Rory hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. ágúst 2014 06:00 Rory McIlroy er nær óstöðvandi þessa dagana. vísir/getty Norður-Írinn Rory McIlroy er með eins höggs forystu á PGA-meistaramótinu í golfi fyrir lokahringinn sem spilaður verður í kvöld. Rory spilaði Valhalla-völlinn í Kentucky í gærkvöldi á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Hann er í heildina á tólf höggum undir pari. Hann byrjaði rólega og var einu höggi undir pari eftir þrjá fugla og tvo skolla á fyrstu tólf holunum, en eins og fleiri kylfingar nýtti hann sér síðustu fjórar holurnar vel og fékk þar þrjá fugla. Rory er búinn að vera í miklu stuði að undanförnu, en hann vann opna breska meistaramótið á dögunum og WCG Bridgestone-mótið um síðustu helgi. Hann getur með sigri í kvöld unnið sitt fjórða risamót á ferlinum (opna bandaríska 2011, opna breska 2014, PGA 2012) aðeins 25 ára gamall. Þá verða aðeins tveir kylfingar sem spila í dag með fleiri risatitla en hann (Phil Mickelson 5 og Tiger Woods 14). Austurríkismaðurinn BerndWiesberger er afar óvænt í öðru sæti, en hann spilaði frábærlega í gær. Wiesberger, sem komst í gegnum niðurskurðinn í annað skiptið í sex tilraunum á risamóti, spilaði hringinn á 65 höggum, eða sex höggum undir pari. Hann átti högg dagsins, en annað högg hans inn á 17. flöt endaði aðeins nokkrum sentimetrum frá holunni og var ekki langt frá því að detta ofan í fyrir erni. Bandaríkjamennirnir RickieFowler (-11) og PhilMickelson (-10) koma næstir, en þeir voru báðir á fjórum höggum undir pari á þriðja hringnum og spila saman í kvöld. Mótið er gífurlega jafnt og spennandi því Ástralinn JasonDay er einnig á tíu höggum undir pari og svo eru þrír menn á níu höggum undir pari; Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen, Svíinn Henrik Stenson og Finninn MikkoIlonen.Útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18.00. Golf Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy er með eins höggs forystu á PGA-meistaramótinu í golfi fyrir lokahringinn sem spilaður verður í kvöld. Rory spilaði Valhalla-völlinn í Kentucky í gærkvöldi á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Hann er í heildina á tólf höggum undir pari. Hann byrjaði rólega og var einu höggi undir pari eftir þrjá fugla og tvo skolla á fyrstu tólf holunum, en eins og fleiri kylfingar nýtti hann sér síðustu fjórar holurnar vel og fékk þar þrjá fugla. Rory er búinn að vera í miklu stuði að undanförnu, en hann vann opna breska meistaramótið á dögunum og WCG Bridgestone-mótið um síðustu helgi. Hann getur með sigri í kvöld unnið sitt fjórða risamót á ferlinum (opna bandaríska 2011, opna breska 2014, PGA 2012) aðeins 25 ára gamall. Þá verða aðeins tveir kylfingar sem spila í dag með fleiri risatitla en hann (Phil Mickelson 5 og Tiger Woods 14). Austurríkismaðurinn BerndWiesberger er afar óvænt í öðru sæti, en hann spilaði frábærlega í gær. Wiesberger, sem komst í gegnum niðurskurðinn í annað skiptið í sex tilraunum á risamóti, spilaði hringinn á 65 höggum, eða sex höggum undir pari. Hann átti högg dagsins, en annað högg hans inn á 17. flöt endaði aðeins nokkrum sentimetrum frá holunni og var ekki langt frá því að detta ofan í fyrir erni. Bandaríkjamennirnir RickieFowler (-11) og PhilMickelson (-10) koma næstir, en þeir voru báðir á fjórum höggum undir pari á þriðja hringnum og spila saman í kvöld. Mótið er gífurlega jafnt og spennandi því Ástralinn JasonDay er einnig á tíu höggum undir pari og svo eru þrír menn á níu höggum undir pari; Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen, Svíinn Henrik Stenson og Finninn MikkoIlonen.Útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18.00.
Golf Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira