Gleðilega sól ! Lárus Jón Guðmundsson skrifar 24. desember 2014 07:00 Norrænir forfeður Íslendinga tignuðu sín goð og héldu sín jólablót fram til ársins 1000 þegar Alþing ákvað að taka upp nýjan sið, kristni, sem þótti taka hinum eldri fram. Það voru siðaskipti hin fyrri. Kristnin með sín Jesújól hefur nú runnið sín þúsund ár og fram undan eru siðaskipti hin síðari. Rétt eins og þau fyrri hafa þessi síðari siðaskipti verið að gerast á nokkrum áratugum og jafnvel öldum. Á þröskuldi nýs árþúsunds er það raunsæ og óhlutdræg rödd skynsemi og skilnings á manni og náttúru, frá hinu smæsta til hins stærsta, sem verður einkenni hins nýja siðar. Í árdaga mannkyns, löngu fyrir tíma þeirra trúarbragða sem nú vilja eigna sér öll svör, tóku athugulir og skynsamir menn og konur eftir því að gangur sólar, tungls og stjarna laut ákveðnum lögmálum. Tveir tímapunktar ársins urðu vörður á leið mannkyns til siðmenningar, sólstöður á sumri og vetri. Sólstöður á vetri urðu, eðli málsins samkvæmt, tilefni til einlægs fagnaðar því þá tók daginn að lengja og fyrirheit vorsins um fæðu og frjósemi urðu raunverulegri. Við nútímamenn njótum þess forskots á þessa skynsömu forfeður okkar að gangur himintungla og orsök árstíðaskipta eru ekki hulin neinum leyndarhjúpi. Því er engin þörf á neins konar tákngervingu eða trúarhjúpi á þessum árlegu og gleðilegu tímamótum sólargangsins. Við getum einfaldlega fagnað á einlægan og ærlegan máta að vegna möndulhalla jarðar og stöðu hnattarins á sporbaug um sólu eru bjartari og hlýrri dagar fram undan. Því ætti kveðjan á þessum myrkasta tíma ársins að vera há og snjöll: Gleðilega sól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Norrænir forfeður Íslendinga tignuðu sín goð og héldu sín jólablót fram til ársins 1000 þegar Alþing ákvað að taka upp nýjan sið, kristni, sem þótti taka hinum eldri fram. Það voru siðaskipti hin fyrri. Kristnin með sín Jesújól hefur nú runnið sín þúsund ár og fram undan eru siðaskipti hin síðari. Rétt eins og þau fyrri hafa þessi síðari siðaskipti verið að gerast á nokkrum áratugum og jafnvel öldum. Á þröskuldi nýs árþúsunds er það raunsæ og óhlutdræg rödd skynsemi og skilnings á manni og náttúru, frá hinu smæsta til hins stærsta, sem verður einkenni hins nýja siðar. Í árdaga mannkyns, löngu fyrir tíma þeirra trúarbragða sem nú vilja eigna sér öll svör, tóku athugulir og skynsamir menn og konur eftir því að gangur sólar, tungls og stjarna laut ákveðnum lögmálum. Tveir tímapunktar ársins urðu vörður á leið mannkyns til siðmenningar, sólstöður á sumri og vetri. Sólstöður á vetri urðu, eðli málsins samkvæmt, tilefni til einlægs fagnaðar því þá tók daginn að lengja og fyrirheit vorsins um fæðu og frjósemi urðu raunverulegri. Við nútímamenn njótum þess forskots á þessa skynsömu forfeður okkar að gangur himintungla og orsök árstíðaskipta eru ekki hulin neinum leyndarhjúpi. Því er engin þörf á neins konar tákngervingu eða trúarhjúpi á þessum árlegu og gleðilegu tímamótum sólargangsins. Við getum einfaldlega fagnað á einlægan og ærlegan máta að vegna möndulhalla jarðar og stöðu hnattarins á sporbaug um sólu eru bjartari og hlýrri dagar fram undan. Því ætti kveðjan á þessum myrkasta tíma ársins að vera há og snjöll: Gleðilega sól!
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun