Áskrifendum fjölgað og stefnt að enn betri þjónustu Sævar Freyr Þráinsson skrifar 27. desember 2014 07:00 Hagur fólks hefur vænkast og kaupmáttur aukist á árinu sem er að líða. Verðbólga er lægri, viðskiptaafgangur og minnkandi atvinnuleysi. Vaxtalækkun, minni verðbólga og skuldaleiðréttingar munu vonandi tryggja að við höfum úr meiru að moða á komandi ári. Horfa þarf til þess hvað hefur skapað árangurinn svo áfram megi tryggja jákvæða þróun. Aðalútflutningsgreinar okkar hafa dafnað og stefnir í að gjaldeyrisskapandi greinar eflist enn frekar. Íslensk heimili og fyrirtæki greiða hins vegar of háa vexti sem dregur mátt úr atvinnulífinu og heimilunum. Fjárlög ríkisins fyrir 2015 eru vísbending um metnaðar- og agaleysi. Útgjöld hafa aukist um 90 milljarða frá 2012. Lítils háttar afgangur dugar ekki þegar takast þarf á við miklar skuldir og ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar. RÚV er birtingarmynd þessa agaleysis. Stjórnendur þar virðast líta á það sem hlutverk sitt að biðja elsku mömmu um pening í stað þess að ráðast á rekstrarvandann með myndarskap. Lausatök undanfarinna ára eru verðlaunuð með auknum fjárveitingum. Getur verið að uppeldið sé ekki í lagi? Hjá 365 höfum við einfaldað rekstur og skerpt á aðgreiningu á markaði. Rekstrarkostnaður hefur lækkað um hundruð milljóna. Hlutur kvenna meðal lykilstjórnenda hefur vaxið úr 10% í 50% og sameining við Tal mun gera 365 mögulegt að bjóða farsímaþjónustu með heimasíma og internetþjónustu. Áskrifendum hefur fjölgað um 17 prósent og hærra er stefnt með enn betri þjónustu. Á Stöð 2 maraþon getur fólk séð heilar þáttaraðir og Stöð 2 er heimili HBO. Áskrifendum stendur til boða besta afþreyingarefni sem völ er á í sjónvarpi. Samtímis hefur samkeppni frá erlendum efnisveitum aukist. Við erum vel í stakk búin til að mæta henni. En um leið þurfa stjórnvöld að hlúa að skapandi greinum í stað þess að þyngja byrðarnar t.d. með hækkun virðisaukaskatts. Á nýju ári ætlar 365 að standa fyrir hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu. Við viljum að samfélagið okkar dafni. Það ætlum við að gera með öflugri fréttastofu og fjölbreyttri þáttagerð. Við munum bjóða heimilum landsins hagstæðari kjör í fjarskiptaþjónustu og framúrskarandi afþreyingu sem auglýsendur geta nýtt til að stuðla að árangri í sinni starfsemi. Fyrir hönd 365 óska ég landsmönnum öllum gleðilegs árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hagur fólks hefur vænkast og kaupmáttur aukist á árinu sem er að líða. Verðbólga er lægri, viðskiptaafgangur og minnkandi atvinnuleysi. Vaxtalækkun, minni verðbólga og skuldaleiðréttingar munu vonandi tryggja að við höfum úr meiru að moða á komandi ári. Horfa þarf til þess hvað hefur skapað árangurinn svo áfram megi tryggja jákvæða þróun. Aðalútflutningsgreinar okkar hafa dafnað og stefnir í að gjaldeyrisskapandi greinar eflist enn frekar. Íslensk heimili og fyrirtæki greiða hins vegar of háa vexti sem dregur mátt úr atvinnulífinu og heimilunum. Fjárlög ríkisins fyrir 2015 eru vísbending um metnaðar- og agaleysi. Útgjöld hafa aukist um 90 milljarða frá 2012. Lítils háttar afgangur dugar ekki þegar takast þarf á við miklar skuldir og ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar. RÚV er birtingarmynd þessa agaleysis. Stjórnendur þar virðast líta á það sem hlutverk sitt að biðja elsku mömmu um pening í stað þess að ráðast á rekstrarvandann með myndarskap. Lausatök undanfarinna ára eru verðlaunuð með auknum fjárveitingum. Getur verið að uppeldið sé ekki í lagi? Hjá 365 höfum við einfaldað rekstur og skerpt á aðgreiningu á markaði. Rekstrarkostnaður hefur lækkað um hundruð milljóna. Hlutur kvenna meðal lykilstjórnenda hefur vaxið úr 10% í 50% og sameining við Tal mun gera 365 mögulegt að bjóða farsímaþjónustu með heimasíma og internetþjónustu. Áskrifendum hefur fjölgað um 17 prósent og hærra er stefnt með enn betri þjónustu. Á Stöð 2 maraþon getur fólk séð heilar þáttaraðir og Stöð 2 er heimili HBO. Áskrifendum stendur til boða besta afþreyingarefni sem völ er á í sjónvarpi. Samtímis hefur samkeppni frá erlendum efnisveitum aukist. Við erum vel í stakk búin til að mæta henni. En um leið þurfa stjórnvöld að hlúa að skapandi greinum í stað þess að þyngja byrðarnar t.d. með hækkun virðisaukaskatts. Á nýju ári ætlar 365 að standa fyrir hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu. Við viljum að samfélagið okkar dafni. Það ætlum við að gera með öflugri fréttastofu og fjölbreyttri þáttagerð. Við munum bjóða heimilum landsins hagstæðari kjör í fjarskiptaþjónustu og framúrskarandi afþreyingu sem auglýsendur geta nýtt til að stuðla að árangri í sinni starfsemi. Fyrir hönd 365 óska ég landsmönnum öllum gleðilegs árs.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun