Menntastefna fjármálaráðuneytis? Guðbjartur Hannesson skrifar 21. mars 2014 07:00 Enn og aftur þurfa uppeldisstéttir að berjast fyrir kjörum sínum með verkföllum og ræða menntastefnu við samninganefnd ríkisins. Aðilar almenna vinnumarkaðarins hafa samið og það á að binda kennara á sama bás óháð því hvernig laun hafa þróast hjá ólíkum stéttum á undanförnum árum og hvernig ríki og almenni markaðurinn verðmetur vinnu starfsstétta með sambærilega menntun. Á sama tíma hefur komið fram í fjölmiðlum að menntamálaráðherra geri það að skilyrði fyrir kjarabótum að framhaldsskólinn verði styttur. Beðið er eftir Hvítbók, skýrslu ráðherra, sem á að draga fram helstu álitamál og viðfangsefni í íslensku skólastarfi, ekki hvað síst varðandi styttingu náms til lokaprófs og brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum. Hún átti að verða til þess að skapa umræðu um framhaldsskólastigið svo hægt væri að ná breiðri samstöðu um breytingar. Skilaboð menntamálaráðherra hafa verið afar misvísandi og helst þau að ráðherra telji að enn megi hagræða í fjársveltum framhaldsskólum. Ekkert er rætt um innihald náms né hvernig fjármagna eigi t.d. bætt iðn- og starfsnám, tækniframfarir og bætta aðstöðu fyrir nemendur og kennara. Á þessi atriði var ítrekað bent við gerð síðustu fjárlaga þar sem enn frekari niðurskurður fjárveitinga var samþykktur og breytingartillögum um hækkanir var hafnað, þrátt fyrir aukið svigrúm í rekstri ríkissjóðs. Nú er útlit fyrir að það verði gerðir kjarasamningar um framtíð og fyrirkomulag framhaldsskólans á Íslandi, af fjármála- og efnahagsráðuneyti, áður en almenn fagleg umræðan í samfélaginu á sér stað um innihald náms og gæði! Von er á enn einu valdboðinu frá ríkisstjórninni, þar sem Alþingi verður stillt upp frammi fyrir gerðum hlut og gert að samþykkja lög til að uppfylla slíka kjarasamninga. Þetta eru úrelt vinnubrögð sem varla leiða af sér bestu niðurstöðu. Nú þegar rofar til þarf að forgangsraða í þágu menntunar. Fyrsta skrefið er að leiðrétta laun kennara þannig að þau standist samanburð. Það skref verður að stíga strax. Við þurfum vel menntaða og vel launaða kennara til að takast á við sífellt ný og krefjandi verkefni, svo hægt verði að efla enn frekar skólastarf á framhaldsskólastigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur þurfa uppeldisstéttir að berjast fyrir kjörum sínum með verkföllum og ræða menntastefnu við samninganefnd ríkisins. Aðilar almenna vinnumarkaðarins hafa samið og það á að binda kennara á sama bás óháð því hvernig laun hafa þróast hjá ólíkum stéttum á undanförnum árum og hvernig ríki og almenni markaðurinn verðmetur vinnu starfsstétta með sambærilega menntun. Á sama tíma hefur komið fram í fjölmiðlum að menntamálaráðherra geri það að skilyrði fyrir kjarabótum að framhaldsskólinn verði styttur. Beðið er eftir Hvítbók, skýrslu ráðherra, sem á að draga fram helstu álitamál og viðfangsefni í íslensku skólastarfi, ekki hvað síst varðandi styttingu náms til lokaprófs og brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum. Hún átti að verða til þess að skapa umræðu um framhaldsskólastigið svo hægt væri að ná breiðri samstöðu um breytingar. Skilaboð menntamálaráðherra hafa verið afar misvísandi og helst þau að ráðherra telji að enn megi hagræða í fjársveltum framhaldsskólum. Ekkert er rætt um innihald náms né hvernig fjármagna eigi t.d. bætt iðn- og starfsnám, tækniframfarir og bætta aðstöðu fyrir nemendur og kennara. Á þessi atriði var ítrekað bent við gerð síðustu fjárlaga þar sem enn frekari niðurskurður fjárveitinga var samþykktur og breytingartillögum um hækkanir var hafnað, þrátt fyrir aukið svigrúm í rekstri ríkissjóðs. Nú er útlit fyrir að það verði gerðir kjarasamningar um framtíð og fyrirkomulag framhaldsskólans á Íslandi, af fjármála- og efnahagsráðuneyti, áður en almenn fagleg umræðan í samfélaginu á sér stað um innihald náms og gæði! Von er á enn einu valdboðinu frá ríkisstjórninni, þar sem Alþingi verður stillt upp frammi fyrir gerðum hlut og gert að samþykkja lög til að uppfylla slíka kjarasamninga. Þetta eru úrelt vinnubrögð sem varla leiða af sér bestu niðurstöðu. Nú þegar rofar til þarf að forgangsraða í þágu menntunar. Fyrsta skrefið er að leiðrétta laun kennara þannig að þau standist samanburð. Það skref verður að stíga strax. Við þurfum vel menntaða og vel launaða kennara til að takast á við sífellt ný og krefjandi verkefni, svo hægt verði að efla enn frekar skólastarf á framhaldsskólastigi.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar