Er það besta sem völ er á, nógu gott? Sóley Ósk Geirsdóttir skrifar 21. mars 2014 07:00 Að fæðast með auka litning eins og einstaklingar með downs heilkenni hafa, er yndisleg viðbót við margbreytileika mannfólksins, þessir einstaklingar hafa yfir að bera svo marga góða kosti og dyggðir og bera af hvað varðar hlýju og einlægni með nærveru sinni. En jafnframt má segja að ýmislegt annað fylgir hinum auka litningi sem að þessir einstaklingar þurfa aðstoð með til þess að auka og efla lífsgæði sín og þátttöku í samfélaginu. Að mínu mati er það hlutverk okkar foreldranna og samfélagsins í heild að koma á móts við þessar þarfir og veita þá allra bestu þjónustu sem völ er á hverjum tíma ásamt því að reyna að uppfæra og betrumbæta þar sem þörf er á hverju sinni. Hvaða þjónusta er í boði fyrir börn með downs heilkenni? Davíð Örn, sonur minn er með downs heilkenni. Tveggja ára gamall byrjaði hann í leikskólanum Víðivöllum í Hafnarfirði. Leitin að réttum leikskóla fyrir hann tók okkur foreldra hans töluverðan tíma og voru ýmsir möguleikar skoðaðir því að við vildum jú finna leikskóla í okkar heimabyggð sem gæti veitt honum þá allra bestu þjónustu sem völ væri á. Mjög fljótlega eftir að hann byrjaði í leikskólanum fundum við að okkur hafði tekist að velja rétt, Davíð fékk alla þá aðstoð sem hann þurfti og leikskólinn byggði upp í kringum hann frábært net sérfræðinga og fagfólks sem öll unnu með okkur að sömu markmiðum þ.e. að efla færni hans og þroska á öllum sviðum daglegs lífs. Í leikskólanum hafði Davíð alltaf manneskju með sér allan daginn eða frá 8-16 sem að leiðbeindi honum, þjálfaði hann og passaði hann eins og þurfti. Þær framfarir og þroski sem sonur okkar sýndi á sínum leikskólaárum fór fram úr okkar björtustu vonum og erum við í dag afar þakklát fyrir þessa frábæru þjónustu sem leikskólinn og annað fagfólk bauð upp á. Haustið 2013 hóf Davíð sína grunnskólagöngu. Eins og með leikskólann þá fórum við foreldrar hans og skoðuðum ýmsa möguleika varðandi val á grunnskóla og var markmiðið það sama og áður, að finna þann skóla sem veitti bestu mögulegu þjónustu sem að völ væri á. Við fundum fljótt að venjulegur grunnskóli í okkar heimabyggð væri ekki góður kostur fyrir hann og sóttum því um skólavist í Klettaskóla í Reykjavík, en það er skóli fyrir börn með þroskahamlanir og ýmsar fatlanir. Í Klettaskóla er einvalalið fagfólks og annars starfsfólks sem umvefur börnin sem þar stunda nám með einskærri hlýju og kærleika. Í þessum skóla er Davíð á meðal jafningja og hefur eignast vini sem er afar dýrmætt að okkar mati. Starfsfólk Klettaskóla veitir þá bestu þjónsutu sem völ er á en staðreyndin er sú að þessi þjónusta er ekki nægileg til þess að börnin sem þar nema fái þann tíma sem þau þurfa á að halda til að læra. Allir sem eitthvað til þekkja varðandi börn með þroskaraskanir eða fötlun af einhverju tagi, vita að þau þurfa í það minnsta helmingi lengri tíma til að læra, þau þurfa mikinn stuðning og athygli. Í ljósi þessa er það með eindæmum skrýtið að börnin fái nægan tíma með manneskju með sér á meðan þau eru í leikskóla en svo þegar að grunnskólagöngu kemur minnkar viðverutíminn, þau hafa ekki manneskju með sér en á sama tíma aukast kröfur varðandi námið. Í dag er Davíð í átta manna bekk og fimm kennarar sinna þeim öllum. Viðverutíminn í skólanum er frá 8-13 og að þeim tíma loknum tekur við gæsla á frístundaheimili til klukkan 16-17. Við foreldrarnir og aðrir sem standa okkur nærri höfum tekið eftir því að Davíð hefur farið aftur á sumum sviðum eftir að hann hóf sína grunnskólagöngu. Að þessu sögðu má það liggja ljóst fyrir að samfélagið sem við búum í veitir börnum með þroskahamlanir og aðrar raskanir, ekki nægilega góða þjónustu í grunnskólum. Það besta sem völ er á, er alls ekki nógu gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Að fæðast með auka litning eins og einstaklingar með downs heilkenni hafa, er yndisleg viðbót við margbreytileika mannfólksins, þessir einstaklingar hafa yfir að bera svo marga góða kosti og dyggðir og bera af hvað varðar hlýju og einlægni með nærveru sinni. En jafnframt má segja að ýmislegt annað fylgir hinum auka litningi sem að þessir einstaklingar þurfa aðstoð með til þess að auka og efla lífsgæði sín og þátttöku í samfélaginu. Að mínu mati er það hlutverk okkar foreldranna og samfélagsins í heild að koma á móts við þessar þarfir og veita þá allra bestu þjónustu sem völ er á hverjum tíma ásamt því að reyna að uppfæra og betrumbæta þar sem þörf er á hverju sinni. Hvaða þjónusta er í boði fyrir börn með downs heilkenni? Davíð Örn, sonur minn er með downs heilkenni. Tveggja ára gamall byrjaði hann í leikskólanum Víðivöllum í Hafnarfirði. Leitin að réttum leikskóla fyrir hann tók okkur foreldra hans töluverðan tíma og voru ýmsir möguleikar skoðaðir því að við vildum jú finna leikskóla í okkar heimabyggð sem gæti veitt honum þá allra bestu þjónustu sem völ væri á. Mjög fljótlega eftir að hann byrjaði í leikskólanum fundum við að okkur hafði tekist að velja rétt, Davíð fékk alla þá aðstoð sem hann þurfti og leikskólinn byggði upp í kringum hann frábært net sérfræðinga og fagfólks sem öll unnu með okkur að sömu markmiðum þ.e. að efla færni hans og þroska á öllum sviðum daglegs lífs. Í leikskólanum hafði Davíð alltaf manneskju með sér allan daginn eða frá 8-16 sem að leiðbeindi honum, þjálfaði hann og passaði hann eins og þurfti. Þær framfarir og þroski sem sonur okkar sýndi á sínum leikskólaárum fór fram úr okkar björtustu vonum og erum við í dag afar þakklát fyrir þessa frábæru þjónustu sem leikskólinn og annað fagfólk bauð upp á. Haustið 2013 hóf Davíð sína grunnskólagöngu. Eins og með leikskólann þá fórum við foreldrar hans og skoðuðum ýmsa möguleika varðandi val á grunnskóla og var markmiðið það sama og áður, að finna þann skóla sem veitti bestu mögulegu þjónustu sem að völ væri á. Við fundum fljótt að venjulegur grunnskóli í okkar heimabyggð væri ekki góður kostur fyrir hann og sóttum því um skólavist í Klettaskóla í Reykjavík, en það er skóli fyrir börn með þroskahamlanir og ýmsar fatlanir. Í Klettaskóla er einvalalið fagfólks og annars starfsfólks sem umvefur börnin sem þar stunda nám með einskærri hlýju og kærleika. Í þessum skóla er Davíð á meðal jafningja og hefur eignast vini sem er afar dýrmætt að okkar mati. Starfsfólk Klettaskóla veitir þá bestu þjónsutu sem völ er á en staðreyndin er sú að þessi þjónusta er ekki nægileg til þess að börnin sem þar nema fái þann tíma sem þau þurfa á að halda til að læra. Allir sem eitthvað til þekkja varðandi börn með þroskaraskanir eða fötlun af einhverju tagi, vita að þau þurfa í það minnsta helmingi lengri tíma til að læra, þau þurfa mikinn stuðning og athygli. Í ljósi þessa er það með eindæmum skrýtið að börnin fái nægan tíma með manneskju með sér á meðan þau eru í leikskóla en svo þegar að grunnskólagöngu kemur minnkar viðverutíminn, þau hafa ekki manneskju með sér en á sama tíma aukast kröfur varðandi námið. Í dag er Davíð í átta manna bekk og fimm kennarar sinna þeim öllum. Viðverutíminn í skólanum er frá 8-13 og að þeim tíma loknum tekur við gæsla á frístundaheimili til klukkan 16-17. Við foreldrarnir og aðrir sem standa okkur nærri höfum tekið eftir því að Davíð hefur farið aftur á sumum sviðum eftir að hann hóf sína grunnskólagöngu. Að þessu sögðu má það liggja ljóst fyrir að samfélagið sem við búum í veitir börnum með þroskahamlanir og aðrar raskanir, ekki nægilega góða þjónustu í grunnskólum. Það besta sem völ er á, er alls ekki nógu gott.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun