mjög mikið í umferðinni í Evrópu síðasta áratug. Árið 2001 voru 28.000 banaslys á evrópskum vegum, en aðeins 12.000 árið 2012. Þetta er reyndar 57% fækkun og verður að teljast góður árangur. Banaslysum í umferðinni hefur fækkað mest í löndum Spánar og Lettland, eða um 66%. Pólland er með hættulegustu vegi Evrópu með 11 dauðaslys á hvern milljarð ekinna kílómetra. Sá samaburður er slæmur í samanburði við Bretland, Holland og Sviss þar sem sambærileg tala er 2 dauðsföll. Pólverjar eiga greinilega verk að vinna. Öruggari bílar eiga stærstan þátt í þessari miklu lækkun, en einnig betri vegir og merkingar. Strangari reglur varðandi ölvunarakstur hefur einnig fækkað dauðaslysum verulega. Þá hefur verið rekinn mikill áróður um notkun bílbelta og á það þátt í árangrinum. Á sama tíma hefur dauðaslysum einnig fækkað verulega á Íslandi, með sambærilegum árangri á á meginlandi Evrópu. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent
Banaslysum hefur fækkað mjög mikið í umferðinni í Evrópu síðasta áratug. Árið 2001 voru 28.000 banaslys á evrópskum vegum, en aðeins 12.000 árið 2012. Þetta er reyndar 57% fækkun og verður að teljast góður árangur. Banaslysum í umferðinni hefur fækkað mest í löndum Spánar og Lettland, eða um 66%. Pólland er með hættulegustu vegi Evrópu með 11 dauðaslys á hvern milljarð ekinna kílómetra. Sá samaburður er slæmur í samanburði við Bretland, Holland og Sviss þar sem sambærileg tala er 2 dauðsföll. Pólverjar eiga greinilega verk að vinna. Öruggari bílar eiga stærstan þátt í þessari miklu lækkun, en einnig betri vegir og merkingar. Strangari reglur varðandi ölvunarakstur hefur einnig fækkað dauðaslysum verulega. Þá hefur verið rekinn mikill áróður um notkun bílbelta og á það þátt í árangrinum. Á sama tíma hefur dauðaslysum einnig fækkað verulega á Íslandi, með sambærilegum árangri á á meginlandi Evrópu.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent