Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel er með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á BMW meistaramótinu, en leikið er í Denver í Colarado-fylki.
Horschel hefur spilað hringina þrjá á samtals 197 höggum eða 68, 66 og átti svo frábæran hring í gær eða spilaði á 63 höggum. Hann fékk alls sjö fugla á holunum átján í gær.
Annar Bandaríkjamaður, Ryan Palmer, er í öðru sætinu þremur höggum á eftir Horschel fyrir lokahringinn. Martin Kaymer og Bubba Watson eru svo ekki langt undan, en þeir eru samtals á 202 höggum eftir hringina þrjá.
Efsti maður styrkleikalistans, Rory McIlroy, hefur ekki verið uppá sitt besta. Hann er samtals níu höggum á eftir Horschel og fjórpúttaði meðal annars á tólftu holu sem er par 3 hola.
Horschel leiðir í Denver

Mest lesið


Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn


Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt
Íslenski boltinn


Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn

„Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“
Íslenski boltinn

„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti

