Tækifæri til betri lífsgæða Eymundur L. Eymundsson skrifar 23. desember 2014 07:00 Mig langar að fjalla aðeins um okkar starf í Grófinni geðverndarmiðstöð og hvað það getur hjálpað fólki að eflast og fá von um bata af sínum geðröskunum. Það að rjúfa einangrun og komast í virkni á sínum hraða gefur fólki tækifæri á betri lífsgæðum. Grófin geðverndarmiðstöð var stofnuð þann 10. október 2013 af grasrót fagmanna og notenda með hugmyndafræði valdeflingar að leiðarljósi. Valdefling felur í sér að ná tökum á eigin lífi með því að efla sjálfan sig með öðrum notendum og fagmönnum á jafningjagrunni. Höfðum opið fyrsta árið alla virka daga frá kl. 13.00-16.00 og komum á hópastarfi sem hefur svo eflst með tímanum. Höfum við verið dugleg að opna okkur í fjölmiðlum til að auka þekkingu og skilning á geðröskunum.Forvarnir og fræðsla Við höfum farið í skóla með geðfræðslu þar sem tveir tala í 10-15 mínútur um sínar geðraskanir, hvað sé að hjálpa þeim og benda á úrræði sem hægt væri að nýta. Þetta er nauðsynlegt vopn til að fræða og sögðu sumir kennarar sem hlýddu á fræðsluna að þeir sjálfir hefðu uppgötvað nýja hluti um geðraskanir. Þeir sögðu einnig að þessari fræðslu þyrfti að koma almennt á í skólum og samfélaginu til að vinna gegn fordómum og auka þekkingu fólks á geðröskunum. Ef ég sjálfur væri í 9.-10. bekk í dag myndi ég geta séð hvað ég væri að glíma við í stað þess að þjást fyrst í 25 ár. Ég gæti þá talað við námsráðgjafa, hjúkrunarfræðing, heimilislækni eða sálfræðing í skólanum og fengið hjálp. Ég notaði vímuefni til að drekka í mig kjark eða deyfa mig og endaði oftast í minnisleysi öll þessi ár. Ég þarf þess ekki í dag og þarf ekki lengur að láta reiðina inni í mér stjórna minni líðan. Ég hef nýtt mér hjálpina með jákvæðni og opnum huga og þótt þetta geti enn þá verið mjög erfitt þá er þetta ekki að stjórna mínu lífi eins og kvíðinn, félagsfælnin og þunglyndið gerðu áður. Einnig er mikilvægt að foreldrar og vinir myndu styðja við unglinginn og bakka upp en ekki gera lítið úr hlutunum. Ef við viljum ekki að unglingar leiti í neyslu þá er þessi stuðningur mikilvægur þáttur í að efla skilning og vinna gegn fordómum.Fræðsludagar og aðstandendur Við höfum átt gott samstarf við Hugarafl sem vinnur eftir hugmyndafræði valdeflingar og í samvinnu við Hugarafl hélt Grófin fræðsludaga 17. og 18. janúar 2014 hér á Akureyri. Var annar þeirra ætlaður aðstandendum. Óhætt er að segja að þessir dagar heppnuðust mjög vel og voru vel sóttir – um 100 manns mættu þessa tvo daga. Á seinni deginum var komið á fót aðstandendahópi sem hittist einu sinni í viku fram á vorið og mættu frá sjö til 15 manns viku hverja. Það er nefnilega ekki síður mikilvægt fyrir aðstandendur að hittast og deila sinni reynslu og fá speglun frá öðrum. Þann 1. október síðastliðinn réðum við svo sálfræðing til okkar sem heldur utan um aðstandendahópinn en hann hittist á þriðjudögum frá 20.00-21.30 og skorum við á þau sem eru í vafa að taka skrefið og gefa þessu tækifæri með opnum huga.Sálfræðingur og notendur Eftir að sálfræðingurinn kom lengdum við opnunartímann í 10-16 virka daga og bættum í dagskrána fræðslu og hópastarfi á morgnana. Sálfræðingurinn veitir líka viðtöl við þau sem þurfa á því að halda og sýna virkni hjá okkur. Grófin hóf samvinnu við Háskólann á Akureyri síðastliðinn vetur sem fólst í því að iðjuþjálfanemar fengu að spreyta sig í að vera með hópastarf. Þetta virkaði vel, notendur Grófar fengu þannig kost á uppbyggilegu hópastarfi og nemarnir fengu reynslu af því að vinna með notendum. Alltaf eru einhverjar nýjungar að bætast við starfið enda um 15-20 manns sem mæta daglega. Unghugarnir okkar eru líka að eflast og eru að gera góða hluti. Vonumst við til þess að á árinu 2015 verðum við komin í aukið samstarf við Háskólann á Akureyri, framhalds- og grunnskólana, með kynningum á okkar starfi og fræðslu hér í samfélaginu og nágrannasveitarfélögum. Vonumst við til þess að Akureyrarbær og nærsveitarfélög taki af skarið og nýti sér þá reynslu sem við getum boðið upp á með opinn huga að leiðarljósi. Með stuðningi Akureyrarbæjar og nærsveitarfélaga er hægt að efla þekkingu enn meira með því að virkja fræðslu og forvarnir frá notendum og fagmönnum á jafningjagrunni.Andlegt ofbeldi Hvernig fólk talar um geðveiki getur haft alvarleg áhrif á fólk sem er að glíma við geðraskanir. Manneskja sem er að glíma við önnur veikindi yrði ekki ánægð ef talað yrði illa um hennar veikindi. Ekkert ofbeldi á að líðast í samfélaginu og þurfum við virkilega að taka okkur þar á. Þótt margt hafi breyst til batnaðar þurfum við sem samfélag að bera meiri virðingu fyrir manneskjunni. Hlusta á manneskjuna með opnum huga og taka henni sem jafningja en ekki gera lítið úr. Það er brýnt. Með því að gera lítið úr veikindunum er maður með andlegt ofbeldi sem á hvergi heima, munum það. Að síðustu vil ég benda á að batalíkur einstaklings með geðröskun eru miklar, sérstaklega þegar vonin er til staðar. Umhverfið getur haldið voninni gangandi með því að sýna virðingu og umhyggju á erfiðum tímum og haldið tengslunum gangandi. Nánari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu okkar. https://grofin.wordpress.com/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að fjalla aðeins um okkar starf í Grófinni geðverndarmiðstöð og hvað það getur hjálpað fólki að eflast og fá von um bata af sínum geðröskunum. Það að rjúfa einangrun og komast í virkni á sínum hraða gefur fólki tækifæri á betri lífsgæðum. Grófin geðverndarmiðstöð var stofnuð þann 10. október 2013 af grasrót fagmanna og notenda með hugmyndafræði valdeflingar að leiðarljósi. Valdefling felur í sér að ná tökum á eigin lífi með því að efla sjálfan sig með öðrum notendum og fagmönnum á jafningjagrunni. Höfðum opið fyrsta árið alla virka daga frá kl. 13.00-16.00 og komum á hópastarfi sem hefur svo eflst með tímanum. Höfum við verið dugleg að opna okkur í fjölmiðlum til að auka þekkingu og skilning á geðröskunum.Forvarnir og fræðsla Við höfum farið í skóla með geðfræðslu þar sem tveir tala í 10-15 mínútur um sínar geðraskanir, hvað sé að hjálpa þeim og benda á úrræði sem hægt væri að nýta. Þetta er nauðsynlegt vopn til að fræða og sögðu sumir kennarar sem hlýddu á fræðsluna að þeir sjálfir hefðu uppgötvað nýja hluti um geðraskanir. Þeir sögðu einnig að þessari fræðslu þyrfti að koma almennt á í skólum og samfélaginu til að vinna gegn fordómum og auka þekkingu fólks á geðröskunum. Ef ég sjálfur væri í 9.-10. bekk í dag myndi ég geta séð hvað ég væri að glíma við í stað þess að þjást fyrst í 25 ár. Ég gæti þá talað við námsráðgjafa, hjúkrunarfræðing, heimilislækni eða sálfræðing í skólanum og fengið hjálp. Ég notaði vímuefni til að drekka í mig kjark eða deyfa mig og endaði oftast í minnisleysi öll þessi ár. Ég þarf þess ekki í dag og þarf ekki lengur að láta reiðina inni í mér stjórna minni líðan. Ég hef nýtt mér hjálpina með jákvæðni og opnum huga og þótt þetta geti enn þá verið mjög erfitt þá er þetta ekki að stjórna mínu lífi eins og kvíðinn, félagsfælnin og þunglyndið gerðu áður. Einnig er mikilvægt að foreldrar og vinir myndu styðja við unglinginn og bakka upp en ekki gera lítið úr hlutunum. Ef við viljum ekki að unglingar leiti í neyslu þá er þessi stuðningur mikilvægur þáttur í að efla skilning og vinna gegn fordómum.Fræðsludagar og aðstandendur Við höfum átt gott samstarf við Hugarafl sem vinnur eftir hugmyndafræði valdeflingar og í samvinnu við Hugarafl hélt Grófin fræðsludaga 17. og 18. janúar 2014 hér á Akureyri. Var annar þeirra ætlaður aðstandendum. Óhætt er að segja að þessir dagar heppnuðust mjög vel og voru vel sóttir – um 100 manns mættu þessa tvo daga. Á seinni deginum var komið á fót aðstandendahópi sem hittist einu sinni í viku fram á vorið og mættu frá sjö til 15 manns viku hverja. Það er nefnilega ekki síður mikilvægt fyrir aðstandendur að hittast og deila sinni reynslu og fá speglun frá öðrum. Þann 1. október síðastliðinn réðum við svo sálfræðing til okkar sem heldur utan um aðstandendahópinn en hann hittist á þriðjudögum frá 20.00-21.30 og skorum við á þau sem eru í vafa að taka skrefið og gefa þessu tækifæri með opnum huga.Sálfræðingur og notendur Eftir að sálfræðingurinn kom lengdum við opnunartímann í 10-16 virka daga og bættum í dagskrána fræðslu og hópastarfi á morgnana. Sálfræðingurinn veitir líka viðtöl við þau sem þurfa á því að halda og sýna virkni hjá okkur. Grófin hóf samvinnu við Háskólann á Akureyri síðastliðinn vetur sem fólst í því að iðjuþjálfanemar fengu að spreyta sig í að vera með hópastarf. Þetta virkaði vel, notendur Grófar fengu þannig kost á uppbyggilegu hópastarfi og nemarnir fengu reynslu af því að vinna með notendum. Alltaf eru einhverjar nýjungar að bætast við starfið enda um 15-20 manns sem mæta daglega. Unghugarnir okkar eru líka að eflast og eru að gera góða hluti. Vonumst við til þess að á árinu 2015 verðum við komin í aukið samstarf við Háskólann á Akureyri, framhalds- og grunnskólana, með kynningum á okkar starfi og fræðslu hér í samfélaginu og nágrannasveitarfélögum. Vonumst við til þess að Akureyrarbær og nærsveitarfélög taki af skarið og nýti sér þá reynslu sem við getum boðið upp á með opinn huga að leiðarljósi. Með stuðningi Akureyrarbæjar og nærsveitarfélaga er hægt að efla þekkingu enn meira með því að virkja fræðslu og forvarnir frá notendum og fagmönnum á jafningjagrunni.Andlegt ofbeldi Hvernig fólk talar um geðveiki getur haft alvarleg áhrif á fólk sem er að glíma við geðraskanir. Manneskja sem er að glíma við önnur veikindi yrði ekki ánægð ef talað yrði illa um hennar veikindi. Ekkert ofbeldi á að líðast í samfélaginu og þurfum við virkilega að taka okkur þar á. Þótt margt hafi breyst til batnaðar þurfum við sem samfélag að bera meiri virðingu fyrir manneskjunni. Hlusta á manneskjuna með opnum huga og taka henni sem jafningja en ekki gera lítið úr. Það er brýnt. Með því að gera lítið úr veikindunum er maður með andlegt ofbeldi sem á hvergi heima, munum það. Að síðustu vil ég benda á að batalíkur einstaklings með geðröskun eru miklar, sérstaklega þegar vonin er til staðar. Umhverfið getur haldið voninni gangandi með því að sýna virðingu og umhyggju á erfiðum tímum og haldið tengslunum gangandi. Nánari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu okkar. https://grofin.wordpress.com/
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar