Örlítil ábending Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 30. desember 2014 07:00 Meðal þeirra sem blönduðu sér í skammdegisþvarg aðventunnar 2014 um kirkjuheimsóknir skólabarna var biskup Íslands. Í viðtali við Ríkisútvarpið rétt fyrir jól sagði hún meðal annars: „Þetta er hluti af fræðslu, þetta er hluti af menningararfi þjóðarinnar. Og þetta er hluti af því að börn sem eru ekki fædd hér til dæmis, eða eiga ekki foreldra sem hafa fæðst hér, læri það, hvað það er að vera Íslendingur og hvað það er að búa hérna vegna þess að lög og reglur okkar eru miðaðar við kristin gildi…“ Ekki skal gerð athugasemd við þá fullyrðingu að kristni sé snar þáttur í menningararfi okkar en í seinasta hluta málsgreinarinnar kemur fram mjög sérkennileg fullyrðing þess efnis að lög okkar og reglur séu miðaðar við kristin gildi, hana er vert að skoða nánar. Ekki þarf mikla söguþekkingu til að vita að lög og þar með stjórnskipun landsins eru einkum byggð á þremur þáttum. Í fyrsta lagi Rómarrétti sem mótaðist í meginatriðum frá 450 f.Kr. með tólftöflulögunum og fram á þriðju öld f.Kr. Rómarréttur hefur því harla lítið með kristni að gera þótt miðaldakirkjan hafi tekið hann seinna í þjónustu sína. Í öðru lagi stjórnskipunarhugmyndum upplýsingaraldar sem miðuðu að því að takmarka völd konunga og aðskilja grunnþætti ríkisvaldsins. Í þessum hugmyndum fer lítið fyrir þætti kirkju eða kristni enda flestir þeirra sem þar stóðu fremstir í flokki litlir vinir kirkjulegra stofnana. Þriðji þátturinn er svo arfur frönsku stjórnarbyltingarinnar og bandarísku byltingarinnar en þar var m.a. leitast við að skilja trú og ríkisvald að og gengu Bandaríkjamenn hvað harðast fram í þeim efnum. Að einn af æðstu embættismönnum landsins skuli halda því fram að lög og reglur sem byggjast á þessum þremur þáttum miðist við kristin gildi lýsir svo neyðarlegri vanþekkingu að með ólíkindum hlýtur að teljast og best að hafa ekki fleiri orð þar um. Miðfullyrðingin um hvað það sé að vera Íslendingur er svo kapítuli út af fyrir sig og læt ég öðrum hana eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal þeirra sem blönduðu sér í skammdegisþvarg aðventunnar 2014 um kirkjuheimsóknir skólabarna var biskup Íslands. Í viðtali við Ríkisútvarpið rétt fyrir jól sagði hún meðal annars: „Þetta er hluti af fræðslu, þetta er hluti af menningararfi þjóðarinnar. Og þetta er hluti af því að börn sem eru ekki fædd hér til dæmis, eða eiga ekki foreldra sem hafa fæðst hér, læri það, hvað það er að vera Íslendingur og hvað það er að búa hérna vegna þess að lög og reglur okkar eru miðaðar við kristin gildi…“ Ekki skal gerð athugasemd við þá fullyrðingu að kristni sé snar þáttur í menningararfi okkar en í seinasta hluta málsgreinarinnar kemur fram mjög sérkennileg fullyrðing þess efnis að lög okkar og reglur séu miðaðar við kristin gildi, hana er vert að skoða nánar. Ekki þarf mikla söguþekkingu til að vita að lög og þar með stjórnskipun landsins eru einkum byggð á þremur þáttum. Í fyrsta lagi Rómarrétti sem mótaðist í meginatriðum frá 450 f.Kr. með tólftöflulögunum og fram á þriðju öld f.Kr. Rómarréttur hefur því harla lítið með kristni að gera þótt miðaldakirkjan hafi tekið hann seinna í þjónustu sína. Í öðru lagi stjórnskipunarhugmyndum upplýsingaraldar sem miðuðu að því að takmarka völd konunga og aðskilja grunnþætti ríkisvaldsins. Í þessum hugmyndum fer lítið fyrir þætti kirkju eða kristni enda flestir þeirra sem þar stóðu fremstir í flokki litlir vinir kirkjulegra stofnana. Þriðji þátturinn er svo arfur frönsku stjórnarbyltingarinnar og bandarísku byltingarinnar en þar var m.a. leitast við að skilja trú og ríkisvald að og gengu Bandaríkjamenn hvað harðast fram í þeim efnum. Að einn af æðstu embættismönnum landsins skuli halda því fram að lög og reglur sem byggjast á þessum þremur þáttum miðist við kristin gildi lýsir svo neyðarlegri vanþekkingu að með ólíkindum hlýtur að teljast og best að hafa ekki fleiri orð þar um. Miðfullyrðingin um hvað það sé að vera Íslendingur er svo kapítuli út af fyrir sig og læt ég öðrum hana eftir.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun