Landflótti lækna Arna Guðmundsdóttir skrifar 23. desember 2014 07:00 Margir hafa tjáð sig í fjölmiðlum undanfarið um heilbrigðiskerfið og hefur umræðan ekki alltaf borið merki um mikið innsæi né framtíðarsýn. Háskólaprófessor nokkur tjáði sig um heilbrigðismál í útvarpsviðtali í nóvemberbyrjun. Hann taldi að heildartekjur íslenskra lækna væru bara ágætar í samanburði við aðrar stéttir hérlendis og þó víða væri leitað. Viðurkenndi þó, þegar á það var bent, að þetta hlyti að stafa af umtalsverðu vaktaálagi þar sem ljóst væri að grunnlaunin væru mjög lág í öllum samanburði. Hér er ástæða til að staldra við. Er það eðlilegt að þessi starfsstétt sæki tekjur sínar að mestu í kvöld-/næturvaktir sem bætast við fulla dagvinnu og jafnvel aukavinnu í vaktafríum á öðrum vinnustöðum en sínum fasta vinnustað? Erlendis hafa verið settar reglur um yfirvinnu heilbrigðisstarfsfólks af ástæðu. Of mikil yfirvinna er ekki af hinu góða, heldur getur þvert á móti ýtt undir mistök auk þess sem vaktavinna í sjálfu sér er krefjandi vinnufyrirkomulag sem tekur sinn toll á ýmsa vegu. Eðlilegra væri að háskólaprófessorar hvettu til minni aukavinnu og minna vaktaálags af þeim læknum sem hér halda uppi heilbrigðisþjónustu. Sá hinn sami taldi að það væri eflaust fjöldi erlendra lækna sem hefði mikinn áhuga á að starfa hér á landi. Aftur spyr maður hlessa, hvaða snillingar eru það sem vilja flytja hingað og læra tungumálið til að starfa hér með um 500 þúsund í grunnlaun fyrir dagvinnu þegar þeim býðst sambærileg vinna í Skandinavíu fyrir 1 milljón? Á þessu eru sem betur fer undantekningar en ekki nægilega margar til að endurreisa íslenskt heilbrigðiskerfi með þessari töfralausn. Landflótti íslenskra lækna hefur tekið á sig nýja mynd á síðustu árum. Framan af var nær eingöngu um að ræða unga lækna sem héldu fyrr utan í sérnám en ella. Algjört neyðarástand skapaðist á lyflækningadeild LSH haustið 2013 þegar ungir læknar sóttu ekki um stöður þar á bæ. Sömuleiðis hefur orðið töf á því að fólk snúi heim að loknu sérnámi og er það mikið áhyggjuefni. Hitt er hins vegar nýtt að sprenglærðir sérfræðingar sem fluttu heim og hafa starfað hér um árabil, hafa sagt upp störfum sínum og flutt aftur á kunnugar slóðir.Stórt gap Til þess að nefna nokkra sem hafa farið á síðustu 2-3 árum er hér listi sem þó er ekki tæmandi heldur aðeins þeir sem voru samferða greinarhöfundi í námi og starfi á LSH: Hjartalæknirinn Guðjón Karlsson (fluttur til USA), meltingarlæknarnir Helgi Sigmundsson (USA) og Sigurður Einarsson (USA), barnameltingarlæknirinn Luther Sigurðsson (USA), lungnalæknirinn Sigurður Þór Sigurðarson (USA), krabbameinslæknarnir Sigurður Böðvarsson (USA), Agnes Smáradóttir (USA), Helgi Hafsteinn Helgason (Holland) og Halla Skúladóttir (Danmörk), smitsjúkdómalæknirinn Már Kristjánsson (Sádi-Arabía), innkirtlalæknirinn Ágústa Ólafsdóttir (USA), kvensjúkdómalæknirinn Guðlaug Sverrisdóttir (Svíþjóð) og sérfræðingur í taugasjúkdómum barna Ýr Sigurðardóttir (USA). Listinn yfir þá sem hafa sagt upp á Landspítalanum undanfarið lengist dag frá degi: María Sigurðardóttir, Einar Páll Indriðason og Veigar I. Ólafsson, svæfinga- og gjörgæslulæknar, Jón Örvar Kristinsson, Sunna Gunnlaugsdóttir og Kjartan Örvar meltingarlæknar, Sigfús Gizurarson hjartalæknir, Brynjar Viðarsson blóðmeinalæknir, Kristján Skúli Ásgeirsson skurðlæknir. Allt þrátt fyrir að ráðherrar trúi því alls ekki að læknar muni segja upp störfum. Margir þessara einstaklinga munu skilja eftir stórt gap í þekkingunni sem hér er til staðar og nægir þar að nefna Sigfús sem er sérhæfður í brennsluaðgerðum á hjarta (mörg hundruð manns eru á biðlista eftir slíkri aðgerð), Jón Örvar sem er sérhæfður í ERCP-aðgerðum (kviðarholsómsjá til rannsókna á brisi og gallvegum) og Kristján Skúla sem hefur sérhæft sig í uppbyggingu brjósta eftir krabbameinsmeðferð. Nú eru 30 ár síðan Matthías Bjarnason, þáverandi heilbrigðisráðherra, tilkynnti læknum á aðalfundi Læknafélags Íslands á Ísafirði 1984, að hjartaskurðlækningum yrði hrundið af stað innanlands. Þetta var stórkostlegt framfaraskref. Fari fram sem horfir, að ekki fáist nægilega margir svæfingalæknar til starfa á Landspítala háskólasjúkrahúsi, þá mun þessi starfsemi leggjast af árið 2015. Ætlum við að bjarga þessu heilbrigðiskerfi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa tjáð sig í fjölmiðlum undanfarið um heilbrigðiskerfið og hefur umræðan ekki alltaf borið merki um mikið innsæi né framtíðarsýn. Háskólaprófessor nokkur tjáði sig um heilbrigðismál í útvarpsviðtali í nóvemberbyrjun. Hann taldi að heildartekjur íslenskra lækna væru bara ágætar í samanburði við aðrar stéttir hérlendis og þó víða væri leitað. Viðurkenndi þó, þegar á það var bent, að þetta hlyti að stafa af umtalsverðu vaktaálagi þar sem ljóst væri að grunnlaunin væru mjög lág í öllum samanburði. Hér er ástæða til að staldra við. Er það eðlilegt að þessi starfsstétt sæki tekjur sínar að mestu í kvöld-/næturvaktir sem bætast við fulla dagvinnu og jafnvel aukavinnu í vaktafríum á öðrum vinnustöðum en sínum fasta vinnustað? Erlendis hafa verið settar reglur um yfirvinnu heilbrigðisstarfsfólks af ástæðu. Of mikil yfirvinna er ekki af hinu góða, heldur getur þvert á móti ýtt undir mistök auk þess sem vaktavinna í sjálfu sér er krefjandi vinnufyrirkomulag sem tekur sinn toll á ýmsa vegu. Eðlilegra væri að háskólaprófessorar hvettu til minni aukavinnu og minna vaktaálags af þeim læknum sem hér halda uppi heilbrigðisþjónustu. Sá hinn sami taldi að það væri eflaust fjöldi erlendra lækna sem hefði mikinn áhuga á að starfa hér á landi. Aftur spyr maður hlessa, hvaða snillingar eru það sem vilja flytja hingað og læra tungumálið til að starfa hér með um 500 þúsund í grunnlaun fyrir dagvinnu þegar þeim býðst sambærileg vinna í Skandinavíu fyrir 1 milljón? Á þessu eru sem betur fer undantekningar en ekki nægilega margar til að endurreisa íslenskt heilbrigðiskerfi með þessari töfralausn. Landflótti íslenskra lækna hefur tekið á sig nýja mynd á síðustu árum. Framan af var nær eingöngu um að ræða unga lækna sem héldu fyrr utan í sérnám en ella. Algjört neyðarástand skapaðist á lyflækningadeild LSH haustið 2013 þegar ungir læknar sóttu ekki um stöður þar á bæ. Sömuleiðis hefur orðið töf á því að fólk snúi heim að loknu sérnámi og er það mikið áhyggjuefni. Hitt er hins vegar nýtt að sprenglærðir sérfræðingar sem fluttu heim og hafa starfað hér um árabil, hafa sagt upp störfum sínum og flutt aftur á kunnugar slóðir.Stórt gap Til þess að nefna nokkra sem hafa farið á síðustu 2-3 árum er hér listi sem þó er ekki tæmandi heldur aðeins þeir sem voru samferða greinarhöfundi í námi og starfi á LSH: Hjartalæknirinn Guðjón Karlsson (fluttur til USA), meltingarlæknarnir Helgi Sigmundsson (USA) og Sigurður Einarsson (USA), barnameltingarlæknirinn Luther Sigurðsson (USA), lungnalæknirinn Sigurður Þór Sigurðarson (USA), krabbameinslæknarnir Sigurður Böðvarsson (USA), Agnes Smáradóttir (USA), Helgi Hafsteinn Helgason (Holland) og Halla Skúladóttir (Danmörk), smitsjúkdómalæknirinn Már Kristjánsson (Sádi-Arabía), innkirtlalæknirinn Ágústa Ólafsdóttir (USA), kvensjúkdómalæknirinn Guðlaug Sverrisdóttir (Svíþjóð) og sérfræðingur í taugasjúkdómum barna Ýr Sigurðardóttir (USA). Listinn yfir þá sem hafa sagt upp á Landspítalanum undanfarið lengist dag frá degi: María Sigurðardóttir, Einar Páll Indriðason og Veigar I. Ólafsson, svæfinga- og gjörgæslulæknar, Jón Örvar Kristinsson, Sunna Gunnlaugsdóttir og Kjartan Örvar meltingarlæknar, Sigfús Gizurarson hjartalæknir, Brynjar Viðarsson blóðmeinalæknir, Kristján Skúli Ásgeirsson skurðlæknir. Allt þrátt fyrir að ráðherrar trúi því alls ekki að læknar muni segja upp störfum. Margir þessara einstaklinga munu skilja eftir stórt gap í þekkingunni sem hér er til staðar og nægir þar að nefna Sigfús sem er sérhæfður í brennsluaðgerðum á hjarta (mörg hundruð manns eru á biðlista eftir slíkri aðgerð), Jón Örvar sem er sérhæfður í ERCP-aðgerðum (kviðarholsómsjá til rannsókna á brisi og gallvegum) og Kristján Skúla sem hefur sérhæft sig í uppbyggingu brjósta eftir krabbameinsmeðferð. Nú eru 30 ár síðan Matthías Bjarnason, þáverandi heilbrigðisráðherra, tilkynnti læknum á aðalfundi Læknafélags Íslands á Ísafirði 1984, að hjartaskurðlækningum yrði hrundið af stað innanlands. Þetta var stórkostlegt framfaraskref. Fari fram sem horfir, að ekki fáist nægilega margir svæfingalæknar til starfa á Landspítala háskólasjúkrahúsi, þá mun þessi starfsemi leggjast af árið 2015. Ætlum við að bjarga þessu heilbrigðiskerfi?
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun