Próteinríkt fæði og dánartíðni Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Laufey Steingrímsdóttir skrifar 21. mars 2014 07:00 Þann 4. mars síðastliðinn birtist vísindagrein í Cell Metabolism um áhrif próteinneyslu á dánartíðni (1). Niðurstöður þessarar umfangsmiklu bandarísku rannsóknar hafa vakið athygli, en þar birtist bæði heildardánartíðni og dánarorsakir fólks sem borðaði misjafnlega próteinríkt fæði. Að auki fjallaði greinin um músa- og frumutilraunir sem studdu tilgátu höfundanna um að mjög próteinríkt fæði stuðlaði að aukinni framleiðslu á insúlíni og insúlínlíkum vaxtarþætti 1 (IGF-1), en hvort tveggja eru áhættuþættir í myndum sumra krabbameina og þróun sykursýki týpu 2.Rannsóknin Þátttakendur í rannsókninni voru tæplega 6.400 talsins á aldrinum 50 ára og eldri. Upplýsingar um mataræði þeirra voru fengnar með sólarhringsupprifjun þ.e. þátttakendur töldu upp allt sem þeir borðuðu og drukku á einum sólarhring. Að 18 árum liðnum voru mataræðisgögnin svo tengd við dánarmeinaskrá. Á þessum tíma höfðu 40% þátttakenda látist, þar af 19% vegna hjarta-og æðasjúkdóma, 10% vegna krabbameina og 1% vegna sykursýki. Meirihluti þátttakenda (93%) taldi að mataræði sitt í sólarhringsupprifjuninni endurspeglaði hefðbundið daglegt fæði. Að meðaltali veitti fæðið 1.823 hitaeiningar (kcal) þar af 16% úr próteinum sem að langmestu leyti voru úr dýraafurðum (11%).Helstu niðurstöður Þrátt fyrir að hlutföll orkuefna í fæði þátttakenda hafi að meðaltali verið í samræmi við opinberar ráðleggingar, þá var töluverður breytileiki í fæðumynstrinu sem einmitt veitir tækifæri til að skoða samband neyslu og heilsuútkomu, þar með talið dánartíðni. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa eftir próteinhlutfallinu í fæðinu. Viðmiðunarhópurinn fékk undir 10% orkunnar úr próteinum, annar hópurinn á bilinu 10-19% og sá þriðji 20% eða meira úr próteinum, en alls voru 1.146 manns í síðastnefnda hópnum. Helstu niðurstöðurnar voru þær að þeir sem voru í hæsta próteinhópnum voru fimm sinnum líklegri til að deyja vegna sykursýki á þessu átján ára tímabili sem rannsóknin náði yfir. Þegar allur hópurinn var skoðaður fundust ekki tengsl við dánartíðni af völdum annarra orsaka en sykursýki. Annað kom í ljós þegar þátttakendum var skipt í tvo aldursflokka en þá sáust víxlhrif milli hópanna sem voru á þá leið að heildardánarlíkur þátttakenda á aldrinum 50-65 ára sem borðuðu mjög próteinríkt fæði ( 20%) voru 75% meiri en hinna sem borðuðu minna prótein og dánarlíkur vegna krabbameina voru fjórfalt meiri (400%) í hæsta próteinhópnum. Hið gagnstæða sást hins vegar hjá eldri þátttakendum (66 ára og eldri). Hjá þeim var próteinríkt fæði verndandi og minnkaði líkur á dauðsfalli á tímabilinu, og þá sérstaklega vegna krabbameins. Þá skal tekið fram að prótein úr jurtaríkinu tengdust ekki auknum dánarlíkum, eingöngu dýraprótein. Það vekur athygli að yngri aldurshópurinn, sem fékk 10-19% orkunnar úr próteinum, þ.e. ríflegt magn en alls ekki mesta magnið, var einnig í aukinni áhættu á að deyja vegna krabbameina borið saman við hópinn sem fékk minnst. Í öllum útreikningum var tekið tillit til annarra áhættuþátta s.s. aldurs, kyns, kynþáttar, mittisummáls, reykinga, sjúkdóma, heildarorku fæðunnar, hvort viðkomandi segðist almennt borða líkt og kom fram í sólarhringsupprifjuninni, hvort hann eða hún hafi reynt að léttast síðastliðið ár eða breytt um mataræði síðastliðið ár.Túlkun niðurstaðna Rannsóknin hefur verið gagnrýnd m.a. af þeirri ástæðu að það geti hreinlega ekki staðist að það sé jákvætt að fá lítið af próteinum úr fæðunni á aldrinum 50-65 ára en svo verði kúvending og þörfin fyrir prótein aukist umtalsvert eftir þann aldur. Höfundar rannsóknarinnar færa reyndar góð rök fyrir þessum niðurstöðum, rök sem alls ekki eru ný af nálinni. Það er vel þekkt að þegar fólk fer að nálgast sjötugt, byrja flestir að hrörna lítillega, fólk tapar vöðvamassa og framleiðsla á insúlínlíkum vaxtarþætti minnkar. Með aukinni próteinneyslu má vinna aðeins gegn þessum aldurstengdu breytingum og þar með auka lífslíkurnar. Það hefur líka sýnt sig að próteinþörfin er ekki sú sama á öllum æviskeiðum og í norrænum ráðleggingum um mataræði er m.a. tekið tillit til þessa. Þar er mælt með því að börn á aldrinum 6-23 mánaða fái á bilinu 7-15% orkunnar frá próteinum, meðal annars vegna þess að það hefur sýnt sig að mjög próteinríkt fæði á unga aldri tengist auknum líkum á offitu síðar meir (2). Í þessum sömu ráðleggingum kemur einnig fram að próteinþörf eykst á efri árum og þar er mælt með að fólk á aldrinum 65 ára og eldri fái 15-20% orkunnar frá próteinum daglega. Samkvæmt íslenskum könnunum á mataræði borða langflestir landsmenn þetta próteinríkt fæði, á bilinu 15-20% orku, og næsta fáheyrt að nokkur fari undir 10%, enda er fæði hér á landi almennt próteinríkt. Í bandarísku rannsókninni kom fram að það skiptir máli úr hvaða fæðu við fáum próteinið, og er það í samræmi við fjölda rannsókna sem sýna aukna krabbameinsáhættu, sérstaklega fyrir krabbamein í ristli og endaþarmi, við neyslu á rauðu kjöti og unnum kjötvörum sem m.a. innihalda mikið salt (3). Hins vegar kemur ekki fram í þessari rannsókn hvaða dýraprótein voru algengust í fæði þátttakenda.Aðrar rannsóknir Fram til þessa hafa fáar rannsóknir beinst sérstaklega að sambandi próteinneyslu og heildardánartíðni. Örfáar rannsóknir hafa skoðað dánartíðni meðal þeirra sem borða kolvetnalítið og próteinríkt fæði, sérstaklega prótein úr dýraafurðum. Í yfirlitsgrein sem birtist á síðasta ári og fjallaði um áhrif próteina á heilsu voru sagðar vísbendingar „suggestive evidence“ um aukna dánartíðni og sykursýki gerð 2 við mikla próteinneyslu. Höfundar greinarinnar töldu að ekki væri hægt að greina hvort þessi áhrif væru tengd skorti á kolvetnum úr fæðunni, þá sérstaklega trefjaefnum, eða ofgnótt af próteinunum (4).Veikleikar rannsóknarinnar Helsti veikleiki þessarar rannsóknar er að mataræðið var aðeins metið einu sinni á þessu átján ára tímabili og fæðið gæti því vel hafa breyst á þessum tíma. Einnig virðist sem engar upplýsingar hafi verið um hreyfingu þátttakenda. Ekki er víst að þessi atriði skipti máli en samt sem áður verðum við að taka þessum niðurstöðum með ákveðinni varúð. Hér er á ferðinni vísbending úr afar fjölmennri rannsókn, þess efnis að of mikið prótein í fæðu geti aukið dánarlíkur, þá sérstaklega vegna krabbameins Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi rannsókn náði aðeins til fólks sem er 50 ára og eldra og því erfitt að meta hver áhrifin yrðu meðal yngra fólks sem borðar mjög próteinríkt fæði.Lokaorð Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í samræmi við fleiri rannsóknir á þessu sviði og benda sterklega til þess að rannsaka þurfi betur sambandið milli mjög próteinríks fæðis og heilsu fólks. Í millitíðinni er ekki verra að hafa varann á og leggja áherslu á að borða fjölbreytt fæði og þá sérstaklega fæðutegundir úr jurtaríkinu. 1. Levine ME, Suarez JA, Brandhorst S, Balasubramanian P, Cheng CW, Madia F, et al. Low Protein Intake Is Associated with a Major Reduction in IGF-1, Cancer, and Overall Mortality in the 65 and Younger but Not Older Population. Cell metabolism. 2014 Mar 4;19(3):407-17. PubMed PMID: 24606898. 2. Nordic Nutrition Recommendations 2012 - Integrating nutrition and physical activity: Nordic Council of Ministers; 2014. 3. Yusof AS, Isa ZM, Shah SA. Dietary patterns and risk of colorectal cancer: a systematic review of cohort studies (2000-2011). Asian Pacific journal of cancer prevention : APJCP. 2012;13(9):4713-7. PubMed PMID: 23167408. 4. Pedersen AN, Kondrup J, Borsheim E. Health effects of protein intake in healthy adults: a systematic literature review. Food & nutrition research. 2013;57. PubMed PMID: 23908602. Pubmed Central PMCID: 3730112. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 4. mars síðastliðinn birtist vísindagrein í Cell Metabolism um áhrif próteinneyslu á dánartíðni (1). Niðurstöður þessarar umfangsmiklu bandarísku rannsóknar hafa vakið athygli, en þar birtist bæði heildardánartíðni og dánarorsakir fólks sem borðaði misjafnlega próteinríkt fæði. Að auki fjallaði greinin um músa- og frumutilraunir sem studdu tilgátu höfundanna um að mjög próteinríkt fæði stuðlaði að aukinni framleiðslu á insúlíni og insúlínlíkum vaxtarþætti 1 (IGF-1), en hvort tveggja eru áhættuþættir í myndum sumra krabbameina og þróun sykursýki týpu 2.Rannsóknin Þátttakendur í rannsókninni voru tæplega 6.400 talsins á aldrinum 50 ára og eldri. Upplýsingar um mataræði þeirra voru fengnar með sólarhringsupprifjun þ.e. þátttakendur töldu upp allt sem þeir borðuðu og drukku á einum sólarhring. Að 18 árum liðnum voru mataræðisgögnin svo tengd við dánarmeinaskrá. Á þessum tíma höfðu 40% þátttakenda látist, þar af 19% vegna hjarta-og æðasjúkdóma, 10% vegna krabbameina og 1% vegna sykursýki. Meirihluti þátttakenda (93%) taldi að mataræði sitt í sólarhringsupprifjuninni endurspeglaði hefðbundið daglegt fæði. Að meðaltali veitti fæðið 1.823 hitaeiningar (kcal) þar af 16% úr próteinum sem að langmestu leyti voru úr dýraafurðum (11%).Helstu niðurstöður Þrátt fyrir að hlutföll orkuefna í fæði þátttakenda hafi að meðaltali verið í samræmi við opinberar ráðleggingar, þá var töluverður breytileiki í fæðumynstrinu sem einmitt veitir tækifæri til að skoða samband neyslu og heilsuútkomu, þar með talið dánartíðni. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa eftir próteinhlutfallinu í fæðinu. Viðmiðunarhópurinn fékk undir 10% orkunnar úr próteinum, annar hópurinn á bilinu 10-19% og sá þriðji 20% eða meira úr próteinum, en alls voru 1.146 manns í síðastnefnda hópnum. Helstu niðurstöðurnar voru þær að þeir sem voru í hæsta próteinhópnum voru fimm sinnum líklegri til að deyja vegna sykursýki á þessu átján ára tímabili sem rannsóknin náði yfir. Þegar allur hópurinn var skoðaður fundust ekki tengsl við dánartíðni af völdum annarra orsaka en sykursýki. Annað kom í ljós þegar þátttakendum var skipt í tvo aldursflokka en þá sáust víxlhrif milli hópanna sem voru á þá leið að heildardánarlíkur þátttakenda á aldrinum 50-65 ára sem borðuðu mjög próteinríkt fæði ( 20%) voru 75% meiri en hinna sem borðuðu minna prótein og dánarlíkur vegna krabbameina voru fjórfalt meiri (400%) í hæsta próteinhópnum. Hið gagnstæða sást hins vegar hjá eldri þátttakendum (66 ára og eldri). Hjá þeim var próteinríkt fæði verndandi og minnkaði líkur á dauðsfalli á tímabilinu, og þá sérstaklega vegna krabbameins. Þá skal tekið fram að prótein úr jurtaríkinu tengdust ekki auknum dánarlíkum, eingöngu dýraprótein. Það vekur athygli að yngri aldurshópurinn, sem fékk 10-19% orkunnar úr próteinum, þ.e. ríflegt magn en alls ekki mesta magnið, var einnig í aukinni áhættu á að deyja vegna krabbameina borið saman við hópinn sem fékk minnst. Í öllum útreikningum var tekið tillit til annarra áhættuþátta s.s. aldurs, kyns, kynþáttar, mittisummáls, reykinga, sjúkdóma, heildarorku fæðunnar, hvort viðkomandi segðist almennt borða líkt og kom fram í sólarhringsupprifjuninni, hvort hann eða hún hafi reynt að léttast síðastliðið ár eða breytt um mataræði síðastliðið ár.Túlkun niðurstaðna Rannsóknin hefur verið gagnrýnd m.a. af þeirri ástæðu að það geti hreinlega ekki staðist að það sé jákvætt að fá lítið af próteinum úr fæðunni á aldrinum 50-65 ára en svo verði kúvending og þörfin fyrir prótein aukist umtalsvert eftir þann aldur. Höfundar rannsóknarinnar færa reyndar góð rök fyrir þessum niðurstöðum, rök sem alls ekki eru ný af nálinni. Það er vel þekkt að þegar fólk fer að nálgast sjötugt, byrja flestir að hrörna lítillega, fólk tapar vöðvamassa og framleiðsla á insúlínlíkum vaxtarþætti minnkar. Með aukinni próteinneyslu má vinna aðeins gegn þessum aldurstengdu breytingum og þar með auka lífslíkurnar. Það hefur líka sýnt sig að próteinþörfin er ekki sú sama á öllum æviskeiðum og í norrænum ráðleggingum um mataræði er m.a. tekið tillit til þessa. Þar er mælt með því að börn á aldrinum 6-23 mánaða fái á bilinu 7-15% orkunnar frá próteinum, meðal annars vegna þess að það hefur sýnt sig að mjög próteinríkt fæði á unga aldri tengist auknum líkum á offitu síðar meir (2). Í þessum sömu ráðleggingum kemur einnig fram að próteinþörf eykst á efri árum og þar er mælt með að fólk á aldrinum 65 ára og eldri fái 15-20% orkunnar frá próteinum daglega. Samkvæmt íslenskum könnunum á mataræði borða langflestir landsmenn þetta próteinríkt fæði, á bilinu 15-20% orku, og næsta fáheyrt að nokkur fari undir 10%, enda er fæði hér á landi almennt próteinríkt. Í bandarísku rannsókninni kom fram að það skiptir máli úr hvaða fæðu við fáum próteinið, og er það í samræmi við fjölda rannsókna sem sýna aukna krabbameinsáhættu, sérstaklega fyrir krabbamein í ristli og endaþarmi, við neyslu á rauðu kjöti og unnum kjötvörum sem m.a. innihalda mikið salt (3). Hins vegar kemur ekki fram í þessari rannsókn hvaða dýraprótein voru algengust í fæði þátttakenda.Aðrar rannsóknir Fram til þessa hafa fáar rannsóknir beinst sérstaklega að sambandi próteinneyslu og heildardánartíðni. Örfáar rannsóknir hafa skoðað dánartíðni meðal þeirra sem borða kolvetnalítið og próteinríkt fæði, sérstaklega prótein úr dýraafurðum. Í yfirlitsgrein sem birtist á síðasta ári og fjallaði um áhrif próteina á heilsu voru sagðar vísbendingar „suggestive evidence“ um aukna dánartíðni og sykursýki gerð 2 við mikla próteinneyslu. Höfundar greinarinnar töldu að ekki væri hægt að greina hvort þessi áhrif væru tengd skorti á kolvetnum úr fæðunni, þá sérstaklega trefjaefnum, eða ofgnótt af próteinunum (4).Veikleikar rannsóknarinnar Helsti veikleiki þessarar rannsóknar er að mataræðið var aðeins metið einu sinni á þessu átján ára tímabili og fæðið gæti því vel hafa breyst á þessum tíma. Einnig virðist sem engar upplýsingar hafi verið um hreyfingu þátttakenda. Ekki er víst að þessi atriði skipti máli en samt sem áður verðum við að taka þessum niðurstöðum með ákveðinni varúð. Hér er á ferðinni vísbending úr afar fjölmennri rannsókn, þess efnis að of mikið prótein í fæðu geti aukið dánarlíkur, þá sérstaklega vegna krabbameins Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi rannsókn náði aðeins til fólks sem er 50 ára og eldra og því erfitt að meta hver áhrifin yrðu meðal yngra fólks sem borðar mjög próteinríkt fæði.Lokaorð Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í samræmi við fleiri rannsóknir á þessu sviði og benda sterklega til þess að rannsaka þurfi betur sambandið milli mjög próteinríks fæðis og heilsu fólks. Í millitíðinni er ekki verra að hafa varann á og leggja áherslu á að borða fjölbreytt fæði og þá sérstaklega fæðutegundir úr jurtaríkinu. 1. Levine ME, Suarez JA, Brandhorst S, Balasubramanian P, Cheng CW, Madia F, et al. Low Protein Intake Is Associated with a Major Reduction in IGF-1, Cancer, and Overall Mortality in the 65 and Younger but Not Older Population. Cell metabolism. 2014 Mar 4;19(3):407-17. PubMed PMID: 24606898. 2. Nordic Nutrition Recommendations 2012 - Integrating nutrition and physical activity: Nordic Council of Ministers; 2014. 3. Yusof AS, Isa ZM, Shah SA. Dietary patterns and risk of colorectal cancer: a systematic review of cohort studies (2000-2011). Asian Pacific journal of cancer prevention : APJCP. 2012;13(9):4713-7. PubMed PMID: 23167408. 4. Pedersen AN, Kondrup J, Borsheim E. Health effects of protein intake in healthy adults: a systematic literature review. Food & nutrition research. 2013;57. PubMed PMID: 23908602. Pubmed Central PMCID: 3730112.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar