Hreyfðu þig daglega, það léttir lund Sveinn Snorri Sveinsson skrifar 29. desember 2014 10:30 GEÐORÐIN 10 Grein 5 Greinin er fimmta greinin af tíu í greinaröð jafn margra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10. Ímyndaðu þér ungan mann sem á nýjan bíl. Hann fer á hverjum degi út á rúntinn. Vélin malar eins og ánægður köttur og allt virkar eins og það á að gera. Dekkin slitna líkt og þeim er ætlað og ungi maðurinn fer með bílinn í reglulegt viðhald sem hann borgar fyrir með glöðu geði. Í hvert sinn sem ungi maðurinn fer út á bílnum með vinum sínum rekst hann á einhvern sem hann þekkir. Hann stoppar kannski til að tala við annan ökumann sem er með fullan bíl af skemmtilegu fólki rétt eins og hann sjálfur. Ímyndaðu þér að tíminn líði og ungi maðurinn verði miðaldra. Bíllinn stendur í stæðinu, en miðaldra eigandinn keyrir hann sjaldan. Hann fer ekki lengur með bílinn í reglubundið viðhald og setur hann sjaldan í gang. Dekkin morkna og eyðileggjast með tímanum. Bíllinn grotnar niður. Og ef þannig vill til að eiganda bílsins langar til að keyra hann jafnvel aðeins stuttan spöl, þá höktir vélin, hann pústar mikið og gengur óreglulega. Dekkin hafa lítið grip og bíllinn verður hálfgerð slysagildra. Og þó að eigandinn vilji alls ekki að bíllinn hans bili, þá er það oft þannig með gamla bíla að ef þeim er ekki haldið við þá bila þeir frekar og launa þannig slæmt viðhald. Ímyndaðu þér nú að þú sért ungi maðurinn og miðaldra eigandinn í senn og bíllinn sé líkami þinn. Í því samhengi gætir þú velt því fyrir þér hvort betra sé að hreyfa líkamann reglulega og viðhalda styrk og heilbrigði, eða gera það ekki og verða þannig stöðnun og hægfara en öruggri hnignun að bráð. Einhvern tíma sagði vitur maður að með reglulegri hreyfingu mætti varðveita æskuljómann örlítið lengur. Síðan gætir þú líka hugsað út í andlega þáttinn eins og hann kemur fyrir í fimmta geðorðinu, en það hljómar svo: Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
GEÐORÐIN 10 Grein 5 Greinin er fimmta greinin af tíu í greinaröð jafn margra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10. Ímyndaðu þér ungan mann sem á nýjan bíl. Hann fer á hverjum degi út á rúntinn. Vélin malar eins og ánægður köttur og allt virkar eins og það á að gera. Dekkin slitna líkt og þeim er ætlað og ungi maðurinn fer með bílinn í reglulegt viðhald sem hann borgar fyrir með glöðu geði. Í hvert sinn sem ungi maðurinn fer út á bílnum með vinum sínum rekst hann á einhvern sem hann þekkir. Hann stoppar kannski til að tala við annan ökumann sem er með fullan bíl af skemmtilegu fólki rétt eins og hann sjálfur. Ímyndaðu þér að tíminn líði og ungi maðurinn verði miðaldra. Bíllinn stendur í stæðinu, en miðaldra eigandinn keyrir hann sjaldan. Hann fer ekki lengur með bílinn í reglubundið viðhald og setur hann sjaldan í gang. Dekkin morkna og eyðileggjast með tímanum. Bíllinn grotnar niður. Og ef þannig vill til að eiganda bílsins langar til að keyra hann jafnvel aðeins stuttan spöl, þá höktir vélin, hann pústar mikið og gengur óreglulega. Dekkin hafa lítið grip og bíllinn verður hálfgerð slysagildra. Og þó að eigandinn vilji alls ekki að bíllinn hans bili, þá er það oft þannig með gamla bíla að ef þeim er ekki haldið við þá bila þeir frekar og launa þannig slæmt viðhald. Ímyndaðu þér nú að þú sért ungi maðurinn og miðaldra eigandinn í senn og bíllinn sé líkami þinn. Í því samhengi gætir þú velt því fyrir þér hvort betra sé að hreyfa líkamann reglulega og viðhalda styrk og heilbrigði, eða gera það ekki og verða þannig stöðnun og hægfara en öruggri hnignun að bráð. Einhvern tíma sagði vitur maður að með reglulegri hreyfingu mætti varðveita æskuljómann örlítið lengur. Síðan gætir þú líka hugsað út í andlega þáttinn eins og hann kemur fyrir í fimmta geðorðinu, en það hljómar svo: Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar