Ógnin fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 22. júlí 2014 07:00 Váleg tíðindi, eins og var með farþegaþotu grandað yfir Úkraínu, gera ekki boð á undan sér. Hið sama getur átt við um hin góðu. Það var vissulega hið mesta undrunarefni, ekki síður annarra en Íslendinga, að Reykjavík varð fyrir valinu til fundar þeirra Gorbachevs og Reagans í Höfða 1986. Og síðar kom í ljós að fundurinn var upphaf ferlis sem leiddi til loka kalda stríðsins með falli Berlínarmúrsins 1989. Aflétt var ógn kjarnorkustríðs. Spennuþrungnum vonum og vonbrigðum í Höfða er vel lýst í nýútkominni bók Reagan at Reykjavík eftir ráðgjafa hans Ken Adelman. En nú blasir við að með yfirtöku Rússa á Krímskaga 2014, riðlaðist sú ríkjaskipan sem staðið hafði í 25 ár og samskiptin færst á annað stig. Allt fór mjög til verri vegar við ásakanir um að Rússar hafi látið sínum liðsmönnum té eldflaugabúnaðinn til þess ódæðisverks að skjóta niður malasísku farþegaflugvélina. Upphaf þessa var að Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu, riftaði aukaaðildarsamningi við ESB, sem undirrita átti í árslok 2013, en gerði þess í stað samstarfssamning við Rússa. Þetta leiddi til mikilla mótmæla í Kiev, afsagnar og landflótta Yanukovych. Í maí sl. var haldin forsetakosning og valinn í þann stól Petro Porosjenko. Þá greip Pútín tækifærið að einangra Krímskaga, sem eftir „þjóðaratkvæði“ var innlimaður í Rússland. Rússar tóku að vopna rússneskumælandi minnihluta og rússneskur her er í viðbragðsstöðu við landamæri Úkraínu. Rússland er nú sá fjandmaður, sem var frá 1949 þegar NATO var stofnað. Herafli var aukinn í Póllandi, Eystrasaltsríkjunum og Búlgaríu. Þeir voru reknir úr G8-samvinnu helstu iðnríkja. NATO lagði af samráðsvettvanginn í NATO Russia Council. Samningar um aðild þeirra að OECD voru lagðir á hilluna. Efnahagslegar- og fjármálalegar þvingunarráðstafanir Bandaríkjanna voru enn hertar í júlí.Hervæða á ný Við norðurskautið hervæða Rússar á ný víglínu kalda stríðsins. RIANOVOSTI-fréttastofan tilkynnti 24. apríl sl. að Pútín forseti hefði ákveðið að koma upp neti nútíma flotabækistöðva á heimsskautssvæðinu vegna nýrrar kynslóða herskipa og kafbáta. Aftur kæmu í notkun tvær flotabækistöðvar og flugvellir í Síberíu ásamt sjö á Kolaskaga. Herða skyldi á kröfum um hafsbotninn, sem er jarðfræðilega tengdur Rússland en það á við um norðurpólinn, sem þeir hafa helgað sér. Á dögum kalda stríðsins ríkti þarna stöðugleiki vegna varna NATO, ekki hvað síst frá Keflavík. Bandaríkin lögðu niður fasta viðveru í Keflavík 2006 en eru aðalþátttakandi í tímabundinni loftrýmisgæslu. Svíþjóð og Finnland koma þar einnig við sögu undir forystu Noregs. Skýrsla frá Carnegie Foundation segir að „Úkraínukrísan hafi bætt norðurvíglínu (e. northern flank) við vestursvæði nýrra átaka. Einmitt þegar hæst stóð út af Krímskaga efndu Rússar til heræfinga í Íshafinu… Tafir eða jafnvel uppnám samvinnu á norðurskautinu sem hófst giftusamleg 2008, beri ekki að útiloka við þessar kringumstæður …“ Sögulegu tækifæri var glatað, að ekki skyldi farið ráðum mikils málþings um Öryggismál á norðurslóðum og NATO, sem haldið var í Reykjavík 29.-30. janúar 2009. Þátttakendur voru um 300 frá öllum 26 aðildarríkjum bandalagsins með forystu starfsliðs þess með ráðherrum og þingmönnum. Þáverandi aðalframkvæmdastjóri, Jaap de Hoop Scheffer, var mjög eindreginn talsmaður þess að NATO hefði hlutverki að gegna á norðurslóðum. Niðurstöður formanns í ráðstefnulok voru m.a. að nauðsynlegt væri að ná miklu nánari samvinnu í NATO-Russia Council; styrkja bæri samstarfið við Rússa í björgunar- og leitaraðgerðum og lá þá beint við að Keflavík yrði miðstöð þess samstarfs. Það er til furðu að þessum tillögum skyldi ekki fylgt eftir og að meiri áhugi var á meintum gereyðingarvopnum Saddams Husseins en á Norðurskautinu. Ofan á varð lítt skiljanleg stefna Kanada, að norðurskautið væri utan varnarráðagerða NATO. En nú má sjá að hér réði versta skammsýni. Heimurinn kallar á að þjóðarmorð í Palestínu séu stöðvuð og Úkraínukrísunni ljúki en að síðan hefjist viðræður stórveldanna. Fylgir því ekki góð gæfa að bjóða aftur upp á Höfða? Það er þakkarvert að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur markað stefnu um samstöðu við NATO um stuðning við uppbyggingu Úkraínu og að Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra var sendur út sem einn fyrirliða í eftirliti ÖSE. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Váleg tíðindi, eins og var með farþegaþotu grandað yfir Úkraínu, gera ekki boð á undan sér. Hið sama getur átt við um hin góðu. Það var vissulega hið mesta undrunarefni, ekki síður annarra en Íslendinga, að Reykjavík varð fyrir valinu til fundar þeirra Gorbachevs og Reagans í Höfða 1986. Og síðar kom í ljós að fundurinn var upphaf ferlis sem leiddi til loka kalda stríðsins með falli Berlínarmúrsins 1989. Aflétt var ógn kjarnorkustríðs. Spennuþrungnum vonum og vonbrigðum í Höfða er vel lýst í nýútkominni bók Reagan at Reykjavík eftir ráðgjafa hans Ken Adelman. En nú blasir við að með yfirtöku Rússa á Krímskaga 2014, riðlaðist sú ríkjaskipan sem staðið hafði í 25 ár og samskiptin færst á annað stig. Allt fór mjög til verri vegar við ásakanir um að Rússar hafi látið sínum liðsmönnum té eldflaugabúnaðinn til þess ódæðisverks að skjóta niður malasísku farþegaflugvélina. Upphaf þessa var að Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu, riftaði aukaaðildarsamningi við ESB, sem undirrita átti í árslok 2013, en gerði þess í stað samstarfssamning við Rússa. Þetta leiddi til mikilla mótmæla í Kiev, afsagnar og landflótta Yanukovych. Í maí sl. var haldin forsetakosning og valinn í þann stól Petro Porosjenko. Þá greip Pútín tækifærið að einangra Krímskaga, sem eftir „þjóðaratkvæði“ var innlimaður í Rússland. Rússar tóku að vopna rússneskumælandi minnihluta og rússneskur her er í viðbragðsstöðu við landamæri Úkraínu. Rússland er nú sá fjandmaður, sem var frá 1949 þegar NATO var stofnað. Herafli var aukinn í Póllandi, Eystrasaltsríkjunum og Búlgaríu. Þeir voru reknir úr G8-samvinnu helstu iðnríkja. NATO lagði af samráðsvettvanginn í NATO Russia Council. Samningar um aðild þeirra að OECD voru lagðir á hilluna. Efnahagslegar- og fjármálalegar þvingunarráðstafanir Bandaríkjanna voru enn hertar í júlí.Hervæða á ný Við norðurskautið hervæða Rússar á ný víglínu kalda stríðsins. RIANOVOSTI-fréttastofan tilkynnti 24. apríl sl. að Pútín forseti hefði ákveðið að koma upp neti nútíma flotabækistöðva á heimsskautssvæðinu vegna nýrrar kynslóða herskipa og kafbáta. Aftur kæmu í notkun tvær flotabækistöðvar og flugvellir í Síberíu ásamt sjö á Kolaskaga. Herða skyldi á kröfum um hafsbotninn, sem er jarðfræðilega tengdur Rússland en það á við um norðurpólinn, sem þeir hafa helgað sér. Á dögum kalda stríðsins ríkti þarna stöðugleiki vegna varna NATO, ekki hvað síst frá Keflavík. Bandaríkin lögðu niður fasta viðveru í Keflavík 2006 en eru aðalþátttakandi í tímabundinni loftrýmisgæslu. Svíþjóð og Finnland koma þar einnig við sögu undir forystu Noregs. Skýrsla frá Carnegie Foundation segir að „Úkraínukrísan hafi bætt norðurvíglínu (e. northern flank) við vestursvæði nýrra átaka. Einmitt þegar hæst stóð út af Krímskaga efndu Rússar til heræfinga í Íshafinu… Tafir eða jafnvel uppnám samvinnu á norðurskautinu sem hófst giftusamleg 2008, beri ekki að útiloka við þessar kringumstæður …“ Sögulegu tækifæri var glatað, að ekki skyldi farið ráðum mikils málþings um Öryggismál á norðurslóðum og NATO, sem haldið var í Reykjavík 29.-30. janúar 2009. Þátttakendur voru um 300 frá öllum 26 aðildarríkjum bandalagsins með forystu starfsliðs þess með ráðherrum og þingmönnum. Þáverandi aðalframkvæmdastjóri, Jaap de Hoop Scheffer, var mjög eindreginn talsmaður þess að NATO hefði hlutverki að gegna á norðurslóðum. Niðurstöður formanns í ráðstefnulok voru m.a. að nauðsynlegt væri að ná miklu nánari samvinnu í NATO-Russia Council; styrkja bæri samstarfið við Rússa í björgunar- og leitaraðgerðum og lá þá beint við að Keflavík yrði miðstöð þess samstarfs. Það er til furðu að þessum tillögum skyldi ekki fylgt eftir og að meiri áhugi var á meintum gereyðingarvopnum Saddams Husseins en á Norðurskautinu. Ofan á varð lítt skiljanleg stefna Kanada, að norðurskautið væri utan varnarráðagerða NATO. En nú má sjá að hér réði versta skammsýni. Heimurinn kallar á að þjóðarmorð í Palestínu séu stöðvuð og Úkraínukrísunni ljúki en að síðan hefjist viðræður stórveldanna. Fylgir því ekki góð gæfa að bjóða aftur upp á Höfða? Það er þakkarvert að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur markað stefnu um samstöðu við NATO um stuðning við uppbyggingu Úkraínu og að Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra var sendur út sem einn fyrirliða í eftirliti ÖSE.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar