Hrókurinn safnar fötum og skóm fyrir börn á Grænlandi 27. ágúst 2014 12:23 Mynd/Hrafn Jökulsson Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins hafa sett að af stað söfnun á fötum og skófatnaði fyrir börn og ungmenni í Ittoqqortoormiit, í samráði við skólastjórnendur og aðra vini í þessu litla grænlenska þorpi. Hrókurinn hefur heimsótt þorpið, sem er þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli, síðustu átta árin, haldið skákhátíðir og dreift gjöfum frá Íslandi. Tekið verður við fatnaði á skrifstofu Norræna félagsins, Óðinsgötu 7, Reykjavík. Þá munu nemendur í nokkrum grunnskólum taka þátt í söfnuninni, auk þess sem leitað er til einstaklinga og fyrirtækja. Búið er að stofna hóp á Facebook og eru undirtektir frábærar. Í frétt frá Hróknum segir: Afskekktasta þorp Grænlands heitir Ittoqqortoormiit. Það er á austurströndinni, á 70. breiddargráðu, næstum þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli. Íbúar eru á fimmta hundrað, þar af 110 börn undir 16 ára aldri. Þetta litla þorp skipar stóran sess í hjörtum okkar Hróksmanna. Þangað höfum við farið 8 sinnum á jafnmörgum árum og haldið páska-skákhátíðir fyrir börnin, með góðra manna hjálp. Íbúar Ittoqqortoormiit eru ekki ríkir í veraldlegum skilningi, en að sami skapi auðugir þegar kemur að ljúfmennsku, gestrisni og hjartagæsku. Nú er vetur að ganga í garð, þarna lengst fyrir norðan. Við Hróksmenn höfum ákveðið, í samráði við skólastjórnendur og fleiri vini í litla þorpinu, að efna til söfnunar á fötum og skóm fyrir börnin í bænum. Við biðlum til allra sem vettlingi valda (bókstaflega!) að taka þátt í þessu góða og gefandi verkefni. Samkvæmt upplýsingum frá Peter Mønster skólastjóra er mest þörf fyrir: Vetrarfatnað, kuldastígvél, íþróttaskó og íþróttaföt fyrir leikfimitímana, og yfirhöfuð allskyns föt á börn allt að 16 ára aldri. Aldursskipting barnanna í bænum er þessi: 0-3 ára: 30 börn. 4-8 ára: 30 börn. 9-11 ára: 25 börn. 12-15 ára: 25 börn. Það er gaman að segja frá því að tveir grunnskólar í Reykjavík hafa þegar ákveðið að taka þátt í þessu með okkur. Við leitum eftir nýjum eða óslitnum og hreinum fatnaði. Allir vinir barna á Grænlandi, sem vilja leggja þessu lið með einum eða öðrum hætti, eru hér með beðnir um að senda skilaboð gegnum Facebook-hóp söfnunarinnar, eða með tölvupósti í hrokurinn@gmail.com. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins hafa sett að af stað söfnun á fötum og skófatnaði fyrir börn og ungmenni í Ittoqqortoormiit, í samráði við skólastjórnendur og aðra vini í þessu litla grænlenska þorpi. Hrókurinn hefur heimsótt þorpið, sem er þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli, síðustu átta árin, haldið skákhátíðir og dreift gjöfum frá Íslandi. Tekið verður við fatnaði á skrifstofu Norræna félagsins, Óðinsgötu 7, Reykjavík. Þá munu nemendur í nokkrum grunnskólum taka þátt í söfnuninni, auk þess sem leitað er til einstaklinga og fyrirtækja. Búið er að stofna hóp á Facebook og eru undirtektir frábærar. Í frétt frá Hróknum segir: Afskekktasta þorp Grænlands heitir Ittoqqortoormiit. Það er á austurströndinni, á 70. breiddargráðu, næstum þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli. Íbúar eru á fimmta hundrað, þar af 110 börn undir 16 ára aldri. Þetta litla þorp skipar stóran sess í hjörtum okkar Hróksmanna. Þangað höfum við farið 8 sinnum á jafnmörgum árum og haldið páska-skákhátíðir fyrir börnin, með góðra manna hjálp. Íbúar Ittoqqortoormiit eru ekki ríkir í veraldlegum skilningi, en að sami skapi auðugir þegar kemur að ljúfmennsku, gestrisni og hjartagæsku. Nú er vetur að ganga í garð, þarna lengst fyrir norðan. Við Hróksmenn höfum ákveðið, í samráði við skólastjórnendur og fleiri vini í litla þorpinu, að efna til söfnunar á fötum og skóm fyrir börnin í bænum. Við biðlum til allra sem vettlingi valda (bókstaflega!) að taka þátt í þessu góða og gefandi verkefni. Samkvæmt upplýsingum frá Peter Mønster skólastjóra er mest þörf fyrir: Vetrarfatnað, kuldastígvél, íþróttaskó og íþróttaföt fyrir leikfimitímana, og yfirhöfuð allskyns föt á börn allt að 16 ára aldri. Aldursskipting barnanna í bænum er þessi: 0-3 ára: 30 börn. 4-8 ára: 30 börn. 9-11 ára: 25 börn. 12-15 ára: 25 börn. Það er gaman að segja frá því að tveir grunnskólar í Reykjavík hafa þegar ákveðið að taka þátt í þessu með okkur. Við leitum eftir nýjum eða óslitnum og hreinum fatnaði. Allir vinir barna á Grænlandi, sem vilja leggja þessu lið með einum eða öðrum hætti, eru hér með beðnir um að senda skilaboð gegnum Facebook-hóp söfnunarinnar, eða með tölvupósti í hrokurinn@gmail.com.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira