Lærðu af mistökum þínum Anna G. Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2014 07:00 Geðorðin 10 Grein 4 Greinin er fjórða greinin af tíu í greinarröð jafn margra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10. Flest okkar gegna mörgum, ólíkum hlutverkum á sama tíma. Við erum börn, makar, foreldrar, starfsmenn og vinir og höfum skyldum að gegna á heimilinu, í vinnunni, í skólanum, félagslífinu og víðar úti í samfélaginu. Því er ekkert skrítið að lífið virðist stundum vera óendanlega flókið og verkefnin yfirþyrmandi. Við getum þó ekki kvartað yfir því að enginn sýni vanda okkar áhuga. Úr öllum áttum dynja skilaboð um hvernig við eigum að lifa lífinu til að ná „hámarks“ árangri og til hvaða lausna hægt sé að grípa til að leysa vandann strax. Skyndibitakeðjur bjóða skyndibita á kostakjörum til að seðja sárasta hungrið. Heilsugúrúar bjóða bætiefni og megrunarkúra til að bæta heilsuna fyrir jólin. Kunningjarnir bjóða í glas og jafnvel í nös til að létta lundina og gleyma „baslinu“ þó ekki sé nema um stundarsakir. Öll þessi tilboð eru skyndilausnir. Sumar valda meira að segja meiri skaða en ágóða. Vímuefni ylja um hjartarætur í augnablik áður en þau kalla á meiri neyslu og svipaða sögu eru að segja um hin tilboðin. Vítahringur verður til og getur snúist upp í örvilnan. Hvað er þá til ráða? Svarið er í rauninni ofur einfalt. Besta leiðin til að stuðla að jafnvægi og bættri líðan á sál og líkama er að leggja áherslu á þrennt í lífi sínu: hollt mataræði, hreyfingu og jákvætt hugarfar. Nú kann einhver að segja: Er ekki hollt mataræði bara klisja? „Já, kannski en verða ekki klisjur einmitt vegna þess að margir sjá ástæðu til að hamra á gildi þeirra?“ Reglulegt, fjölbreytt og hollt mataræði með áherslu á afurðir nærri rótunum í náttúru- og dýraríkinu stuðla sannarlega að betri líðan. Hreyfing hefur ótvírætt gildi fyrir líkamlega og andlega heilsu. Óþarfi er að kaupa aðgangskort í dýrar líkamsræktarstöðvar til að stunda hreyfingu. Hlaup, hjólreiðar og göngur úti í náttúrunni eða innan borgarmarkanna gera sama gagn og ekki er verra að hafa maka, góðan vin, kunningja eða fjölskylduhundinn sér við hlið.Dýrmætt innlegg Jákvætt hugarfar hefur rík áhrif á líðan okkar sjálfra og þar af leiðandi okkar nánustu. Einn af lyklunum að jákvæðu hugarfari er að horfa með uppbyggilegum hætti á eigin mistök. Fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir því að við gerum öll mistök. Ef við gerum ekki mistök – erum við einfaldlega ekki að gera neitt heldur sitjum með hendur í skauti. Næsta skrefið felst í því að við veltum því fyrir okkur hvort við getum lært af mistökum okkar. Ef við svörum spurningunni játandi, ættum við að líta til baka og draga lærdóm af mistökunum eins og segir í fjórða geðorðinu: „Lærðu af mistökum þínum“. Með því snúum við mistökunum upp í dýrmætt innlegg til aukins þroska og traustara taks á tilverunni. Ef við komumst að því að við getum ekki lært af mistökum okkar ættum við að huga að því hvort þau hafi valdið öðrum sárindum. Ef svo er ættum við að biðja viðkomandi afsökunar áður en lengra er haldið. Þegar því er lokið þurfum við að tryggja að mistökin verði okkur dragbítur. Þeim þarf einfaldlega að kasta útbyrðis. Ef mistökin hafa tilhneigingu til að skjóta upp kollinum aftur og aftur getur verið árangursríkt að nota svokallað vinar/vinkonu nálgun. Sú leið felst í því að hugsa með sér hvað maður myndi sjálfur segja við vin/vinkonu ef viðkomandi hefði gert sömu mistök og maður gerði sjálfur og snúa svarinu í framhaldi af því upp á mann sjálfan. Þannig snýr maður væntumþykju gagnvart vinum/vinkonum sínum upp í – „sjálfs-væntumþykju“. Hvað getur líka verið betri grundvöllur að lífshamingju en væntumþykja gagnvart manni sjálfum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Geðorðin 10 Grein 4 Greinin er fjórða greinin af tíu í greinarröð jafn margra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10. Flest okkar gegna mörgum, ólíkum hlutverkum á sama tíma. Við erum börn, makar, foreldrar, starfsmenn og vinir og höfum skyldum að gegna á heimilinu, í vinnunni, í skólanum, félagslífinu og víðar úti í samfélaginu. Því er ekkert skrítið að lífið virðist stundum vera óendanlega flókið og verkefnin yfirþyrmandi. Við getum þó ekki kvartað yfir því að enginn sýni vanda okkar áhuga. Úr öllum áttum dynja skilaboð um hvernig við eigum að lifa lífinu til að ná „hámarks“ árangri og til hvaða lausna hægt sé að grípa til að leysa vandann strax. Skyndibitakeðjur bjóða skyndibita á kostakjörum til að seðja sárasta hungrið. Heilsugúrúar bjóða bætiefni og megrunarkúra til að bæta heilsuna fyrir jólin. Kunningjarnir bjóða í glas og jafnvel í nös til að létta lundina og gleyma „baslinu“ þó ekki sé nema um stundarsakir. Öll þessi tilboð eru skyndilausnir. Sumar valda meira að segja meiri skaða en ágóða. Vímuefni ylja um hjartarætur í augnablik áður en þau kalla á meiri neyslu og svipaða sögu eru að segja um hin tilboðin. Vítahringur verður til og getur snúist upp í örvilnan. Hvað er þá til ráða? Svarið er í rauninni ofur einfalt. Besta leiðin til að stuðla að jafnvægi og bættri líðan á sál og líkama er að leggja áherslu á þrennt í lífi sínu: hollt mataræði, hreyfingu og jákvætt hugarfar. Nú kann einhver að segja: Er ekki hollt mataræði bara klisja? „Já, kannski en verða ekki klisjur einmitt vegna þess að margir sjá ástæðu til að hamra á gildi þeirra?“ Reglulegt, fjölbreytt og hollt mataræði með áherslu á afurðir nærri rótunum í náttúru- og dýraríkinu stuðla sannarlega að betri líðan. Hreyfing hefur ótvírætt gildi fyrir líkamlega og andlega heilsu. Óþarfi er að kaupa aðgangskort í dýrar líkamsræktarstöðvar til að stunda hreyfingu. Hlaup, hjólreiðar og göngur úti í náttúrunni eða innan borgarmarkanna gera sama gagn og ekki er verra að hafa maka, góðan vin, kunningja eða fjölskylduhundinn sér við hlið.Dýrmætt innlegg Jákvætt hugarfar hefur rík áhrif á líðan okkar sjálfra og þar af leiðandi okkar nánustu. Einn af lyklunum að jákvæðu hugarfari er að horfa með uppbyggilegum hætti á eigin mistök. Fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir því að við gerum öll mistök. Ef við gerum ekki mistök – erum við einfaldlega ekki að gera neitt heldur sitjum með hendur í skauti. Næsta skrefið felst í því að við veltum því fyrir okkur hvort við getum lært af mistökum okkar. Ef við svörum spurningunni játandi, ættum við að líta til baka og draga lærdóm af mistökunum eins og segir í fjórða geðorðinu: „Lærðu af mistökum þínum“. Með því snúum við mistökunum upp í dýrmætt innlegg til aukins þroska og traustara taks á tilverunni. Ef við komumst að því að við getum ekki lært af mistökum okkar ættum við að huga að því hvort þau hafi valdið öðrum sárindum. Ef svo er ættum við að biðja viðkomandi afsökunar áður en lengra er haldið. Þegar því er lokið þurfum við að tryggja að mistökin verði okkur dragbítur. Þeim þarf einfaldlega að kasta útbyrðis. Ef mistökin hafa tilhneigingu til að skjóta upp kollinum aftur og aftur getur verið árangursríkt að nota svokallað vinar/vinkonu nálgun. Sú leið felst í því að hugsa með sér hvað maður myndi sjálfur segja við vin/vinkonu ef viðkomandi hefði gert sömu mistök og maður gerði sjálfur og snúa svarinu í framhaldi af því upp á mann sjálfan. Þannig snýr maður væntumþykju gagnvart vinum/vinkonum sínum upp í – „sjálfs-væntumþykju“. Hvað getur líka verið betri grundvöllur að lífshamingju en væntumþykja gagnvart manni sjálfum?
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun