Hrókurinn safnar fötum og skóm fyrir börn á Grænlandi 27. ágúst 2014 12:23 Mynd/Hrafn Jökulsson Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins hafa sett að af stað söfnun á fötum og skófatnaði fyrir börn og ungmenni í Ittoqqortoormiit, í samráði við skólastjórnendur og aðra vini í þessu litla grænlenska þorpi. Hrókurinn hefur heimsótt þorpið, sem er þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli, síðustu átta árin, haldið skákhátíðir og dreift gjöfum frá Íslandi. Tekið verður við fatnaði á skrifstofu Norræna félagsins, Óðinsgötu 7, Reykjavík. Þá munu nemendur í nokkrum grunnskólum taka þátt í söfnuninni, auk þess sem leitað er til einstaklinga og fyrirtækja. Búið er að stofna hóp á Facebook og eru undirtektir frábærar. Í frétt frá Hróknum segir: Afskekktasta þorp Grænlands heitir Ittoqqortoormiit. Það er á austurströndinni, á 70. breiddargráðu, næstum þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli. Íbúar eru á fimmta hundrað, þar af 110 börn undir 16 ára aldri. Þetta litla þorp skipar stóran sess í hjörtum okkar Hróksmanna. Þangað höfum við farið 8 sinnum á jafnmörgum árum og haldið páska-skákhátíðir fyrir börnin, með góðra manna hjálp. Íbúar Ittoqqortoormiit eru ekki ríkir í veraldlegum skilningi, en að sami skapi auðugir þegar kemur að ljúfmennsku, gestrisni og hjartagæsku. Nú er vetur að ganga í garð, þarna lengst fyrir norðan. Við Hróksmenn höfum ákveðið, í samráði við skólastjórnendur og fleiri vini í litla þorpinu, að efna til söfnunar á fötum og skóm fyrir börnin í bænum. Við biðlum til allra sem vettlingi valda (bókstaflega!) að taka þátt í þessu góða og gefandi verkefni. Samkvæmt upplýsingum frá Peter Mønster skólastjóra er mest þörf fyrir: Vetrarfatnað, kuldastígvél, íþróttaskó og íþróttaföt fyrir leikfimitímana, og yfirhöfuð allskyns föt á börn allt að 16 ára aldri. Aldursskipting barnanna í bænum er þessi: 0-3 ára: 30 börn. 4-8 ára: 30 börn. 9-11 ára: 25 börn. 12-15 ára: 25 börn. Það er gaman að segja frá því að tveir grunnskólar í Reykjavík hafa þegar ákveðið að taka þátt í þessu með okkur. Við leitum eftir nýjum eða óslitnum og hreinum fatnaði. Allir vinir barna á Grænlandi, sem vilja leggja þessu lið með einum eða öðrum hætti, eru hér með beðnir um að senda skilaboð gegnum Facebook-hóp söfnunarinnar, eða með tölvupósti í hrokurinn@gmail.com. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Fleiri fréttir Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli Sjá meira
Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins hafa sett að af stað söfnun á fötum og skófatnaði fyrir börn og ungmenni í Ittoqqortoormiit, í samráði við skólastjórnendur og aðra vini í þessu litla grænlenska þorpi. Hrókurinn hefur heimsótt þorpið, sem er þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli, síðustu átta árin, haldið skákhátíðir og dreift gjöfum frá Íslandi. Tekið verður við fatnaði á skrifstofu Norræna félagsins, Óðinsgötu 7, Reykjavík. Þá munu nemendur í nokkrum grunnskólum taka þátt í söfnuninni, auk þess sem leitað er til einstaklinga og fyrirtækja. Búið er að stofna hóp á Facebook og eru undirtektir frábærar. Í frétt frá Hróknum segir: Afskekktasta þorp Grænlands heitir Ittoqqortoormiit. Það er á austurströndinni, á 70. breiddargráðu, næstum þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli. Íbúar eru á fimmta hundrað, þar af 110 börn undir 16 ára aldri. Þetta litla þorp skipar stóran sess í hjörtum okkar Hróksmanna. Þangað höfum við farið 8 sinnum á jafnmörgum árum og haldið páska-skákhátíðir fyrir börnin, með góðra manna hjálp. Íbúar Ittoqqortoormiit eru ekki ríkir í veraldlegum skilningi, en að sami skapi auðugir þegar kemur að ljúfmennsku, gestrisni og hjartagæsku. Nú er vetur að ganga í garð, þarna lengst fyrir norðan. Við Hróksmenn höfum ákveðið, í samráði við skólastjórnendur og fleiri vini í litla þorpinu, að efna til söfnunar á fötum og skóm fyrir börnin í bænum. Við biðlum til allra sem vettlingi valda (bókstaflega!) að taka þátt í þessu góða og gefandi verkefni. Samkvæmt upplýsingum frá Peter Mønster skólastjóra er mest þörf fyrir: Vetrarfatnað, kuldastígvél, íþróttaskó og íþróttaföt fyrir leikfimitímana, og yfirhöfuð allskyns föt á börn allt að 16 ára aldri. Aldursskipting barnanna í bænum er þessi: 0-3 ára: 30 börn. 4-8 ára: 30 börn. 9-11 ára: 25 börn. 12-15 ára: 25 börn. Það er gaman að segja frá því að tveir grunnskólar í Reykjavík hafa þegar ákveðið að taka þátt í þessu með okkur. Við leitum eftir nýjum eða óslitnum og hreinum fatnaði. Allir vinir barna á Grænlandi, sem vilja leggja þessu lið með einum eða öðrum hætti, eru hér með beðnir um að senda skilaboð gegnum Facebook-hóp söfnunarinnar, eða með tölvupósti í hrokurinn@gmail.com.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Fleiri fréttir Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli Sjá meira