Örlítil ábending Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 30. desember 2014 07:00 Meðal þeirra sem blönduðu sér í skammdegisþvarg aðventunnar 2014 um kirkjuheimsóknir skólabarna var biskup Íslands. Í viðtali við Ríkisútvarpið rétt fyrir jól sagði hún meðal annars: „Þetta er hluti af fræðslu, þetta er hluti af menningararfi þjóðarinnar. Og þetta er hluti af því að börn sem eru ekki fædd hér til dæmis, eða eiga ekki foreldra sem hafa fæðst hér, læri það, hvað það er að vera Íslendingur og hvað það er að búa hérna vegna þess að lög og reglur okkar eru miðaðar við kristin gildi…“ Ekki skal gerð athugasemd við þá fullyrðingu að kristni sé snar þáttur í menningararfi okkar en í seinasta hluta málsgreinarinnar kemur fram mjög sérkennileg fullyrðing þess efnis að lög okkar og reglur séu miðaðar við kristin gildi, hana er vert að skoða nánar. Ekki þarf mikla söguþekkingu til að vita að lög og þar með stjórnskipun landsins eru einkum byggð á þremur þáttum. Í fyrsta lagi Rómarrétti sem mótaðist í meginatriðum frá 450 f.Kr. með tólftöflulögunum og fram á þriðju öld f.Kr. Rómarréttur hefur því harla lítið með kristni að gera þótt miðaldakirkjan hafi tekið hann seinna í þjónustu sína. Í öðru lagi stjórnskipunarhugmyndum upplýsingaraldar sem miðuðu að því að takmarka völd konunga og aðskilja grunnþætti ríkisvaldsins. Í þessum hugmyndum fer lítið fyrir þætti kirkju eða kristni enda flestir þeirra sem þar stóðu fremstir í flokki litlir vinir kirkjulegra stofnana. Þriðji þátturinn er svo arfur frönsku stjórnarbyltingarinnar og bandarísku byltingarinnar en þar var m.a. leitast við að skilja trú og ríkisvald að og gengu Bandaríkjamenn hvað harðast fram í þeim efnum. Að einn af æðstu embættismönnum landsins skuli halda því fram að lög og reglur sem byggjast á þessum þremur þáttum miðist við kristin gildi lýsir svo neyðarlegri vanþekkingu að með ólíkindum hlýtur að teljast og best að hafa ekki fleiri orð þar um. Miðfullyrðingin um hvað það sé að vera Íslendingur er svo kapítuli út af fyrir sig og læt ég öðrum hana eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Meðal þeirra sem blönduðu sér í skammdegisþvarg aðventunnar 2014 um kirkjuheimsóknir skólabarna var biskup Íslands. Í viðtali við Ríkisútvarpið rétt fyrir jól sagði hún meðal annars: „Þetta er hluti af fræðslu, þetta er hluti af menningararfi þjóðarinnar. Og þetta er hluti af því að börn sem eru ekki fædd hér til dæmis, eða eiga ekki foreldra sem hafa fæðst hér, læri það, hvað það er að vera Íslendingur og hvað það er að búa hérna vegna þess að lög og reglur okkar eru miðaðar við kristin gildi…“ Ekki skal gerð athugasemd við þá fullyrðingu að kristni sé snar þáttur í menningararfi okkar en í seinasta hluta málsgreinarinnar kemur fram mjög sérkennileg fullyrðing þess efnis að lög okkar og reglur séu miðaðar við kristin gildi, hana er vert að skoða nánar. Ekki þarf mikla söguþekkingu til að vita að lög og þar með stjórnskipun landsins eru einkum byggð á þremur þáttum. Í fyrsta lagi Rómarrétti sem mótaðist í meginatriðum frá 450 f.Kr. með tólftöflulögunum og fram á þriðju öld f.Kr. Rómarréttur hefur því harla lítið með kristni að gera þótt miðaldakirkjan hafi tekið hann seinna í þjónustu sína. Í öðru lagi stjórnskipunarhugmyndum upplýsingaraldar sem miðuðu að því að takmarka völd konunga og aðskilja grunnþætti ríkisvaldsins. Í þessum hugmyndum fer lítið fyrir þætti kirkju eða kristni enda flestir þeirra sem þar stóðu fremstir í flokki litlir vinir kirkjulegra stofnana. Þriðji þátturinn er svo arfur frönsku stjórnarbyltingarinnar og bandarísku byltingarinnar en þar var m.a. leitast við að skilja trú og ríkisvald að og gengu Bandaríkjamenn hvað harðast fram í þeim efnum. Að einn af æðstu embættismönnum landsins skuli halda því fram að lög og reglur sem byggjast á þessum þremur þáttum miðist við kristin gildi lýsir svo neyðarlegri vanþekkingu að með ólíkindum hlýtur að teljast og best að hafa ekki fleiri orð þar um. Miðfullyrðingin um hvað það sé að vera Íslendingur er svo kapítuli út af fyrir sig og læt ég öðrum hana eftir.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun