Uppbygging á hlutabréfamarkaði er langtímaverkefni Páll Harðarson skrifar 27. desember 2014 07:00 Uppbygging hlutabréfamarkaðarins er langtímaverkefni sem við helgum okkur áfram í Kauphöllinni. Við stöndum þó á vissum tímamótum sem gætu ráðið úrslitum um hvort okkur tekst að skapa markaðnum það umhverfi sem er sambærilegt við það sem best gerist erlendis. Átta fyrirtæki hafa verið nýskráð á Aðalmarkað frá 2011 og geta fjárfestar í flestum tilfellum unað vel við ávöxtun sína. Sjóvá var nýskráð á Aðalmarkaðinn í apríl í ár og HB Grandi fluttist af First North yfir á Aðalmarkaðinn í sama mánuði. Markaðsvirði skráðra fyrirtækja hefur hækkað og nemur nú tæplega 700 milljörðum króna, eða um 37% af landsframleiðslu. Til samanburðar var markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja vorið 2009 rétt um 175 milljarðar króna. Félögum í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar var einnig fjölgað úr sex í átta 1. júlí síðastliðinn í samræmi við fjölgun félaga á markaði.Krefst árvekni Aukin fjölbreytni þátttakenda á markaði er nauðsynleg. Ólíkar skoðanir þurfa að fá að takast á til að mynda heilbrigðan markað. Lagasetning um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja yfir ákveðinni stærð var gott skref og konum í stjórnum skráðra fyrirtækja hefur fjölgað á árinu. Kauphöllin, VÍB og FKA stóðu í samstarfi að verkefninu Fjölbreytni á markaði, hvar víðtækt fræðslustarf sem miðaði að því að ná til breiðs hóps fólks var þungamiðja. Við vildum líka vekja fólk til umhugsunar um málaflokkinn og auka sýnileika kvenna í viðskiptalífinu. Við höldum þessu samstarfi áfram á nýju ári. Gjaldeyrishöft setja verðbréfamarkaði alvarlegar skorður, þar sem smá og stór fyrirtæki geta ekki nýtt sér fjármagn sem þau afla hérlendis til landvinninga erlendis. Stórkostleg hætta er á því að fyrirtækin leiti úr landi, innlendir fjárfestar missi af tækifærum og efnahagslífið hljóti skaða af. Við stóðum fyrir stefnumóti fjárfesta við ellefu nýsköpunarfyrirtæki í maí, sem sýndi greinilega þróttinn í nýsköpun hérlendis og mikilvægi þess að hlúa að efnilegum fyrirtækjum. Við vonumst til að nýtt ár boði kaflaskil við losun hafta. Fyrsta flokks markaður krefst árvekni allra þátttakenda; kauphalla, starfsfólks skráðra fyrirtækja, fjármálafyrirtækja, fjárfesta, fjölmiðla, opinberra eftirlitsaðila og þeirra sem móta leikreglurnar. Lög og reglur verða að vera virtar og stjórnarhættir í góðu horfi. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti, í samstarfi við Kauphöllina, SA og Viðskiptaráð hefur staðið að formlegu mati á starfsháttum stjórna og stjórnenda, en fjórtán fyrirtæki hafa nú þegar hlotið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum.Verðugar áskoranir Á síðastliðnu hausti lögðum við fram tíu tímasettar tillögur sem hafa það að markmiði að bæta virkni verðbréfamarkaðar. Margar tillögurnar snúast um að bæta umhverfi smærri fyrirtækja og auðvelda þeim að nýta hlutabréfamarkað til vaxtar í sama mæli og þekkist erlendis, en tiltölulega einfaldar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi eru til þess fallnar að bæta aðstöðu þessara fyrirtækja og styðja við skilvirkni markaðarins. Við munum fylgja tillögunum eftir með ýmsum hætti á komandi ári. Við stöndum frammi fyrir verðugum áskorunum við uppbyggingu hlutabréfamarkaðar á næsta ári, á 25 ára afmæli íslensks verðbréfamarkaðar. Við erum þó bjartsýn, enda hafa nokkur fyrirtæki tilkynnt um skráningaráform, s.s. Reitir, Eik og Síminn. Einnig standa vonir til að ákveðið verði að skrá Landsbankann áður en langt um líður. Öflugur markaður er skilvirkrar fjármögnunar atvinnulífsins og þeirra lífskjara sem við viljum búa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Uppbygging hlutabréfamarkaðarins er langtímaverkefni sem við helgum okkur áfram í Kauphöllinni. Við stöndum þó á vissum tímamótum sem gætu ráðið úrslitum um hvort okkur tekst að skapa markaðnum það umhverfi sem er sambærilegt við það sem best gerist erlendis. Átta fyrirtæki hafa verið nýskráð á Aðalmarkað frá 2011 og geta fjárfestar í flestum tilfellum unað vel við ávöxtun sína. Sjóvá var nýskráð á Aðalmarkaðinn í apríl í ár og HB Grandi fluttist af First North yfir á Aðalmarkaðinn í sama mánuði. Markaðsvirði skráðra fyrirtækja hefur hækkað og nemur nú tæplega 700 milljörðum króna, eða um 37% af landsframleiðslu. Til samanburðar var markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja vorið 2009 rétt um 175 milljarðar króna. Félögum í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar var einnig fjölgað úr sex í átta 1. júlí síðastliðinn í samræmi við fjölgun félaga á markaði.Krefst árvekni Aukin fjölbreytni þátttakenda á markaði er nauðsynleg. Ólíkar skoðanir þurfa að fá að takast á til að mynda heilbrigðan markað. Lagasetning um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja yfir ákveðinni stærð var gott skref og konum í stjórnum skráðra fyrirtækja hefur fjölgað á árinu. Kauphöllin, VÍB og FKA stóðu í samstarfi að verkefninu Fjölbreytni á markaði, hvar víðtækt fræðslustarf sem miðaði að því að ná til breiðs hóps fólks var þungamiðja. Við vildum líka vekja fólk til umhugsunar um málaflokkinn og auka sýnileika kvenna í viðskiptalífinu. Við höldum þessu samstarfi áfram á nýju ári. Gjaldeyrishöft setja verðbréfamarkaði alvarlegar skorður, þar sem smá og stór fyrirtæki geta ekki nýtt sér fjármagn sem þau afla hérlendis til landvinninga erlendis. Stórkostleg hætta er á því að fyrirtækin leiti úr landi, innlendir fjárfestar missi af tækifærum og efnahagslífið hljóti skaða af. Við stóðum fyrir stefnumóti fjárfesta við ellefu nýsköpunarfyrirtæki í maí, sem sýndi greinilega þróttinn í nýsköpun hérlendis og mikilvægi þess að hlúa að efnilegum fyrirtækjum. Við vonumst til að nýtt ár boði kaflaskil við losun hafta. Fyrsta flokks markaður krefst árvekni allra þátttakenda; kauphalla, starfsfólks skráðra fyrirtækja, fjármálafyrirtækja, fjárfesta, fjölmiðla, opinberra eftirlitsaðila og þeirra sem móta leikreglurnar. Lög og reglur verða að vera virtar og stjórnarhættir í góðu horfi. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti, í samstarfi við Kauphöllina, SA og Viðskiptaráð hefur staðið að formlegu mati á starfsháttum stjórna og stjórnenda, en fjórtán fyrirtæki hafa nú þegar hlotið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum.Verðugar áskoranir Á síðastliðnu hausti lögðum við fram tíu tímasettar tillögur sem hafa það að markmiði að bæta virkni verðbréfamarkaðar. Margar tillögurnar snúast um að bæta umhverfi smærri fyrirtækja og auðvelda þeim að nýta hlutabréfamarkað til vaxtar í sama mæli og þekkist erlendis, en tiltölulega einfaldar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi eru til þess fallnar að bæta aðstöðu þessara fyrirtækja og styðja við skilvirkni markaðarins. Við munum fylgja tillögunum eftir með ýmsum hætti á komandi ári. Við stöndum frammi fyrir verðugum áskorunum við uppbyggingu hlutabréfamarkaðar á næsta ári, á 25 ára afmæli íslensks verðbréfamarkaðar. Við erum þó bjartsýn, enda hafa nokkur fyrirtæki tilkynnt um skráningaráform, s.s. Reitir, Eik og Síminn. Einnig standa vonir til að ákveðið verði að skrá Landsbankann áður en langt um líður. Öflugur markaður er skilvirkrar fjármögnunar atvinnulífsins og þeirra lífskjara sem við viljum búa við.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar