Komum til dyranna eins og við erum klædd Hörður Harðarson skrifar 23. desember 2014 07:00 Á dögunum vakti ég athygli á mikilvægi þess að fjölbreytt atvinnustarfsemi fái að þrífast hér landi. Líta þurfi til hagsmuna neytenda frá viðara sjónarhorni en vöruverði eingöngu. Þó mögulegt sé að kaupa vörur í erlendum netverslunum á lægra verði en býðst hér á landi þá þjónaði það betur hagmunum íslenskra neytenda að skipta við innlendar verslanir vegna þeirra heildaráhrifa sem það hefði á hagkerfið. Sagði ég að sömu rök eiga við um íslenskan landbúnað. Við getum, ekki frekar en verslunin, keppt við aðila í löndum þar sem laun eru umtalsvert lægri en hér. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, brást við grein minni og sagði enginn rök vera fyrir stuðningi stjórnvalda við innlendan svínabúskap með því að leggja tolla á innfluttar kjötafurðir. Hann virðist því hafa horft framhjá þeirri röksemd að landbúnaður væri mikilvægur þáttur í íslensku hagkerfi með öllum þeim störfum og afleiddri veltu sem hann skilar.Neikvæð mynd Þá ruglar Ólafur saman ýmsum atriðum í þeim ásetningi sínum að draga upp neikvæða mynd að íslenskum svínabændum sem hann segir stunda búsakap í „fáeinum umsvifamiklum fyrirtækjum í stórum iðnaðarskemmum, mest á innfluttu fóðri“. Íslenskur svínabúskapur fer að mestu fram á fjölskyldubúum og yrði líklega skilgreindur sem heimilisbúskapur í samanburði við þau bú sem Ólafur vill að mögulegt verði að flytja inn kjöt frá. Má nefna í þessu sambandi að Ríkissjónvarpið sýndi nýlega sláandi heimildarmynd um grísaflutninga innan Evrópusambandsins þar sem allri dýravelferð er fórnað fyrir hagræðissjónarmið. Þá er rétt að fram komi að hlutfall innlends fóðurs í svínabúskap á Íslandi hefur aukist verulega á undanförnum árum og eru grísir á nokkrum svínabúum að verulegu leyti aldir á innlendu korni og má búast við að það aukist enn frekar á næstu árum. Hagsmunasamtök í verslun og innflutningi hafa að undanförnu beitt sér gegn í íslenskum landbúnaði í opinberri umræðu undir því yfirskyni að þeir séu að gæta hagsmuna neytenda. Félag atvinnurekenda og Samtök verslunar- og þjónustu starfa ekki með hagsmuni neytenda í fyrirrúmi heldur er tilgangur þeirra að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. Því þarf að hafa það í huga þegar fulltrúar þeirra tjá sig um landbúnað að umbjóðendur þeirra vilja auka arðsemi sína með því að flytja inn vöru af svæðum þar sem laun og aðbúnaður dýra er langt undir þeim viðmiðum er við höfum hér á landi. Þeir sem hafa beina peningalega hagsmuni af þessu eiga því að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir fremur en að látast vera sérstakir varðmenn neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum vakti ég athygli á mikilvægi þess að fjölbreytt atvinnustarfsemi fái að þrífast hér landi. Líta þurfi til hagsmuna neytenda frá viðara sjónarhorni en vöruverði eingöngu. Þó mögulegt sé að kaupa vörur í erlendum netverslunum á lægra verði en býðst hér á landi þá þjónaði það betur hagmunum íslenskra neytenda að skipta við innlendar verslanir vegna þeirra heildaráhrifa sem það hefði á hagkerfið. Sagði ég að sömu rök eiga við um íslenskan landbúnað. Við getum, ekki frekar en verslunin, keppt við aðila í löndum þar sem laun eru umtalsvert lægri en hér. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, brást við grein minni og sagði enginn rök vera fyrir stuðningi stjórnvalda við innlendan svínabúskap með því að leggja tolla á innfluttar kjötafurðir. Hann virðist því hafa horft framhjá þeirri röksemd að landbúnaður væri mikilvægur þáttur í íslensku hagkerfi með öllum þeim störfum og afleiddri veltu sem hann skilar.Neikvæð mynd Þá ruglar Ólafur saman ýmsum atriðum í þeim ásetningi sínum að draga upp neikvæða mynd að íslenskum svínabændum sem hann segir stunda búsakap í „fáeinum umsvifamiklum fyrirtækjum í stórum iðnaðarskemmum, mest á innfluttu fóðri“. Íslenskur svínabúskapur fer að mestu fram á fjölskyldubúum og yrði líklega skilgreindur sem heimilisbúskapur í samanburði við þau bú sem Ólafur vill að mögulegt verði að flytja inn kjöt frá. Má nefna í þessu sambandi að Ríkissjónvarpið sýndi nýlega sláandi heimildarmynd um grísaflutninga innan Evrópusambandsins þar sem allri dýravelferð er fórnað fyrir hagræðissjónarmið. Þá er rétt að fram komi að hlutfall innlends fóðurs í svínabúskap á Íslandi hefur aukist verulega á undanförnum árum og eru grísir á nokkrum svínabúum að verulegu leyti aldir á innlendu korni og má búast við að það aukist enn frekar á næstu árum. Hagsmunasamtök í verslun og innflutningi hafa að undanförnu beitt sér gegn í íslenskum landbúnaði í opinberri umræðu undir því yfirskyni að þeir séu að gæta hagsmuna neytenda. Félag atvinnurekenda og Samtök verslunar- og þjónustu starfa ekki með hagsmuni neytenda í fyrirrúmi heldur er tilgangur þeirra að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. Því þarf að hafa það í huga þegar fulltrúar þeirra tjá sig um landbúnað að umbjóðendur þeirra vilja auka arðsemi sína með því að flytja inn vöru af svæðum þar sem laun og aðbúnaður dýra er langt undir þeim viðmiðum er við höfum hér á landi. Þeir sem hafa beina peningalega hagsmuni af þessu eiga því að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir fremur en að látast vera sérstakir varðmenn neytenda.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun