Gleðilega sól ! Lárus Jón Guðmundsson skrifar 24. desember 2014 07:00 Norrænir forfeður Íslendinga tignuðu sín goð og héldu sín jólablót fram til ársins 1000 þegar Alþing ákvað að taka upp nýjan sið, kristni, sem þótti taka hinum eldri fram. Það voru siðaskipti hin fyrri. Kristnin með sín Jesújól hefur nú runnið sín þúsund ár og fram undan eru siðaskipti hin síðari. Rétt eins og þau fyrri hafa þessi síðari siðaskipti verið að gerast á nokkrum áratugum og jafnvel öldum. Á þröskuldi nýs árþúsunds er það raunsæ og óhlutdræg rödd skynsemi og skilnings á manni og náttúru, frá hinu smæsta til hins stærsta, sem verður einkenni hins nýja siðar. Í árdaga mannkyns, löngu fyrir tíma þeirra trúarbragða sem nú vilja eigna sér öll svör, tóku athugulir og skynsamir menn og konur eftir því að gangur sólar, tungls og stjarna laut ákveðnum lögmálum. Tveir tímapunktar ársins urðu vörður á leið mannkyns til siðmenningar, sólstöður á sumri og vetri. Sólstöður á vetri urðu, eðli málsins samkvæmt, tilefni til einlægs fagnaðar því þá tók daginn að lengja og fyrirheit vorsins um fæðu og frjósemi urðu raunverulegri. Við nútímamenn njótum þess forskots á þessa skynsömu forfeður okkar að gangur himintungla og orsök árstíðaskipta eru ekki hulin neinum leyndarhjúpi. Því er engin þörf á neins konar tákngervingu eða trúarhjúpi á þessum árlegu og gleðilegu tímamótum sólargangsins. Við getum einfaldlega fagnað á einlægan og ærlegan máta að vegna möndulhalla jarðar og stöðu hnattarins á sporbaug um sólu eru bjartari og hlýrri dagar fram undan. Því ætti kveðjan á þessum myrkasta tíma ársins að vera há og snjöll: Gleðilega sól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Norrænir forfeður Íslendinga tignuðu sín goð og héldu sín jólablót fram til ársins 1000 þegar Alþing ákvað að taka upp nýjan sið, kristni, sem þótti taka hinum eldri fram. Það voru siðaskipti hin fyrri. Kristnin með sín Jesújól hefur nú runnið sín þúsund ár og fram undan eru siðaskipti hin síðari. Rétt eins og þau fyrri hafa þessi síðari siðaskipti verið að gerast á nokkrum áratugum og jafnvel öldum. Á þröskuldi nýs árþúsunds er það raunsæ og óhlutdræg rödd skynsemi og skilnings á manni og náttúru, frá hinu smæsta til hins stærsta, sem verður einkenni hins nýja siðar. Í árdaga mannkyns, löngu fyrir tíma þeirra trúarbragða sem nú vilja eigna sér öll svör, tóku athugulir og skynsamir menn og konur eftir því að gangur sólar, tungls og stjarna laut ákveðnum lögmálum. Tveir tímapunktar ársins urðu vörður á leið mannkyns til siðmenningar, sólstöður á sumri og vetri. Sólstöður á vetri urðu, eðli málsins samkvæmt, tilefni til einlægs fagnaðar því þá tók daginn að lengja og fyrirheit vorsins um fæðu og frjósemi urðu raunverulegri. Við nútímamenn njótum þess forskots á þessa skynsömu forfeður okkar að gangur himintungla og orsök árstíðaskipta eru ekki hulin neinum leyndarhjúpi. Því er engin þörf á neins konar tákngervingu eða trúarhjúpi á þessum árlegu og gleðilegu tímamótum sólargangsins. Við getum einfaldlega fagnað á einlægan og ærlegan máta að vegna möndulhalla jarðar og stöðu hnattarins á sporbaug um sólu eru bjartari og hlýrri dagar fram undan. Því ætti kveðjan á þessum myrkasta tíma ársins að vera há og snjöll: Gleðilega sól!
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar