Komum til dyranna eins og við erum klædd Hörður Harðarson skrifar 23. desember 2014 07:00 Á dögunum vakti ég athygli á mikilvægi þess að fjölbreytt atvinnustarfsemi fái að þrífast hér landi. Líta þurfi til hagsmuna neytenda frá viðara sjónarhorni en vöruverði eingöngu. Þó mögulegt sé að kaupa vörur í erlendum netverslunum á lægra verði en býðst hér á landi þá þjónaði það betur hagmunum íslenskra neytenda að skipta við innlendar verslanir vegna þeirra heildaráhrifa sem það hefði á hagkerfið. Sagði ég að sömu rök eiga við um íslenskan landbúnað. Við getum, ekki frekar en verslunin, keppt við aðila í löndum þar sem laun eru umtalsvert lægri en hér. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, brást við grein minni og sagði enginn rök vera fyrir stuðningi stjórnvalda við innlendan svínabúskap með því að leggja tolla á innfluttar kjötafurðir. Hann virðist því hafa horft framhjá þeirri röksemd að landbúnaður væri mikilvægur þáttur í íslensku hagkerfi með öllum þeim störfum og afleiddri veltu sem hann skilar.Neikvæð mynd Þá ruglar Ólafur saman ýmsum atriðum í þeim ásetningi sínum að draga upp neikvæða mynd að íslenskum svínabændum sem hann segir stunda búsakap í „fáeinum umsvifamiklum fyrirtækjum í stórum iðnaðarskemmum, mest á innfluttu fóðri“. Íslenskur svínabúskapur fer að mestu fram á fjölskyldubúum og yrði líklega skilgreindur sem heimilisbúskapur í samanburði við þau bú sem Ólafur vill að mögulegt verði að flytja inn kjöt frá. Má nefna í þessu sambandi að Ríkissjónvarpið sýndi nýlega sláandi heimildarmynd um grísaflutninga innan Evrópusambandsins þar sem allri dýravelferð er fórnað fyrir hagræðissjónarmið. Þá er rétt að fram komi að hlutfall innlends fóðurs í svínabúskap á Íslandi hefur aukist verulega á undanförnum árum og eru grísir á nokkrum svínabúum að verulegu leyti aldir á innlendu korni og má búast við að það aukist enn frekar á næstu árum. Hagsmunasamtök í verslun og innflutningi hafa að undanförnu beitt sér gegn í íslenskum landbúnaði í opinberri umræðu undir því yfirskyni að þeir séu að gæta hagsmuna neytenda. Félag atvinnurekenda og Samtök verslunar- og þjónustu starfa ekki með hagsmuni neytenda í fyrirrúmi heldur er tilgangur þeirra að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. Því þarf að hafa það í huga þegar fulltrúar þeirra tjá sig um landbúnað að umbjóðendur þeirra vilja auka arðsemi sína með því að flytja inn vöru af svæðum þar sem laun og aðbúnaður dýra er langt undir þeim viðmiðum er við höfum hér á landi. Þeir sem hafa beina peningalega hagsmuni af þessu eiga því að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir fremur en að látast vera sérstakir varðmenn neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Á dögunum vakti ég athygli á mikilvægi þess að fjölbreytt atvinnustarfsemi fái að þrífast hér landi. Líta þurfi til hagsmuna neytenda frá viðara sjónarhorni en vöruverði eingöngu. Þó mögulegt sé að kaupa vörur í erlendum netverslunum á lægra verði en býðst hér á landi þá þjónaði það betur hagmunum íslenskra neytenda að skipta við innlendar verslanir vegna þeirra heildaráhrifa sem það hefði á hagkerfið. Sagði ég að sömu rök eiga við um íslenskan landbúnað. Við getum, ekki frekar en verslunin, keppt við aðila í löndum þar sem laun eru umtalsvert lægri en hér. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, brást við grein minni og sagði enginn rök vera fyrir stuðningi stjórnvalda við innlendan svínabúskap með því að leggja tolla á innfluttar kjötafurðir. Hann virðist því hafa horft framhjá þeirri röksemd að landbúnaður væri mikilvægur þáttur í íslensku hagkerfi með öllum þeim störfum og afleiddri veltu sem hann skilar.Neikvæð mynd Þá ruglar Ólafur saman ýmsum atriðum í þeim ásetningi sínum að draga upp neikvæða mynd að íslenskum svínabændum sem hann segir stunda búsakap í „fáeinum umsvifamiklum fyrirtækjum í stórum iðnaðarskemmum, mest á innfluttu fóðri“. Íslenskur svínabúskapur fer að mestu fram á fjölskyldubúum og yrði líklega skilgreindur sem heimilisbúskapur í samanburði við þau bú sem Ólafur vill að mögulegt verði að flytja inn kjöt frá. Má nefna í þessu sambandi að Ríkissjónvarpið sýndi nýlega sláandi heimildarmynd um grísaflutninga innan Evrópusambandsins þar sem allri dýravelferð er fórnað fyrir hagræðissjónarmið. Þá er rétt að fram komi að hlutfall innlends fóðurs í svínabúskap á Íslandi hefur aukist verulega á undanförnum árum og eru grísir á nokkrum svínabúum að verulegu leyti aldir á innlendu korni og má búast við að það aukist enn frekar á næstu árum. Hagsmunasamtök í verslun og innflutningi hafa að undanförnu beitt sér gegn í íslenskum landbúnaði í opinberri umræðu undir því yfirskyni að þeir séu að gæta hagsmuna neytenda. Félag atvinnurekenda og Samtök verslunar- og þjónustu starfa ekki með hagsmuni neytenda í fyrirrúmi heldur er tilgangur þeirra að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. Því þarf að hafa það í huga þegar fulltrúar þeirra tjá sig um landbúnað að umbjóðendur þeirra vilja auka arðsemi sína með því að flytja inn vöru af svæðum þar sem laun og aðbúnaður dýra er langt undir þeim viðmiðum er við höfum hér á landi. Þeir sem hafa beina peningalega hagsmuni af þessu eiga því að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir fremur en að látast vera sérstakir varðmenn neytenda.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar