Umferð án umhyggju Stefán Hjálmarsson skrifar 23. desember 2014 07:00 Ég heiti Stefán og ég gef stefnuljós. Það er ekki alltaf auðvelt að tilheyra þessu 1% þjóðarinnar sem gefur stefnuljós, í mínu tilviki byrjaði þetta strax um 17 ára aldurinn, hugsanlega var það félagsskapurinn sem leiddi mig út á þessa braut, hann Guðmundur ökukennari sem ég umgekkst mikið á tímabili kom mér upp á þessa hegðun, einnig man ég að faðir minn heitinn gaf alltaf stefnuljós þannig að hugsanlega er þetta genatengt og þess vegna lítið sem ég get gert til að breyta mér, eða hvað. En trúið mér, ég hef reynt að hætta þessu til að líkjast meir fjöldanum, það er nefnilega oft erfitt að synda á móti hefðbundnum siðum og venjum, vera öðruvísi en allir hinir, en mér mistókst. Hugsanlega fékk ég ekki nægan stuðning frá mínum nánustu, hugsanlega ber ég of mikla virðingu fyrir samborgurum mínum, þykir jafnvel ofurlítið vænt um þá marga hverja, en já tvívegis reyndi ég að hætta, en ég féll og í síðara skiptið svo illa að ég gafst endanlega upp, ég er eins og ég er, ég er stefnuljósari og er farinn að sætta mig við það. Ég fæ ekkert út úr því að sjá umferðina tefjast og hiksta áfram í óvissu um hvað næsti ökumaður ætli að gera, sé ekkert spaugilegt við að sjá bíla bíða við hringtorg og þora ekki af stað vegna þess að ómögulegt er að sjá hvort ökumenn ætla að beygja eða halda áfram, fæ engan fiðring við að sjá meðborgarana hætta lífi sínu af því þeir lásu rangt út úr hegðun næsta ökumanns. Það er bara of auðvelt að nota þessa litlu stöng vinstra megin við stýrið, og ekki er kostnaðurinn að stöðva mig, þessar stefnuljósaperur endast svo árum skiptir og kosta bara nokkrar krónur og fást víða, já eiginlega bara um land allt. Nei, ég mun halda áfram að sýna ykkur ökumönnum þá virðingu og umhyggju að gefa stefnuljós, þótt ég sé að synda á móti straumnum, sama hvað ykkur finnst um mig, get bara vonað að þið umberið þessa sérvisku okkar sem fylgjum umferðarlögum þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Stefán og ég gef stefnuljós. Það er ekki alltaf auðvelt að tilheyra þessu 1% þjóðarinnar sem gefur stefnuljós, í mínu tilviki byrjaði þetta strax um 17 ára aldurinn, hugsanlega var það félagsskapurinn sem leiddi mig út á þessa braut, hann Guðmundur ökukennari sem ég umgekkst mikið á tímabili kom mér upp á þessa hegðun, einnig man ég að faðir minn heitinn gaf alltaf stefnuljós þannig að hugsanlega er þetta genatengt og þess vegna lítið sem ég get gert til að breyta mér, eða hvað. En trúið mér, ég hef reynt að hætta þessu til að líkjast meir fjöldanum, það er nefnilega oft erfitt að synda á móti hefðbundnum siðum og venjum, vera öðruvísi en allir hinir, en mér mistókst. Hugsanlega fékk ég ekki nægan stuðning frá mínum nánustu, hugsanlega ber ég of mikla virðingu fyrir samborgurum mínum, þykir jafnvel ofurlítið vænt um þá marga hverja, en já tvívegis reyndi ég að hætta, en ég féll og í síðara skiptið svo illa að ég gafst endanlega upp, ég er eins og ég er, ég er stefnuljósari og er farinn að sætta mig við það. Ég fæ ekkert út úr því að sjá umferðina tefjast og hiksta áfram í óvissu um hvað næsti ökumaður ætli að gera, sé ekkert spaugilegt við að sjá bíla bíða við hringtorg og þora ekki af stað vegna þess að ómögulegt er að sjá hvort ökumenn ætla að beygja eða halda áfram, fæ engan fiðring við að sjá meðborgarana hætta lífi sínu af því þeir lásu rangt út úr hegðun næsta ökumanns. Það er bara of auðvelt að nota þessa litlu stöng vinstra megin við stýrið, og ekki er kostnaðurinn að stöðva mig, þessar stefnuljósaperur endast svo árum skiptir og kosta bara nokkrar krónur og fást víða, já eiginlega bara um land allt. Nei, ég mun halda áfram að sýna ykkur ökumönnum þá virðingu og umhyggju að gefa stefnuljós, þótt ég sé að synda á móti straumnum, sama hvað ykkur finnst um mig, get bara vonað að þið umberið þessa sérvisku okkar sem fylgjum umferðarlögum þessa lands.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar