
Ógnin fyrr og síðar
En nú blasir við að með yfirtöku Rússa á Krímskaga 2014, riðlaðist sú ríkjaskipan sem staðið hafði í 25 ár og samskiptin færst á annað stig. Allt fór mjög til verri vegar við ásakanir um að Rússar hafi látið sínum liðsmönnum té eldflaugabúnaðinn til þess ódæðisverks að skjóta niður malasísku farþegaflugvélina.
Upphaf þessa var að Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu, riftaði aukaaðildarsamningi við ESB, sem undirrita átti í árslok 2013, en gerði þess í stað samstarfssamning við Rússa. Þetta leiddi til mikilla mótmæla í Kiev, afsagnar og landflótta Yanukovych. Í maí sl. var haldin forsetakosning og valinn í þann stól Petro Porosjenko. Þá greip Pútín tækifærið að einangra Krímskaga, sem eftir „þjóðaratkvæði“ var innlimaður í Rússland. Rússar tóku að vopna rússneskumælandi minnihluta og rússneskur her er í viðbragðsstöðu við landamæri Úkraínu. Rússland er nú sá fjandmaður, sem var frá 1949 þegar NATO var stofnað. Herafli var aukinn í Póllandi, Eystrasaltsríkjunum og Búlgaríu. Þeir voru reknir úr G8-samvinnu helstu iðnríkja. NATO lagði af samráðsvettvanginn í NATO Russia Council. Samningar um aðild þeirra að OECD voru lagðir á hilluna. Efnahagslegar- og fjármálalegar þvingunarráðstafanir Bandaríkjanna voru enn hertar í júlí.
Hervæða á ný
Við norðurskautið hervæða Rússar á ný víglínu kalda stríðsins. RIANOVOSTI-fréttastofan tilkynnti 24. apríl sl. að Pútín forseti hefði ákveðið að koma upp neti nútíma flotabækistöðva á heimsskautssvæðinu vegna nýrrar kynslóða herskipa og kafbáta. Aftur kæmu í notkun tvær flotabækistöðvar og flugvellir í Síberíu ásamt sjö á Kolaskaga. Herða skyldi á kröfum um hafsbotninn, sem er jarðfræðilega tengdur Rússland en það á við um norðurpólinn, sem þeir hafa helgað sér. Á dögum kalda stríðsins ríkti þarna stöðugleiki vegna varna NATO, ekki hvað síst frá Keflavík.
Bandaríkin lögðu niður fasta viðveru í Keflavík 2006 en eru aðalþátttakandi í tímabundinni loftrýmisgæslu. Svíþjóð og Finnland koma þar einnig við sögu undir forystu Noregs. Skýrsla frá Carnegie Foundation segir að „Úkraínukrísan hafi bætt norðurvíglínu (e. northern flank) við vestursvæði nýrra átaka. Einmitt þegar hæst stóð út af Krímskaga efndu Rússar til heræfinga í Íshafinu… Tafir eða jafnvel uppnám samvinnu á norðurskautinu sem hófst giftusamleg 2008, beri ekki að útiloka við þessar kringumstæður …“
Sögulegu tækifæri var glatað, að ekki skyldi farið ráðum mikils málþings um Öryggismál á norðurslóðum og NATO, sem haldið var í Reykjavík 29.-30. janúar 2009. Þátttakendur voru um 300 frá öllum 26 aðildarríkjum bandalagsins með forystu starfsliðs þess með ráðherrum og þingmönnum. Þáverandi aðalframkvæmdastjóri, Jaap de Hoop Scheffer, var mjög eindreginn talsmaður þess að NATO hefði hlutverki að gegna á norðurslóðum. Niðurstöður formanns í ráðstefnulok voru m.a. að nauðsynlegt væri að ná miklu nánari samvinnu í NATO-Russia Council; styrkja bæri samstarfið við Rússa í björgunar- og leitaraðgerðum og lá þá beint við að Keflavík yrði miðstöð þess samstarfs.
Það er til furðu að þessum tillögum skyldi ekki fylgt eftir og að meiri áhugi var á meintum gereyðingarvopnum Saddams Husseins en á Norðurskautinu. Ofan á varð lítt skiljanleg stefna Kanada, að norðurskautið væri utan varnarráðagerða NATO. En nú má sjá að hér réði versta skammsýni. Heimurinn kallar á að þjóðarmorð í Palestínu séu stöðvuð og Úkraínukrísunni ljúki en að síðan hefjist viðræður stórveldanna. Fylgir því ekki góð gæfa að bjóða aftur upp á Höfða?
Það er þakkarvert að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur markað stefnu um samstöðu við NATO um stuðning við uppbyggingu Úkraínu og að Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra var sendur út sem einn fyrirliða í eftirliti ÖSE.
Skoðun

Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Er Akureyri að missa háskólann sinn?
Aðalbjörn Jóhannsson skrifar

Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims
Stella Samúelsdóttir skrifar

Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein
Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum
Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Andaðu rólega elskan...
Ester Hilmarsdóttir skrifar

Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir
Bogi Ragnarsson skrifar

Kópavogsleiðinn
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum
Nótt Thorberg skrifar

Lærum að lesa og reikna
Jón Pétur Zimsen skrifar

Loforðið sem borgarstjóri gleymdi
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Kristrún, það er bannað að plata
Snorri Másson skrifar

Öndunaræfingar í boði SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Öndum rólega – á meðan húsið brennur
Magnús Magnússon skrifar

Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar
Halla Gunnarsdóttir skrifar

50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni?
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ferðalag úr fangelsi hugans
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Hraðahindranir fyrir strætó
Sveinn Ólafsson skrifar

Íslenzkir sambandsríkissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Garðurinn okkar fyllist af illgresi
Davíð Bergmann skrifar

Nýtt landsframlag – og hvað svo?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum
Gunnar Salvarsson skrifar

Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu?
Hermann Helguson skrifar