Uppbygging á hlutabréfamarkaði er langtímaverkefni Páll Harðarson skrifar 27. desember 2014 07:00 Uppbygging hlutabréfamarkaðarins er langtímaverkefni sem við helgum okkur áfram í Kauphöllinni. Við stöndum þó á vissum tímamótum sem gætu ráðið úrslitum um hvort okkur tekst að skapa markaðnum það umhverfi sem er sambærilegt við það sem best gerist erlendis. Átta fyrirtæki hafa verið nýskráð á Aðalmarkað frá 2011 og geta fjárfestar í flestum tilfellum unað vel við ávöxtun sína. Sjóvá var nýskráð á Aðalmarkaðinn í apríl í ár og HB Grandi fluttist af First North yfir á Aðalmarkaðinn í sama mánuði. Markaðsvirði skráðra fyrirtækja hefur hækkað og nemur nú tæplega 700 milljörðum króna, eða um 37% af landsframleiðslu. Til samanburðar var markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja vorið 2009 rétt um 175 milljarðar króna. Félögum í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar var einnig fjölgað úr sex í átta 1. júlí síðastliðinn í samræmi við fjölgun félaga á markaði.Krefst árvekni Aukin fjölbreytni þátttakenda á markaði er nauðsynleg. Ólíkar skoðanir þurfa að fá að takast á til að mynda heilbrigðan markað. Lagasetning um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja yfir ákveðinni stærð var gott skref og konum í stjórnum skráðra fyrirtækja hefur fjölgað á árinu. Kauphöllin, VÍB og FKA stóðu í samstarfi að verkefninu Fjölbreytni á markaði, hvar víðtækt fræðslustarf sem miðaði að því að ná til breiðs hóps fólks var þungamiðja. Við vildum líka vekja fólk til umhugsunar um málaflokkinn og auka sýnileika kvenna í viðskiptalífinu. Við höldum þessu samstarfi áfram á nýju ári. Gjaldeyrishöft setja verðbréfamarkaði alvarlegar skorður, þar sem smá og stór fyrirtæki geta ekki nýtt sér fjármagn sem þau afla hérlendis til landvinninga erlendis. Stórkostleg hætta er á því að fyrirtækin leiti úr landi, innlendir fjárfestar missi af tækifærum og efnahagslífið hljóti skaða af. Við stóðum fyrir stefnumóti fjárfesta við ellefu nýsköpunarfyrirtæki í maí, sem sýndi greinilega þróttinn í nýsköpun hérlendis og mikilvægi þess að hlúa að efnilegum fyrirtækjum. Við vonumst til að nýtt ár boði kaflaskil við losun hafta. Fyrsta flokks markaður krefst árvekni allra þátttakenda; kauphalla, starfsfólks skráðra fyrirtækja, fjármálafyrirtækja, fjárfesta, fjölmiðla, opinberra eftirlitsaðila og þeirra sem móta leikreglurnar. Lög og reglur verða að vera virtar og stjórnarhættir í góðu horfi. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti, í samstarfi við Kauphöllina, SA og Viðskiptaráð hefur staðið að formlegu mati á starfsháttum stjórna og stjórnenda, en fjórtán fyrirtæki hafa nú þegar hlotið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum.Verðugar áskoranir Á síðastliðnu hausti lögðum við fram tíu tímasettar tillögur sem hafa það að markmiði að bæta virkni verðbréfamarkaðar. Margar tillögurnar snúast um að bæta umhverfi smærri fyrirtækja og auðvelda þeim að nýta hlutabréfamarkað til vaxtar í sama mæli og þekkist erlendis, en tiltölulega einfaldar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi eru til þess fallnar að bæta aðstöðu þessara fyrirtækja og styðja við skilvirkni markaðarins. Við munum fylgja tillögunum eftir með ýmsum hætti á komandi ári. Við stöndum frammi fyrir verðugum áskorunum við uppbyggingu hlutabréfamarkaðar á næsta ári, á 25 ára afmæli íslensks verðbréfamarkaðar. Við erum þó bjartsýn, enda hafa nokkur fyrirtæki tilkynnt um skráningaráform, s.s. Reitir, Eik og Síminn. Einnig standa vonir til að ákveðið verði að skrá Landsbankann áður en langt um líður. Öflugur markaður er skilvirkrar fjármögnunar atvinnulífsins og þeirra lífskjara sem við viljum búa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Uppbygging hlutabréfamarkaðarins er langtímaverkefni sem við helgum okkur áfram í Kauphöllinni. Við stöndum þó á vissum tímamótum sem gætu ráðið úrslitum um hvort okkur tekst að skapa markaðnum það umhverfi sem er sambærilegt við það sem best gerist erlendis. Átta fyrirtæki hafa verið nýskráð á Aðalmarkað frá 2011 og geta fjárfestar í flestum tilfellum unað vel við ávöxtun sína. Sjóvá var nýskráð á Aðalmarkaðinn í apríl í ár og HB Grandi fluttist af First North yfir á Aðalmarkaðinn í sama mánuði. Markaðsvirði skráðra fyrirtækja hefur hækkað og nemur nú tæplega 700 milljörðum króna, eða um 37% af landsframleiðslu. Til samanburðar var markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja vorið 2009 rétt um 175 milljarðar króna. Félögum í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar var einnig fjölgað úr sex í átta 1. júlí síðastliðinn í samræmi við fjölgun félaga á markaði.Krefst árvekni Aukin fjölbreytni þátttakenda á markaði er nauðsynleg. Ólíkar skoðanir þurfa að fá að takast á til að mynda heilbrigðan markað. Lagasetning um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja yfir ákveðinni stærð var gott skref og konum í stjórnum skráðra fyrirtækja hefur fjölgað á árinu. Kauphöllin, VÍB og FKA stóðu í samstarfi að verkefninu Fjölbreytni á markaði, hvar víðtækt fræðslustarf sem miðaði að því að ná til breiðs hóps fólks var þungamiðja. Við vildum líka vekja fólk til umhugsunar um málaflokkinn og auka sýnileika kvenna í viðskiptalífinu. Við höldum þessu samstarfi áfram á nýju ári. Gjaldeyrishöft setja verðbréfamarkaði alvarlegar skorður, þar sem smá og stór fyrirtæki geta ekki nýtt sér fjármagn sem þau afla hérlendis til landvinninga erlendis. Stórkostleg hætta er á því að fyrirtækin leiti úr landi, innlendir fjárfestar missi af tækifærum og efnahagslífið hljóti skaða af. Við stóðum fyrir stefnumóti fjárfesta við ellefu nýsköpunarfyrirtæki í maí, sem sýndi greinilega þróttinn í nýsköpun hérlendis og mikilvægi þess að hlúa að efnilegum fyrirtækjum. Við vonumst til að nýtt ár boði kaflaskil við losun hafta. Fyrsta flokks markaður krefst árvekni allra þátttakenda; kauphalla, starfsfólks skráðra fyrirtækja, fjármálafyrirtækja, fjárfesta, fjölmiðla, opinberra eftirlitsaðila og þeirra sem móta leikreglurnar. Lög og reglur verða að vera virtar og stjórnarhættir í góðu horfi. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti, í samstarfi við Kauphöllina, SA og Viðskiptaráð hefur staðið að formlegu mati á starfsháttum stjórna og stjórnenda, en fjórtán fyrirtæki hafa nú þegar hlotið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum.Verðugar áskoranir Á síðastliðnu hausti lögðum við fram tíu tímasettar tillögur sem hafa það að markmiði að bæta virkni verðbréfamarkaðar. Margar tillögurnar snúast um að bæta umhverfi smærri fyrirtækja og auðvelda þeim að nýta hlutabréfamarkað til vaxtar í sama mæli og þekkist erlendis, en tiltölulega einfaldar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi eru til þess fallnar að bæta aðstöðu þessara fyrirtækja og styðja við skilvirkni markaðarins. Við munum fylgja tillögunum eftir með ýmsum hætti á komandi ári. Við stöndum frammi fyrir verðugum áskorunum við uppbyggingu hlutabréfamarkaðar á næsta ári, á 25 ára afmæli íslensks verðbréfamarkaðar. Við erum þó bjartsýn, enda hafa nokkur fyrirtæki tilkynnt um skráningaráform, s.s. Reitir, Eik og Síminn. Einnig standa vonir til að ákveðið verði að skrá Landsbankann áður en langt um líður. Öflugur markaður er skilvirkrar fjármögnunar atvinnulífsins og þeirra lífskjara sem við viljum búa við.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun